
Halbarad var Rekki sem gætti landamæra Héraðs. Hann var næstráðandi yfir Rekkunum á eftir Aragorni.
Það eina sem er vitað um ferðir Halbarads er það þegar hann leiddi “Gráa förunetið” sem samanstóð af 30 Rekkum og þeim bræðrum Elladan og Elrohir. Föruneytið hitti Aragron í mars árð 3019 og Halbarad færði Aragroni fána sem Arven hafði saumað fyrir Aragorn. Síðan fóru Halbaras og menn hans ásamt Legolasi, Gimla, Elladan og Elrohir með Aragroni inná Dauðraslóðir.
Eftir þá hryllilegu ferð þá fóru Halbarad og allir hinir upp að Erech steini og þar svóru hinir dauðu að þeir myndu berjast með konungi Gondors. Þá fór allur skarinn að Konungshöfnum(Pelagrir) og þar náðu þeir með aðstoð Dauðrahersins skipum Umbranna. Þar leysti Aragorn hina dauðu af álögunum sem Isildur hafði sett á þá. Athugið að Dauðraherinn fór aldrei inná Pelennor eins og þeir gerðu í myndunum heldur komu 2000 menn frá Ljósubygð í staðinn.
Í orrustunni á Veggjavöllum(Pelannor) bar Halbarad fánan sem Arven hafði saumað en hann var drepinn í orstunni og hann sá aldrei Aragorn verða að konungi Gondors.
Ekki er vitað neitt annað um Halbarad nema þetta. Það er ekki vitað neitt um ætt hans nema það að hann gat rakið sig aftur til Elendils eins og allir Rekkar raunar gátu.
Heimildir: http://www.tuckborough.net/