Sindarin Í þessari grein ætla ég að skrifa um Sindarin,eða Sindversku eins og hún er ábyggilega kölluð á íslensku.
Sindverska er að öllum líkindum komin af Forn Telersku,sem skiptist þá í 3.aldar Telersku og Sindversku. Sindarin er nokkurskonar “Miðgarðsálfamál” vegna þess að hún heyrðist aldrei í Amanslandi, öfugt við öll hin álfamálin. Hún var töluð af gráálfum, eða myrkálfum, en svo nefndust þeir álfar sem aldrei komu til hins blessaða Amanslands til að sjá Ljósutrén tvö. Þar af leiðandi heita flest,ef ekki öll örnefnin á Miðgarði Sindverskum nöfnum.
Þrátt fyrir að sagt sé að Sindverska sé eitt af bestu geymdu,þ.e. hélst óbreyttara en hin tungumálin á Miðgarði,er langt í frá að það hafi staðið nærri óbreytt frá 1. heimsöld til 4 heimsaldar.. Þegar Tolkien var í róttæku skapi,gátu tungumálin hans breyst með hraða ljóssins.

Þetta hefur gert það að verkum að erfiðara er að einangra út Sindversku frá ákveðnu tímabili. Ekki það að það sé neitt slæmt,þvert á móti getur það verið ennþá skemmtilegra að pæla í henni.
Margar tilvitnanir eru til á Sindversku,þó ekki nærri því eins margar og í Quenya. Ég ,,læt nægja” að birta þá lengstu,þó þýðingin sé á ensku:
Elessar Telcontar: Aragorn Arathornion Edhelharn, aran Gondor ar Hîr i Mbair Annui, anglennatha i Varanduiniant erin dolothen Ethuil, egor ben genediad Drannail erin Gwirith edwen. Ar e aníra ennas suilannad mhellyn în phain: edregol e aníra tírad i Cherdir Perhael (i sennui Panthael estathar aen) Condir i Drann, ar Meril bess dîn; ar Elanor, Meril, Glorfinniel, ar Eirien sellath dîn; ar Iorhael, Gelir, Cordof, ar Baravorn, ionnath dîn. A Pherhael ar am Meril suilad uin aran o Minas Tirith nelchaenen uin Echuir.
“Aragorn Strider the Elfstone, King of Gondor and Lord of the Westlands, will approach the Bridge of Baranduin on the eighth day of Spring, or in the Shire-reckoning the second day of April. And he desires to greet there all his friends. In especial he desires to see Master Samwise Mayor of the Shire, and Rose his wife; and Elanor, Rose, Goldilocks, and Daisy his daughters; and Frodo, Merry, Pippin and Hamfast, his sons. To Samwise and Rose the King's greeting from Minas Tirith, the thirty-first day of the Stirring, being the twenty-third of February in their reckoning.” Sauron Defeated:,bls.128.
Quenya og Sindarin mætti líkja við íslensku og færeysku,svo að þeir geta nokkurnveginn skilið hvorn annan, öfugt við,segjum Noldora og Gráálfa. Þeir gátu eftir aðskilninguna frá Amanslandi og Miðgarði ekki skilið hvorn annan,en Noldorar,(því þeir voru orðglaðir og óþreytandi á að finna ný orð og hugtök,) lærðu Sindverskuna fljótt,og byrjuðu að skýra margt upp á nýtt á Sindversku, eða blönduðu Quenya, Noldorin eða Sindversku við í einn hrærigraut. Sbr. Nafnið Fêanor, sem er blandað úr Quenya orðinu Féanaro, og Sindverska orðinu Faenor.
Noldorar voru eldsnöggir að hreinlega fullkomna Sindarin,og gráálfarnir eiga sjálfsagt þeim að þakka að þeir héldu við sínu tungumáli. Noldorarnir aðskildu Quenya og Sindarin í sundur,sem á þeim tíma voru nauðalík,annars hefðu þau sjálfsagt runnið saman í eitt, því lötu Sindverjunum var sama hvaða mál þeir töluðu,höfuðstefnan hjá þeim var að viðmælandinn skildi það sem þeir voru að segja.
Meira að segja nafnið Sindarin en úr Quenya, komið frá Sindar, sem þýðir “þeir gráu”.

Jæja,ætli ég láti þetta ekki nægja í það skiptið.

Hvurslags.