Þeir voru kallaðir hinir Árbornu af Völum og þeir fæddust í “rökkrinu” eins og spáð var fyrir því að það var engin sól, og ekkert tungl til að lýsa upp Miðgarð, aðeins stjörnur Vördu. Og einnig réð Morgoth yfir Miðgarði og hann sendu njósnara sína til að bíða og láta hann vita þegar hinir Árbornu myndu vakna. Þegar þeir vöknuðu sendi hann njósnara sína aftur til þeirra en í þetta skipti til að eitra fyrir þeim og reyna að fá þá í lið með sér. Einnig lét hann vara þá við Völunum og sagði að þeir væru illir. Eitt sinn þegar Ormar var á veiðum í Austurveg að hann fór norður eftir bökkum Heljarvatns – Helcar að Hneggur hestur Ormars hneggjaði skyndilega. Ormar heyrði þá í fjarska fjölradda söng. Og þannig gerðist það að Valar fundu þá sem þeir höfðu beðið svo lengi eftir af tilviljun. Þegar Ormar sá Álfana fyrst varð hann furðu lostinn eins og þessar aðdáanlegu verur væru ófyrirséðar.
Í upphafi voru Álfarnir sterkari og stærri en þeir síðar urðu en ekki eins fagrir. Ormar elskaði þá og kallaði þá Sjörnuþjóð en þeir kölluðu sjálfa sig Kvenda – Talendur því að í upphafi héldu þeir að þeir væru einu lífverurnar sem gátu talað. Margir Álfar urðu hræddir við komu hans því eins og ég sagði áður hafði Morgoth borið lygasögur til þeirra. Hinir hræddu hlupu í burtu og földu sig en aðeins hinir hugrökku þorðu að taka á móti honum. Og þegar Ormar kom sáu þeir að hann var ekki illur því að hann glitraði eins og stjörnurnar og brátt drógust álfarnir að honum.
Þeir Álfar sem Morgoth fékk á sitt band lifðu fáir eðlilegu lífi því að hann pyntaði þá þangað til að þeir urðu að Orkum sem eru ekki það ólíkir Álfum því að þeir þjónuðu honum aðeins af ótta en í rauninni hötuðu þeir hann. En því miður gleymdu þeir því hvernig þeir urðu til og urðu því hliðhollir honum.
Eftir að Ormar hafði farið aftur til Vala vígbjuggust þeir og réðust á Melkor og hann vissi að þeir höfðu ráðist á hann fyrir álfa og þessvegna hataði hann þá meira en menn.
Eftir styrjöldina sem að Valar að sjálfsögðu unnu var sett ráð um það hvað skildi gera við Álfa. Ylmir og fylgismenn hans vildu láta þá afskiptalausa en aðrir dáðust að fegurð þeirra og þráðu þessvegna félagskap þeirra. Þeir ákvöðu að koma með þá til Amanslands og láta þá dvelja þar en margir álfar voru tregir til þess. Ormar valdi þrjá sendimenn til þess að segja þjóð sinni frá því sem þeir myndu sjá. Sendimennirnir hétu Ingvi, Finnvi og Elvi sem allir urðu konungar álfa. Þeir dáðust að heim Vala en allra mest af Trjánum tveim. Ormar fylgdi þeim svo aftur yfir sjóinn til vökuvatns. Þeir sem fóru svo til Amanslands Kölluðust Eldar en hinir Ófúsu kölluðust Avarar og Eldar hittu þá ekki fyrr enn mörgum öldum seinna. Fyrsti hópurinn sem lagði af stað voru Vanjar Þegnar Ingva. Næsti hópurinn var fullur af Noldum, þegnum Finnva. Og í þeim þriðja voru Telerar, höðingjar þeirra voru tveir Elvi Singollo og Ölvir bróðir hans. Löng var Vesurganga Elda því að vegalengin var nú mjög löng. Á leiðinni stöðvuðust Telerar við Miklafljót því að Ormar var upptekinn að vísa hinum leiðina og þá reis einn upp í flokki Ölvis, Lénvi hét hann. Hann skarst úr hópnum og fylgdu honum margir til suðurs eftir bakka hins mikla fljóts og hurfu þeir þá úr vitund annarra ættmenna sinna og urðu þeir síðan einangraðir frá umheiminum. En Dynþór sonur Lénva leiddi þá að ný til Belalands. En þeir sem komust til Amanslands lifðu góðu lífi – að minnsta kosti flestir, en það er önnur saga.
-Afsakið snubbóttan endi
Váv.