Alfaðir skapaði Vala sem voru svona undirsveinar en með því líku tónaflóði sýndi Alfaðir Völum sýn sem þeir voru allir mjög ástfangnir af. Þessi sýn var af heimi sem Valar vildu endilega drýfa í að búa til. Sumir Valanna langaði að byrja að skapa þennan heim en þó ekki öllum. Þegar heimurinn var tilbúinn stjórnuðu Valadróttnar og dróttningar Ördu. Þessir voru Valadrottnar: Manve, Ylmir, Áli, Ormar, Mandos, Lóríen og Túlkas og þessar voru dróttningar: Varda, Javanna, Níenna, Este, Væfra, Vana og Nessa. En í byrjun þegar að þetta var allt að byrja kom reyndar einn Vali sem hét Melkor en Melkor og Manve voru Árdaga bræður í huga Alföðurs. En upphaflega var Melkor voldugasti Valinn á Ördu. En Melkor fór að haga sér illa og fór að vera með derring, þið getið lesið allt um það í Silmerillinn. Melkor fór að eyðileggja falleg tré, koma af stað lygasögum o.fl. Það endaði með því að Melkor var einn á móti öllum hinum Völunum. Valar héldu sig í Amanslandi og Melkor í Miðgarði. En þegar að álfarnir komu í heiminn hataði Melkor þá og var alltaf að dissa alla. En það má nefna það að orkar urðu til með tilraunum Melkors á álfum sem hann rændi. En síðan náðu Valar að ná tökum á Melkori og ráku hann eitthvert út í tómið. En tvent var enn þá eftir Melkor: Sauron og spilling Melkors. En nú skulum við snúa okkur að hinum Völunum. Manve var konungur Ördu en mest elskaði hann vindana og skýin. Nærst Manve var Varda sem var Drottning Stjarnanna. Ylmir var Vatnadrottinn, hann hélt sig í höfunum og var mjög einver, en hann var næstur Manve valdlega séð. Áli var höfðingi alls þess efniviðar sem Jörðin var af gjörð. Það var líka Áli sem bjó til Dvergana í leyni sem skýrir afhverju þeir eru svona lagnir með smíði o.fl. Javanna var næst Vördu að völdum og var rosa mikil gróður manneskja. Mandos var ráðsmaður Dauðrasala og dómsmaður Vala. Ég náði ekki alveg hvað Væfra gerði en eitthvað sem tengdist því að vefja sagnir úr tímanum. Lóríen var meistari hugsýna og drauma. Este er eiginkona Lótiens og var með læknis hæfileika. Níenna er sú sem fær það hlutverk að gráta og vera ein vegna þeirra illvirkja sem Melkor framdi. Túlkas er öflugastur og vaskastur Vala en hann var mikill bardagamaður. Kona Túlkas heitir Nessa og er systir Ormars og hún var víst voða mikill hlaupari. Ormar var mikill veiði maður og fór veiðandi oft austur fyrir fjöllin. Vana var eiginkona Ormars og í leiðinni systir Javönnu þurfti ekki að gera annað en að horfa á blóm og þá blómgaðist það. En þegar Melkor var farinn og allt komið undir control þá þurfti Sauron að byrja á þessu aftur en þá gátu Valarnir þetta ekki lengur og Manve sagði af sér og hinum Völunum stjórn Ördu og þá tók Alfaðir við. Þá gerðist margt og mikið(lesið bls. 291- 316 í Silmerillinn). Þetta var greinin mín um Vala og sú um Maja(undir menn Vala) kemur seinna.
Njótið vel.