Eins og margir vita byggist siðmenning (eða ættum við að segja að vel skipulögð samfélög) að miklu leyti upp á tímatali. Tolkien gerði sér að sjálfsögðu grein fyrir þessu, og skapaði tímatöl, meira að segja nokkur. Ég ætla að fjalla aðeins um nokkur tímatöl og gera grein fyrir nokkrum miklvægum tímasetningum.
Rímtal Héraðs er tímatal hobbitanna sem búa á Héraði. Einnig tel ég líklegt að menn og hobbitar í Brý og nærsveitum Héraðs telji árin eftir þessu tímatali.
Rímtalið er í sjálfu sér mjög auðvelt. Það hófst þegar hobbitar fóru yfir Brúnavínið og tóku sér búsetu þeim meginn fljótsins. Þetta var árið 1601 á þriðju öld skv. tímatali Gondora, þess vegna er Rímtal Héraðs 1600 árum á eftir tímatali Gondormanna. Þess ber þó að geta, að þegar 4. öldin byrjaði héldu hobbitar áfram með sitt tímabil óháð aldaskiptingu Gondormanna.
Tímatal Gondormanna skiptist niður í ákveðin tímabil sem kallast aldir. Þær geta verið mjög misjafnar að lengd. Þegar ný öld byrjar (oftast við einhvern merkisatburð) byrja þeir að telja árin upp á nýtt, sbr. árið 1832 á þriðju öld. Þess má geta að nokkrar álfaþjóðir notuðu einnig tímatal Gondora.
En eins og áður sagði skiptist tímatalið niður í ákveðin tímabil sem kallast aldir. Ég ætla gefa ykkur örlitla innsýn inn í hverja öld, en hægt er að lesa í Viðaukunum.
1. öldin
Fyrsta öldin er það tímabil sem er þekktari sem Forndægrin. Þau hefjast semsagt við hrun Angbanda. Á þessari öld eignast Dúndanir eyjuna Númenor.
2. öldin
Önnur öldin hefst á stofnun Rökkurhafna og Lindabyggða. Veldi Númena styrktist mjög á þessari öld, en þeir menn sem bjuggu á Miðgarð lifðu ekki frábæru lífi. Sauron tekur Mordor undir sínar fyrætlanir og byggir Barath-Dur. Sauron er tekinn til fanga af Númenum, og gabbara Númena til að ráðast á Valinor og með því fellur veldi Númena. Réttlátir Númenar komast af og fá land á Miðgarði Á þessari öld eru allir Hringarnir smíðaðir og Nazgúlarnir fara að láta á sér kræla. Öldin endar með falli Saurons og láti Gil-Galað og Elendil. Varir í 3441 ár.
3. öldin
Á þessari öld fór Eldar-álfum aftur. Hringar þeirra voru notaðir á varúð. Dvergarnir vöktu ýmsar óvættir í iðrum jarðarinnar. Dvergar urðu miklar flökkuþjóðir og fjársjóðum þeirra rænt. Viska og líftími Númena fór þverrandi, því þeir blönduðust óæðri kynstofnum manna. Þegar skugginn tók að magnast aftur komu Vitkarnir og stofnuðu Hvíta Ráðið. Hringastríðið hefst og endar með tortímingu Saurons. Aragorn sonur Araþorns er krýndur konungur Gondora, og 3. öldinni lýkur.
Þetta er aðeins yfirlit um tímatölin tvö, tenginguna á milli þeirra og nokkra merka atburði í sögum Tolkiens. Þessi grein er því meira hugsuð sem létt yfirlit og kynning á þeim frábæra heimi sem tengist ártölum og tímasetningu margra merka atburða.