annars var ég að finna fína síðu með myndum á
http://users.ox.ac.uk/~tolksoc/TolkiensOxford/
Svo er áhugavert að benda á að Tolkien barðist í fyrri heimsstyrjöld og reynsla hans á vesturvígstöðvunum hafði nokkur áhrif á LotR.
Hann sagði til dæmis að lýsingin á Dauðafenjum (dead marshes) og eyðilendum framan við Morannon væri beint byggð á vígvöllunum í frakklandi, hálfrotnuð form hinna látnu um allt og eymdin alger.
Einnig skrifaði hann 'Minn Sámur er sannarlega endurspeglun á hinum enska hermanni, óbreyttum og aðstoðarliðsforingjum sem ég þekkti í stríðinu, sem stóðu mér framar að öllu leyti.´
Tolkien kynntist einnig hversu ómannlegt og hryllilegt stríð getur verið (og það var sannarlega eins slæmt þar sem hann var við Somme fljótið eins og stríð hefur nokkru sinni verið) en hann dregur einnig fram það hetjulega í hrikalegum og stórum orrustum. Viðtekin viðhorf til stríðsins í frakklandi benda einungis á slátrun og viðbjóð, en þarna í leðjunni og skothríðinni drýgðu menn hetjudáðir sem hafa flestar gleymst (dauði Boromirs minnir mig alltaf á atriði úr stríðinu…). Eomer veit (eða telur) einnig að hann er að ríða til dauðastaðar síns og þessi vitneskja um eigin örlög minnir um margt á alla þá ungu menn sem biðu eftir áhlaupsflautunni sannfærðir um að handan við brjóstvirkið biði dauðinn.
´see you in Angmar´
______________________________