Galdrar á Miðgarði. Það er frekar lítið talað um þetta fyrirbæri í bókunum og aðeins fáir nota þetta opinskátt. Tolkien hefur líklegast ákveðið að hafa þetta þannig, þar sem hann hefur talið galdra sem yfirnáttúrulega hluti og ef allir eru að kasta göldrum hér og þar, væru þeir ekkert það yfirnáttúrulegir.
Tolkien sjálfur sagði frá 2 tegundum galdra. “Góðir” og “Vondir” galdrar. Hinsvegar var það ekki þannig að aðeins góðir notuðu góða galdra og vondir vonda galdra. Báðar hliðar gátu notað báðar gerðir af göldrum.
Góðir galdrar voru notaðir til þess að skapa eða viðhalda fegurð (bein þýðing), sem er þá líklegast einhver skonar galdra skildir utan um hluti/fólk og lækningargaldrar.
Vondir galdrar hinsvegar, voru notaðir til blekkinga eða til þess að stjórna hugum annarra.
En eins og við vitum, notaði t.d. Gandalf eld galdra, sem falla í raun undir hvorugan hópinn. Svo að það voru aðrir “hópar” af göldrum líklegast eða bara víðari merking á þessum fyrstu 2.
Kynstofnarnir sem gátu notað galdra voru Álfar og Maiar, ásamt Völum auðvitað (kem að Völum og Maium betur eftir smá stund). Aragorn var undantekning þar sem hann hafði lækningarmátt, en hann var hinsvegar tengdur bæði álfum og maium.
Vitkarnir eru líklegast þær persónur sem flestir sjá sem galdrakarla. Enda gátu þeir allir galdrað. Hinsvegar áttu þeir að “fela” mátt sinn og ekki sýna öllum hann. Dæmi um þegar þeir nota mátt sinn er t.d. þegar Gandalf skapar eld og heldur dyrunum inn í gröf Balin's þegar Balrogginn gerir áras lokuðum.
Vitkarnir gátu notað þessa galdra þegar þeir voru í mannlegu gervi.
Valar og Maiar eru ekki taldir með í þennan pakka af “kynstofnum” sem gátu galdrað. Þeirra “galdrar” eru oftast taldir sem “Heilagur Kraftur” (Divine Power). En eins og ég minntist á áðan, notuðu Vitkarnir (sem voru Maiar í mannlegu gervi) galdra.
Engir aðrir kynstofnar á Miðgarði virðast geta notað galdra. Ein önnur undantekning (fyrir utan Aragorn) er Elros, bróðir Elrond sem var hálfur álfur og tengdist því inn í álfakynstofninn.
Eina leiðin fyrir hina dauðlegu kynstofna til að nota galdra, var með því að hafa einn af hringunum 17(9+3+7, tek ekki Hringin Eina með). T.d. var talað um að áður en að konungarnir 9 urðu að vomum (var það ekki orðið?) þá hefðu þeir orðið kröftugri en áður og urðir valdamiklir bardagamenn og seiðkarlar.
Önnur tegund af “göldrum” er til á miðgarði. Svokölluð “fræði” (Lore), sem var notuð í það t.d. að smíða sverð, Palantírana, Hringana og dyrnar að Moría.
Galdrar voru framkallaðir með orðum sem sést á mörgum dæmum í bókunum.
Tolkien sjálfur fannst orð mjög merkileg, honum fannst þau nánast eins og galdrar (í alvöru heiminum það er), t.d. ef einhver segir orð við þig, þá tengirðu það oftast við eitthvað sem þú þekkir eða veist. Og hans hugmynd af göldrum var sú sama, að blekkja hugann og gera svo eitthvað raunverulegt.
Takk fyrir mig og vonandi líkar ykkur vel við þetta.
Fëanor, Spirit of Fire.