Gandalf var mikill galdramaður sem tók mikinn þátt í Hringastríðinu. Fyrst kynntist hann Bilbo og fór með honum í ferð til drekans Smaug og á þeirri leið fann Bilbo hringinn. Fyrst vissi Gandalf ekki mikið um hringinn en síðar lærði hann meira og meira og varaði Bilbo við illu öflum þess. Gandalf var greinilega mikilvægur partur í Hringastríðinu og þekkti vel aðra sem skiptu máli á þessu svæði. Gandalf sagði að þegar stríðinu væri lokið hafði hann ekkert meira að gera þar. Gandalf þekkti Ernina vel og fékk oft hjálp frá þeim. En eins og flestir vita á leið föruneyti hringsins til Mordor þá þurftu þeir að fara í gegnum Moria og þar dettur Gandalf eitthvað voða,voða,voða langt fall. Þá héldu hinir meðlimir föruneyti hringsins að hann hefði dáið en þar koma upp spurningar. Það sem ég held er það að líkami Gandalf hafi dáið en sál hans komist áfram því hann átti að klára verkefni áður en hann mætti fara eitt eða neitt. Þess vegna hefur sál Gandalfs haldið áfram þangað til að hringastríðinu líki. Ég leita til þess að þegar að ernirnir koma og einn af þeim lyftir Gandalf upp til að fara með hann til Frodo og Sam þá kemur hann með þá athugasemd að Gandalf sé miklu léttari heldur en síðast þegar að hann lyfti Gandalf(kannski vegna þess að í fyrraskiptið lyfti hann líkama en það seinna bara sál?).
Þetta er bara lítið af því sem er hægt að segja um Gandalf en það er örugglega eitthvað vitlaust sem ég sagði hérna fyrir ofan en vonandi er eitthvað í þessu sem einhver hefur gaman af að lesa.