Sæl veriði öll sömul.
Eins og margir hafa tekið eftir er ég ekki lengur stjórnandi á þessu áhugamáli. Ég ætla mér að taka tímabundið frí, og í raun veit ég ekki hvenær eða hvort ég snúi aftur úr þessu fríi.
Ég hef ekki verið virkur undafarna mánuði og kenni ég helst tímabundnu áhugaleysi á verkum J.R.R. Tolkien, sem er auðvitað talsverð synd.
Ég tel mig hafa gert marga ágæta hluti í þann tíma sem ég var stjórnandi og því er aldrei að vita hvort ég komi með “comeback” eða hvort ég sé endanlega hættur. Ég byrja a.m.k. ekki aftur í sumar vegna þess að ég er í tveimur vinnum og á einfaldega alveg nóg með það. Ég þyrfti að fá u.þ.b. 4 klukkustundir á sólahring til viðbótar við þá 24 sem nú þegar eru til staðar.
Þar gæti rótin legið að andvaraleysi mínu. En þó ég sé ekki alveg reiðubúinn að stjórna í sumar er ég í góðu sambandi við vefstjóra og hef heimild til þess að snúa aftur, hvenær sem ég, já eða þið, viljið.
Eins og ég sagði áðan hef ég ekki verið virkur undanfarið og því þekki ég ekki “nýrri” notendur áhugamálsins og þeir þá síður mig. Ég vona því að þeir sem “reyndari” eru beri mér ekki kalda kveðjuna og muni heldur það góða sem ég hef gert í stað þess að erfa gömul leiðindi við mig.
Þetta gæti verið síðasta greinin mín í langan tíma á þessu áhugamáli og þykir mér samt sem áður mjög leiðinlegt að ég hafi horfið svo skyndilega, en maður veit einfaldlega ekki sína ævi fyrr en öll er. Það er raunin núna. Ég er núna fyrst að eiga tíma aflögu til að heilsa aðeins upp á ykkur, og vonandi verða tímarnir fleiri svo ég geti rifjað upp gömul kynni mín af verkum Tolkiens og farið að skrifa aftur og látið gott af mér leiða.
Ég segi þá bless í bili en vonandi eru leiðir okkar ekki endanlega að skilja.
P.s. 2469, ég veit að þú gerir mér þann greiða að samþykkja þessa “grein”