Jæja, komið sæl öll sömul
Mig langar til að gera grein um tvær magnaðar persónur, en það er auðvitað Gandalfur okkar og Dumbledore, skólastjóra Hogwarth-skóla.
Þeir lifa á ólíkum tímum, ólíkum heimi, hlutverk þeirra eru ólík eða hvað? Útlitslega séð eru þeir auðvitað líkir. Gamlir karlar sem þekkja heiminn eins og handabökin á sér. Þeir eru auðvitað með sítt, grátt skegg og silfrað hár. Báðir eru þeir hávaxnir, en grannir. Þeir klæða sig báðir í skikkju og bera að jafnaði uppmjóan hatt. Þetta týpíska “galdrakarla útlit.”
Þeir eru svo ólíkir karakterar, en samt eru einhver líkind með þeim. Gandalfur er önugur, jafnvel leiðinlegur, en þó er einhver hluti af manni sem þykir vænt um hann.
Þessu er ekki eins farið með Dumbledore. Hann er ljúfur í samskiptum, og er manneskja sem allir elska (flestir allavega).
Gandalfur og Dumbledore eru báðir gríðarlega færir galdramenn, en þó hafa þeir lært að galdra á tvenna ólíka vegu. Dumbeldore hefur meðfæddan hæfilega til að galdra. Gandalfur er hins vegar algjör viskubrunnur og ég tel hann sækja mátt sinn þangað, í visku sína.
Ég veit ekki um ykkur, en þegar þessir menn eru ekki nálægt vinum sínum þá verð ég alltaf órólegri. Þess vegna er það svona mikill léttir þegar þeir koma aftur. (Til dæmis þegar Dumbledore kom í ráðuneytið og Gandafur kom aftur sem Gandalfur hvíti)
Þessar tvær persónur eru í raun líkindin með sögunum tveimur, Hringadróttinsögu og Harry Potter sögunum. Þegar eitthvað bjátar á, eigum við að geta treyst á þá, þeir eru bjargvættir vina sinna. Einnig er áhugavert að skoða þau öfl sem þessir “menn” berjast gegn, Sauron annars vegar og Voldemort hins vegar. Þeir eru í raun lykilinn að velgengni í baráttunni gegn því illa.
Eins og ég segi, þó heimar þeirra séu ólíkir eiga þeir svo margt sameiginlegt. Þeir gegna í raun sama hlutverki í sinni sögunni hvor. En ég get hins vegar ekki gert upp á milli hvorn ég kann betur við. Þeir eru svofrábærir á sinn hátt.
Heimarnir þeirra eru ekki tengdir á nokkurn hátt (fyrir utan þá) að mínu mati. Samt er gaman að segja frá því að í einni Harry Potter myndinni á að vera mynd af Gandalfi upp á vegg hjá Gandalfi. Sem mér finnst í raun nokkuð töff. Það er töff því þá hefur einhver ímyndað sér að Hringadróttinssaga sé einskona forsaga HP, en ég ætla ekki að fullyrða það.
Alla vega trúi ég að Rowling hafi fært Dumbledore inn í Harry Potter og lagað hann örlítið betur til fyrir sína sögu, t.d. skapgerð o.þ.h. því þeir eru, jú, ótrúlega líkir ef tekið er tillit til hvað sögurnar eru í raun ólíkar.
Takk fyrir mig.