Þegar Hringadróttinssögu myndirnar koma í bíóhúsin,þá bíða margir vafalaust spenntir eftir að sjá hinn mikla Sauron,konung skuggans,myrkradróttinn. Að minnsta kosti sagði Peter Jackson leikstjóri að Sauron yrði þar sýnilegri en í bókunum.
Eruð þið sammála þessu? Þarna er verið að leggja í rúst ímynd Saurons, eyðileggja dulúðina sem sveipaði hann ótta. Í bókunum þá sést ekkert í hann,engin lýsing á honum né fleyg orð sem hann mælir,fyri utan að hann hafi rautt alsjáandi auga. Ef það er rétt,að Sauron spili stóra rullu sem persóna í myndunum þá hætta allir að óttast hann og bera virðingu fyrir honum. Þessu má líkja við trúna á ýmsa guði,ef guðinn sýnir sig og myndi ganga um meðal fólks þa hætta allir að trúa á hann,því hann tapar dulúðinni sem umhverfðist hann. Ég held að ímyndunaraflið geti lýst Sauroni betur en nokkur annar.
Þarna finnst mér vera að ganga of langt í að svala forvitni fólks á Sauron því að virðingin byggist á forvitninni. Hún er verðmætari en við höldum,því það þykir fremur löstur að vera forvitinn en kostur.
Ekki veit ég hvort Sauroni er nánar lýst í Sauron defeated,eitt bindi af 12 í History of middle Earth,(HoME), frekar held ég að gjörðum hans og svikum sé gerð skil.
En veit einhver sem er að lesa þessa bók hvort það standi eitthvað meira um útlit Saurons en í Hds?
Takk fyrir
Hvurslags.