Svolítil pæling:

Þegar 1. heimsöld lauk,með falli Morgots,þegar Valarnir heltu honum út fyrir veggi rúmsins og tímans, þá leituðu þeir ekki að neinu öðrum illum öflum til að eyðileggja.

Kannski var það vísvitandi,Ilúvatar vildi kannski að hið vonda héldist við ofurlítið lengur,hver svo sem tilgangurinn væri með því, og þessvegna héldust margir orkar,drekar,balroggar faldnir djúpt niðri í gryfjum Angbanda sem Melkor eða Morgot hafði grafið og Sauron var víðsfjarri og slapp frá öllu saman.

Svo reis Sauron upp seinna á 2. Heimsöld, með orka,balrogga og dreka sér við hlið, en féll svo í bardaga þegar Ísildur hljó sjálfan Máttarbauginn af fingri hans, Sauron dó,og 2. heimsöld lauk. Tja,kannski dó Sauron ekki, heldur fór úr hinum hræðilega líkama sínum.
Svo hélt Sauron til Númenors,spillti eyjunni,og flýði til Mordors og kom þar sér upp bækistöð.
Svo lauk 3. heimsöld með því að Máttarbauginum var eytt,eins og flestir ættu að hafa lesið um, og Sauron drapst þá endanlega. Svo er sagt frá í Hringadróttinssögu,að allir þjónar hans, og þrælar hafi sundrast,og veldi Saurons hafi hrunið í eina allherjar (hringa)vitleysu.
Er þetta rökrétt? Að ALLT veldi Saurons hafi hrunið? Það getur ekki verið. Að sjálfsögðu leitaði engin að földum Balroggum sem héldust ennþá við í Mordor,o.s.fr.
4. heimsöld byrjaði allavega með friði og ró, en ef Tolkien hefði ekki látist væri örugglega allt komið á kreik aftur. Kannski ætlaði hann að skrifa enn frekar um einhvern þjón Saurons ,kannski hafi Munnur Saurons tekið við stjórninni.(kaldhæðnislegt, að munnurinn hafi tekið við af auganu, svo getur eitthvað nef Saurons risið upp!)
En hvað finnst ykkur um þetta?

PS. ég var að spá að senda mynd með þessari grein,en komst þó að því að það er engin mynd til af Sauroni! ;D