Núna ætla ég að leyfa ykkur að lesa ritgerð eftir mig um Hilmir Snýr Heim ég fékk 8,5 fyrir ritgerðina:Hringadróttinssaga
3. Hilmir snýr heim

Þrjá fá kóngar Álfa í eyðskóga geim,
Sjö fá Dverga í hamravíðum sal,
Níu fá dauðlegir Menn, þá hel sækir heim,
Einn fær sjálfur Myrkradróttinn á myrkranna stól
Í því landi Mordor sem magnar skugga sveim.
Einn Hringur ræður þeim öllum, einn skal hann hina finna,
Einn skal safna öllum og um sinn fjötur spinna
Í því landi Mordor, sem magnar sveim.



Hringadróttinssaga var gefinn út á íslensku 1995 og þýddi Þorsteinn Thorararensen hana.
Höfundur bókarinnar er J.R.R Tolkien, hann fæddist 9. Janúar 1892 í Bloemfontein í Óraníu í Suður-Afríku en fjögurra ára gamall fór hann “heim til” Englands í lítið sveitaþorp með móður sinni og yngri bróður sínum. Má greinilega sjá bæði af ritum og myndverkum hver hann dáði náttúruna og sveitalífið þar. Tolkien var allnáið tengdur Íslandi og talaði hana reiprennandi og sótti mjög í Eddusmiðju. Bækurnar eru þrjár nr. 1 Föruneyti Hringsins, nr. 2 Tveggja Turna Tal og nr. 3 Hilmir snýr heim.

Aðalpersónurnar eru Fróði (hobbiti), Sómi (hobbiti), Gandalfur (vitki), Aragorn (dúndani, maður), Gimli (dvergur), Legolas (álfur), Kátur (hobbiti) og Pípinn (hobbiti). Bókin sem ég skrifa um er 3. Bindi í einni frægustu skáldsögu heims. Sagan gerist á Miðgarði (Middle-Earth) sem er annar hluti Ördu, en hinn hluti hennar er Valaland, sem hinn Eini skapaði. Þessi bók fjallar um endalok Hringsins og eyðingu myrkraveldis, meðal þess sem gerist í bókinni er orustan á Veggjavöllum (Pelennor) og berjast Fróði og Gollrir um yfirráð Hringsins. En um leið og Hringurinn hrapar í eldslogana í Hryðju (Orodruin) leysist allt veldi Saurons upp og Myrkravirki hrynur. Lesandinn ferðast með Fróða og Sóma gegnum ógnir Skellubælis og fer með Aragorni um Dauðraslóð. Í bókinni lifir lesandi sig inní þennan undraverða sagnaheim, fullan að sögum og söngvum. Upphaf sögunnar gerist í Hobbitanum, sem Tolkien skrifaði líka, þar sem Bilbó, frændi Fróða, finnur Hringinn en veit ekki hver máttur hans er fyrr en Gandalfur segir honum frá því að allur máttur Saurons hvíli í þessum hring og eina leiðin til að eyða honum er að brenna hann í Hryðju, þar sem hann var smíðaður af Sauroni. Í þessari bók fer Föruneyrtið til Mínas Tírið og þar dynur stríðið mest á. Og hér er höfðingi Nazgúlana drepinn, sagt er að Nazgúlarnir hafi verið manna kóngar sem fengu Hringana Níu. Og þegar myrkravirki féll varð Aragorn konungur yfir öllum mönnum. Og síðan en ekki síst sigldi Fróði, Bilbó, Gandalfur, Elrond og Galadríel frá Rökkurhöfnum og þá komst í ljós hver bar þriðja álfahringinn Narja en það var Gandalfur, en hina tvo báru Elrond og Galadríel, Elrond bar hringinn Vilja máttugast álfahringjana þriggja, Galadríel bar hringinn Nenja.


Mér fannst bókin mjög skemmtileg og maður lifir sig inní þennan heim sem Tolkien skapaði. Mjög vel skrifað og góður söguþráður heldur manni við bókina dögunum saman, ótrúlegt hvernig Tolkien fann öll nöfnin og álfatunguna (hann bjó til álfamál í kringum þetta). Hann nær að gera verur og umhverfið lifandi. Svo á myndin að koma út um jólin 2001 og bíða allir Tolkien aðdáendur eftir hvernig Peter Jackson tekst til með þetta erfiða verk um þessa vinsælustu skáldsögu 21. aldarinnar. Ég mæli eindregið með þessari bók sem er mjög grípandi frá byrjun og bækurnar eftir Tolkien eru skemmtilegustu bækur sem ég hef lesið.

Takk fyrir og vonandi höfðuð þið gaman af þessu.
Fëanor, Spirit of Fire.