Ég er að velta fyrir mér hvað skiptir máli þegar bækur og sérstaklega LotR eru kvikmyndaðar.
Margar myndir gerðar eftir bókum hafa verið mjög lauslega byggðar á þeim en samt góðar, t.d. A Clockwork Orange, The Shining og Blade Runner.
Ég er ekki að segja að það væri ásættanlegt að svona miklar breytingar yrðu gerðar á LotR fyrir kvikmynd en er ekki höfuðmálið að heildarsagan skili sér? Þótt persónum sé sleppt er mikilvægast að þær sem verði séu sannar sögunum. Og auðvitað þarf andi bókanna að skila sér. Það er ekki auðvelt að gera LotR kvikmynd og hún verður aldrei ALVEG EINS og bókin. Sjáið bara þetta debate um vængina á Balrog.
Ég ætla í minnsta ekki að gera of mikið veður þótt einhverjir hlutar bókanna hverfi í myndinni eða jafnvel persónur. Svo lengi sem mér finnst ég hafa séð LotR í bíó ekki einhverja mynd sem ber bara nafnið.
Ég treysti Peter Jackson vel í það að gera mig glaðan þegar ég fæ loksins að líta myndina augum.