Hérna er álfurinn Felagund að kveðast á við Sauron, sem mér þykir frekar þorin að gera.
Þar myrkrarvaldur galdur sinn gól
sem gallbeiskar lygar í sér fól,
með sverðalögum úr svikabrögðum
og svívirðilegum gildrum lögðum.
En Felagundur þar stæltur stóð,
storkandi horfði hann og kvað sinn óð,
með drengilegum dáðum hann varðist,
í dauðum greipum hraustlega barðist.
Hann boðaði öllum betri tíð
með blessun frelsisins ár og síð.
Hann hélt fram sígildum réttlætisrökum
og ræddi um kærleikann mælskutökum.
Allar dýflissur dauðans opna skal,
látum dagsljósið skína í fanganna sal,
afnemun bölvun og brjótum hlekki,
banaráð, sviksemi viðgangast ekki.
Í töluðum orðum tekist var á
og trylltir þeir sveifluðust til og frá.
Vel tókst á fluginu Felagundi
fegurð að lýsa í Álfalundi.
Þá var sem hann næmi úr Nargóþránd
náttgalakliðinn óma í nánd,
og alsælugleði úr ódáinslöndum
frá Eldamars glitrandi perluströndum.
En allt í einu syrtir þá að
af ógæfuverki sem átti sér stað,
þá bregður upp minningu af bræðramorðum,
þegar blóðið flaut í Valinór forðum,
þeir sigldu með bölvun í bæði skaut,
um bölvun þessa nú Finnráður hnaut.
Og þannig að Sauron fótskör hann fellur
og forlagadómurinn yfir hann skellur.
Enn þegar þú ert búinn að lesa um þegar Felagund skorar Sauron í keppni og þegar Beren komst alla leið að Morgot og náði í Silmerilin úr kórónu Morgots hugsaðirðu þá ekki hversu allir voru óhræddir við að nálgast illu öfl Morgots og félaga. En þegar að tími LOTR kemur eru allir drullu hræddir bara við Sauron einan. Það sem ég er að reyna að segja er afhverju var ekki fyrr búið að ráðast á Sauron?