Hérna ætla ég að skrifa um frægasta og víðbreiddasta má J.R.R Tolkiens, Quenya,eða Álfamál fyrir þá sem vita það ekki. Þetta er fullsapaðasta tungumál sem hann gerði,þótt að ótal gloppur og vankantar séu á því.
Þetta byrjaði allt með Primitive Elvish. Háfornálfamál ef ég má kalla það svo. Það er enn ein álfamállýskan(þau eru ansi mörg) nema forfaðir þeirra. Að sjálfsögðu eru Sindarin,Quenya,Telerin,Gömul Sindverska,Nandorin og Fornháálfamál öll með ósköp svipuð orð og lík að gerð,nema hvað. Það er því ljóst að geysimikil vinna hefur farið í að skapa öll þessi mál,og þetta eru bara álfamálin!

Tungumálin sem Tolkien bjó til eru alls 16.(fyrir utan margar mállýskur sem eru utan við efnið)
Þau eru:
Quenya
Sindarin (Það og Quenya eru náskylt,gráálfamál)
Adúnaic(Númenar töluðu það)
Westron (Þetta “alþjóðlega”)
Telerin(Tungumál Sjóálfanna)
Doriathin(hlýtur að hafa verið fallegt fyrst Beren heillaðist svo af söngi Lúþíenar)
Margs konar Mannamál(Atanamál)
Nandorin(Skógálfamál)
Gömul Sindverska(Nokkurnveginn á milli Fornháálfamál og Sindarin)
Ilkorin(Týnd tunga? Forn Noldorin?)
Avarin(Því miður eru aðein 6 orð þekkt á þessi Tungumáli, mál álfanna sem neituðu að fara til Amanslands
Khuzdul(Leynimál Dverganna)
Entneska(segðu bara það nauðsynlegasta)
Orkneska
Valarin
Og svo Primitive Elvish.

Þessu hefðu fáir aðrir en Tolkien nennt,að legja á sig alla þá vinnu sem þarf við að skapa ímyndaðan heim.
Quenya Tungumálið er hvorki meira né minna en næst vinsælasta tilbúna Tungumálið,að sjálfsögðu á eftir Esperanto. Það er mikið hægt að stúdera með það,og til dæmis eru öll örnefnin á miðgarði á Sindarin eða Quenya, þó sýnu fleiri á Sindarin. Sbr. Mínas Tíríð, Mínas þýðir turn á quenya og sagnorðið tir þýðir að halda vörð um.
Ekki svo galið. Sindversku nöfnin Amon Hen og Amon Lhaw,hæðirnar þar sem Boromír var veginn, þá er Amban QA orðið fyrir hæð, cen(borið fram ken) er að sjá,og hlar er að heyra.
Quenya málið er mjög vel upp byggt,Tolkien hafði það líkt finnsku,enda sést það glöggt þegar maður er að lesa Namárie,að það eru fá orð og löng frekar en mörg,stutt orð. Þetta lýsir sér í því að ef þú ert að segja: Ég hef lesið það,þá ertu kominn með ecéndienyes. Þessu má skipta niður í e-cénd-ie-nye-s
Cenda þýðir að lesa, og ef maður ætlar að segja hefur lesið er það ecéndie(ef að fyrsti sérhljóðinn í sagnorðinu er e,þá setur maður e fyrir framan,u ef sérhljóðinn er u,o.s.fr.,stækkar sérhljóðann í sagnorðinu sjálfu,og bætir ie fyrir aftan). Og ef maður ætlar að segja ég hef lesið þá er það ecénienye(nye þýðir ég,maður skrifar “ég”og “þú” ekki sem sér orð,heldur birtast þau sem endingar) og ef maður ætlar að segja ég hef lesið það þá bætir maður -s- fyrir aftan allt saman.
Þetta er kannski með þeim lengstu og flóknustu orðum sem gengur og gerist í QA. En engu að síður er þetta sniðugt kerfi,maður er styttra að segja þetta með því að troða þessu inn í eitt orð heldur en mörg í Germönskum málum.
Í forn-QA,svokallað”Qenya” sem Tolkien var að gæla við árið 1915,átti það fyrst að vera “Gnomish” eða nokkursskonar dverga tungumál,en breytti svo um kynþátt,fannst það víst hæfa betur léttleika álfanna,og ég skil það vel.

Tolkien skapaði einnig stafi og rithátt fyrir álfana. Það lýsir sér þannig að sérhljóðarnir eru ekki sérstafir,heldur er þeim skeytt ofan við stafina,eins og komma eða punktur eða fleygur ofan við samhljóðana. Tolkien hefur örugglega hugsað með sér að ritararnir til forna hafi viljað spara plássið sem fór í að skrifa,og notuðu þá þetta kerfi. Því miður fann ég ekki fontana á Ardalambion síðunni,bara Tengwar(sem er “alþjóðleg álfaskrift” en QA stafirnir líta nokkurnveginn svona út:
Þetta er mjög sniðug skrift,ég er að fara að læra hana.
Í Tengwar skrift eru sérhljórarnir með sérstaf, a er a, e er e oo.s.fr.
Ef maður vill skrifa a, þá hefur maður táknið fyrir ofan samhljóðann,en ef maður ætlar að skrifa á,þá hefur maður það fyrir neðan.

QA málið hefur líka ótal tíðir,og hugtök sem mér finnst bráðlega vanta í okar tungumál. Sem dæmi má nefna að það eru til 2 tegundir af við, þ.e. ef ég er með hóp fyrir framan mig og er að tala við einhvern,þá get ég sagt við og meinað ég og hópurinn fyrir framan mig,ensvo get ég líka sagt hina við-tegundina og meinað ég og þú. Þetta sinnst mér að mætti bæta við í íslenskuna.

Núna ætla ég að lýsa einni tíð sem ég get helst ekki verið án,en það er Aorist. Þessi tíð er til í grísku,en ekki annarsstaðar að ég held, og lýsir sér þannig(hún er svolítið flókin) að ég get sagt venjulega tíð -Kindur borða gras-
Og verið að meina að ég sé að horfa á kindur sem eru að borða gras. Ósköp einfalt.
En ég get líka sagt með Aorist tíðinni: -Kindur borða gras-
Og verið að meina að “hlutverk” eða eiginleiki kinda sé að borða gras. Þ.e.a.s Kindur borða gras,en ekki kjöt.
Fattið þið? Aorist tíðin lýsir einhverri tímalausri athöfn.
Þessi tíð virðist vera vita gagnlaus,en sannið þið til: Þegar maður er búinn að læra að nota hana getur hún verið jafn mikilvæg og þátíð eða nútíð.
Framburðurinn á Quenya er ósköp einfaldur. A.m.k. fyrir okku Íslendinga. En fyrir Englendng er það flóknara mál. Tökum dæmi
Sagnorðið hlare (að heyra.)
Hvernig mynbdi Englendingur bera þetta fram? Hler með ensku r-I,nú eða jafnvel hle með engu erri.
Hvernig myndum við bera þetta fram? Hlare. Einfalt.
Framburðurinn er einfaldur fyrir Íslendinga,r er borði eins fram í Quenya og í íslensku, einnig á,í,ó,ú o.s.fr.
C er alltaf borið fram k,ALDREI s. (Tolkien sagði einu sinni sjálfur að fyrirmyndar framburður á orðunum væri eins og í ítölsku,þó ekki með “mamma mia” hreimi!)

Takið sérstalega eftir stafnum h,hann er mismunandi borinn fram eftir því hvar hann er staddur í orðinu. Á dögum Fjanors,(eins mesta Nolda sem uppi hefur verið,sá sem smíðaði Silmerlana þrjá og kallaði yfir sig æfilanga bölvun með eiðnum sem hann strengdi í kjölfar þess)var h alltaf borinn fram ch, eins og í Bach. En seinna meir var h breytt í venjulegt h eins og við þekkjum það,þó aðeins í uphafi orðs en ekki í miðju orði,en enn seinna var öllum h-um breytt í “venjulegt” h.NEMA ef að h er í miðju orði og fyrir framan t.samanber(sbr.) pahta”lokaður” , ohta”stríð”.
Lesandinn verður að athuga það að ég er að skrifa um 3. aldar quenya,ef að einhverjum finnst réttara að segja ch í staðinn fyrir h allstaðar í miðju orði,þá má hann það að sjálfsögðu.
Y er alltaf borið fram j,í byrjun orðs,annars er það eins og i,sbr.Yuldar”súgur” Yavannie “September”.
Þetta ætla ég að láta gott heita,þó að ég viti að ég sé að gleyma einhverju,þá getur QA verið efni í margar greinar. Kannski ég geri það bara,skrifi vikulegar greinar um QA.

Takk fyrir lesturinn
Hvurslags.