Latex tók sér lyklaborð í hönd og setti Queen-lög á winamp. Einnig tók hann sér ritverk í hönd sem hann hafði ekki blaðað í gegnum í hartnær mánuð. Þetta var ritverkið Silmerillinn. Einnig ákveður hann að taka Hringadróttinssögu fram. Latex hafði ákveðið að skrifa grein, góða grein. Nú ætlar hann að skýra okkur frá landinu Róhan í smáatriðum.
Róhan var stórt sléttlendi að mestu leyti. Landamæri þess til norðurs mörkuðust af jaðri Fangorn-skógs, Ísarngerði og Ísarnfljóti til vesturs, Entvötnum til austurs og Hvítufjöllum til suðurs. Handan þeirra var konungsríkið Gondor. Róhan skiptist í Austfold og Vestfold. Einnig tel ég Anor sléttuna tilheyra þeim að einhverju leyti, en þó er ég ekki alveg viss.
Róhansmenn voru af kyni Birninga, sem voru rétt hjá Dal og fjallinu eina. Nú verður greint í stuttu máli frá sögu Róhana; Gondorar höfðu verið í stríði og lent í bölvuðum vandræðum. Þeir sendu kall til allra bandamanna sinna, jafnvel þó vonin um hjálp væri ekki sérlega mikil. Þó var þó nokkur hópur sem aðstoðaði bandamenn sína. Þetta voru Birningar undir stjórn Jarls hins Unga, en Jarl og hans menn tryggðu Gondorum sigur í erfiðri stöðu. Jarl og hans menn fengu svo landið norðan við Gondor, ásamt því hétu þjóðirnar miklum tryggðarböndum sín á milli. En ég ætla ekki að fjalla meira um það hér.
Eftir landgiftina frá Gondorum sóttu Jarl og hans menn fjölskyldurnar sínar og hófu byggð á Róhanslandi, en það var landið nefnt. Einnig ber nafnið önnur nöfn, s.s. Reiðmörk, Mörkin og fleiri. Þess má geta að þegar Gondorar gáfu Jarli landið, settu þeir þau skilyrði að Ísarngerði yrði áfram eign Gondormanna, en Róhansmenn mundu fá Hjálmsdýpi.
Í Róhan býr fólk sem verður að teljast mjög líkt víkingum. Þetta voru menn ljósir á hár, hávaxnir og sterklegir. Þeir voru kaldir í samskiptum við ókunnuga og var sjaldnast öðrum en Gondorum hleypt inn í höll þeirra, Gullinþekju. Fáir Róhanar töluðu samstunguna, en þeir töluðu mál sem er ekki svo ólíkt norrænum málum.
Öll menning Róhana byggist á ást þeirra á hestum. Þeir meta þá mikils og líta á þá sem sína bestu vini. Eins og ég sagði, byggir menning þeirra að miklu leyti að hestum, en allur útskurður í hlutum sem þeir smíðuðu voru hestar eða annað tengt þeim. Jafnvel vígbúnaðurinn þeirra var með hestum, s.b. Jómar, en hann var með hrossatagl ofan á hjálmi sínum, og einkenndi það hann í orustum, hvíta hárið blaktandi. Róhanar gengu jafnvel svo langt að setja hest í þjóðfána sinn, sem var grænn með hvítum hesti.
Róhansmenn voru öllu jafna bændur og höfðu ekki atvinnuher, að lífvörðum konungs undanskildum. Þetta er enn eitt dæmið um líkindi þeirra við víkingana. Í Róhan bjuggu samt sem áður bestu hestamenn Miðgarðs, mun betri en allir atvinnuhermenn.
Róhanar eru ekki einungis þekktir fyrir reiðmennsku, heldur hesta sína. Hestarnir eru jafnan taldir þeir bestu á Miðgarði, en Gandalfur situr einmitt á hesti frá Róhan, einum af svokölluðum Mörum, sem eru taldir guðir fremur en hestar. Einnig Rændi Sauron nokkrum hestum af Róhönum og á þeim sitja Svörtu Riddararnir.
Höfuðborg Róhana er Edóras. Þar situr konungur þjóðarinnar í höll sinni, Gullinþekju, Medsúeld. Öll húsin þar eru byggð úr tré, meira að segja varnarvirki borgarinnar. Höllin er engin undantekning og á henni er hálmur. Þegar sólin skín á hálminn lítur hann út eins og gull og þaðan er nafnið fengið. Helsta vígi Róhana er samt sem áður Hjálmsdýpi, sem er steinvirki sem Gondorar byggðu á sínum tíma. Trú manna var að þeir hefðu notað til þess tröll.
Landiðsvæðið sjálft er talið besta beitiland hesta á öllum Miðarði, og er það ein ástæðna fyrir því að Róhansmenn fengu þetta land að gjöf. Þar eru góðir hagar og því mjög hentugt fyrir Róhansmenn að vera með hross sín þar. Einnig hentar landið vel til að fela sig, en þar eru t.d. Glithellarnir og Dunhörgur.
Ég ætla ekki í sögu landsins, a.m.k. ekki núna. En ég ætla hins vegar að sýna ykkur alla konunga landsins.
Fyrsti ættarboginn
1.Jarl hinn Ungi
2. Breki Hallarsmiður
3. aldur hinn Aldni
4. Frjár
5. Frjávin
6. Gullvin
7. Dýri
8. Gramur
9. Hjálmur Hamarshönd
Annar ættarboginn
10. Frjáleifur Hildarson
11. Brettingur
12. Valdi
13. Fólki
14. Fólkvin
15. Fengill
16. Þengill
17. Þjóðan
Þriðji ættarboginn
18. Jómar “Játugi”
—
Ég vona að þið hafið haft gaman að lesa þetta.