Balroggar

Balroggar eru maiar sem hafa verið spilltir af Morgoth og voru hans sterkustu hermenn á fyrstu öldinni. Þeir eru af sama kyni og Sauron og Gandalfur, af hverju Sauron er ekki Balroggi skil ég ekki þar sem að hann, alveg eins og balroggarnir, var spylltur af Morgothi. Á fyrstu öld gat hann samt ennþá, eins og alli Ænúar, tekið á sig hvaða form sem hann vildi. Það var ekki fyrr en seint á annari öld þegar hann hættir að geta breytt um form. Balroggarnir hinsvegar, hafa verið svona eins og í myndinni, eldur og skuggi, frá Lampaárunum, jafnvel fyrr.

Balroggar eru eins og ég sagði sterkustu hermenn Morgoths, aðeins held ég að fljúgandi drekar hafi jafnast á við þá, og Tolkien skrifaði þessvegna að aðeins væru til 7 í mestalagi, Gotmog, foringi Balrogganna var drepinn af Ecthellion of the Fountain, einn var drepinn af Glorfendil og einn af Gandalfi. Þetta þýðir að í enda 4 aldar eru ennþá 4 Balroggar lifandi og ekki er vitað enn hvar þeir eru, eða hvort þeir hafi verið drepnir. En það stendur líka í Silmerlinum að flestir balroggarnir hafi verið drepnir í enda fyrstu aldar, í Heiftarstríðinu, og því er talið að það hafi verið tvær tegundir af Balroggum, stærri og minni.

Margir voru drepnir af Balroggum, Menn, Álfar og hvað eina. Fëanor, mestur allra barna Alföðurs var drepinn af Balroggunum. Þó að balroggarnir hafi bara verið í 4 bardögum í styrjöldinni um Belaland þá gerðu þeir líklegast mestann skaða.

Ein aðal spurning Balrogga er um hvort þeir séu með vængi eða ekki, því að það er frekar óljóst
“His enemy halted again, facing him, and the shadow about it reached out like two vast wings.Suddenly it drew itself up to a great height, and its wings were spread from wall to wall…”
Þetta stendur í hringadróttinssögu og stendur frekar óljóst hvort að þeir séu með vængi eða ekki. Persónulega held ég að þeir séu ekki með vængi, vegna þess að í tveimur tilfellum er Balroggi drepinn með þeim afleiðingum að honum er hent ofan í hyldýpi, annar hvor hefði átt að flogið upp, en mér finnst mjög flott hvað Peter Jackson gerði, þ.e. hann lét hann hafa vængi en þeir eru án skinns, svo að hann getur ekki flogið, þetta gerir Balrogginn mjög drungalegann og flottan í útliti, en hann er samt ekki með vængi til þess að fljúga.

Stærðin er líka umdeild þar sem að í HoME bók stendur þetta
"[the Balrog] strode to the fissure, no more than man-high yet terror seemed to go before it."
Þarna stendur að hann hafi aðeins verið í mannshæð og einnig stendur þetta líka í FotR
“…orcs one after another leaped into the chamber.” and “…clustered in the doorway.”
The Lord of the Rings II 5 “The Bridge of Khazad-dûm”.
Þetta á víst að vera frekar lítil hurð þar sem að aðeins einn og einn Goblin fer inn í einu. En einhvern veginn finnst mér þetta bara ekki stemma því að þetta gerir Balroggann bara alls ekki nógu hræðilegan.

En jæja þá er þetta komið í bili