Hér ætla ég að skrifa um valana, sem Er hinn eini skapaði.
Í upphafi skapaði Er hinn eini Ænúana eða valana, sem hann skapaði í tóminu eins og við getum hugsað okkur að Guð, ef þið trúið á hann, hafi skapað jörðina, manninn o.fl. Ænúarnir voru skapaðir að miklu leiti til að syngja og söngur þeirra var óviðjafnanlegur. Alfaðir gerði söng Ænúana sýnilega svo þeir gætu séð hann fyrir augu þeirra eins og ljós. Af því að söngur þeirra var svo fagur gjörði Alfaðir það að láta hinn leynda Eld – Jáið loga í Hjarta veraldarinnar. Eftir það fóru nokkrir Ænúarnir í veröldina, þeim var ráðið það verk að skapa hana. Og eftir það, þegar Arda konungsríki jarðar varð til stigu þeir í hana og settust þar að.
Um Valana sjálfa
Menn kalla þá oftast guði en álfar segja þá vera voldugustu andana og valdhafa jarðar. Valardróttnar og – dróttningar eru 7 af hvoru kyni. Nöfn Vala eru:
Manve, Melkor, Ylmir, Áli, Ormar, Mandos, Lóríen og Túlkas. Nöfn dróttninganna eru þessi: Varda, Javanna, Níenna, Este, Væfra , Vana og Nessa.
Manve og Melkor voru í upphafi bræður. Melkor var sá æðsti af öllum Völum sem á jörðinni dvöldu og var hann settur kongungur yfir Jörð. En Manve er sá sem Alföður er kærastur og sér markmið hans best.
Manve ræður yfir vindum og skýjum jarðar og nýtur sín best í öllum lofthjúpum jarðar. Hann ber viðurnefnið Súlímo – höfðingi andardráttar jarðar. Kona Manves er Varda sem ræður yfir stjönunum og þekkir öll svið jarðar best. Hún er of fögur til þess að vera lýst með orðum því að hún sjálf er Ljós lífsins. Hún hafnaði Melkor í upphafinu og vegna þess hatar hann hana og óttast mest af öllu. Höll hennar og Manves er Símjalli toppur Hágnæfu, hæsta fjalls jarðar. Þegar Manve situr í hástól sínum sér hann lengra enn nokkur annar, því hann sér í gegnum þoku jafnt sem myrkur.
Ylmir er vatnadróttinn, nokkurskonar Póseidon og dvelur hann einn en aldrei lengi á sama stað í djúpum sjávarins. Hann er þriðjiæðsti Ænúinn, næstur Manve að valdi og besti vinur hans. Hann elskar Álfa og menn og myndi aldrei bregðast þeim.
Áli kemur svo á eftir Ylmi. Hann ræður yfir öllum efniviði sem jörðin er af búin. Og bjó hann upphaflega allt þurrlendi með Manve. Hann er meistari alla iðna, járnsmiðju jafnt sem saumaskapar. Melkor var afbrýðisamur því að þeir voru líkastir að afli og hugsun. Melkor var stöðugt að brjóta verk hans því að hann hataði Ála. Eiginkona Ála er Javanna, sú sem ræður yfir gróðri jarðar og geymir allar jurtir í huga sér. Hún er næst vördu að tign meðal Valadróttninga.
Fjantúrar er heiti yfir bræðurna Namó og Irmó.
Namo er sá eldri og býr í Mandos sem er fyrir vestan Valaland, þar er hann ráðsmaður Dauðrasala og dregur sálir hinna dauðu til sín. Hann er líka dómari vala en samt kveður hann aðeins dóma að boði Manves. Hann veit allt sem var, er og verður. Kona hans er Væfra sem vefur alla hluti og atburði sem til hafa verið.
Irmó er meistari hugsýna og drauma og býr hann í Lóríen sem er fegursti staður á jörð þar sem flestir andar sveima. Este er eiginkona hans sem læknar sár og hvílir þreytta. Á dagin sefur hún á eyju í Lóríenvatni.
Níenna er systir þeirra Namo og Irmó. Hún grætur allt sem Melkor hafði skemt og söngur hennar er sorgarljóð sem hún semur fyrir þá sem bágt eiga og þurfa hjálp og söngurinn veitir þeim huggun og von.
Túlkas er öflugastur Vala og sá vaskasti. Hann kom til að hjálpa Völum í baráttunni gegn Melkor. Hann elskar að berjast og glíma, hann þarf engan fararskjóta því hann hleypur hraðar en allt og þó er hann óþreytandi. Hann hló upp í opið geðið á Melkori í orustunum áður en Álfarnir fæddust. Hár hans er eins og gull og vopn hans eru berar hendur sínar.
Nessa er kona hans og elskar hún dádýrin í skóginum og þau fylgja henni hvenær sem hún er úti í náttúrunni. Hún nýtur þess að dansa á sígrænum flötum Valaborgar.
Ormar er Voldugur höfðingi og reiði hans er ægileg. Hann elskar veiðilendur Miðgarðs og vildi hann ekki yfirgefa þær þegar Valarnir héldu til Valalands. Hann Veiðir skrímsli og ógeðfelldar skepnur en kætist með hestum og veiðihundum. Nahar er fákur hans hvítur á daginn en silfraður í tunglsljósinu. Horn Ormars er Valahorn og hljómur þess líkist eldingu.
Eiginkona hans er Vana hin Síunga systir Javönnu. Þar sem hún stígur byrja jurtir að vaxa og ef hún lítur á blómin opnast þau og blómstra.
Melkor
Melkor – sá sem rís í mikilli makt en því nafni hefur hann snúið baki við og hefur hann verið kallaður Morgoth Myrkraóvinur heimsins. Alfaður gaf honum jafnt vald og Manve en hann beitti því til illra verka og sóaði því í ofbeldi. Því að hann vildi Jörðina og allt sem tilheyrði henni. Hann missti glæsibrag sinn vegna hroka og fyrirlitngar sem hann hafði á öllu. Hann eyðilagði allt sem hinir valarnir höfðu skapað og var algjörlega misskunarlaus. Hann sneri öllum undir vilja sinn með sannfæringarkrafti og þvílíkum ofsa. Öllu því sem hann hafði lofað undirmönnum sínum veitti hann ekki ekki heldur sveik hann þá aðeins og gerðist samviskulaus lygari. Í upphafi þráði hann ljósið en út af því að hann gat ekki fengið það vann hann niðri í myrkrinu öll sín illskuverk og vafði Jörðina hræðilegum illskuverkum og lygum.
Kraftur hans í uppreisn sinni gegn Manve var svo þvílíkur að hann hélt lengi yfirráðum yfir stórum hluta jarðar og því fékk hann marga fylgismenn sem hann notaði til illra verka og illstur og mestur af þeim var án efa Sauron – Gorþaur hinn grimmi og Balroggarnir ófreskjur eldsins. Og eftir að Morgoth var fallinn frá, fluttur í tómið, reis Sauron upp sem Myrkradróttinn og fór í sömu spor og forveri hans, spor til glötunnar.
Váv.