Ég ætla gera greina-syrpu um nokkra Vala sem eru fyrirferðarmiklir í Silmerlinum. Ég byrja á Túlkasi.
Túlkas er kröftugastur og vaskastur af Völum. Honum hlotnaðist síðar viðurnefnið Astaldó, sem merkir hinn Hugprúði.
Túlkas kom síðastur Vala til Ördu, en hann kom til að veita Völum liðsinni í fyrstu orrustunum við Melkor.
Túlkas er mikill garpur og nýtur þess að reyna á krafta sína, ýmist með glímu, bardaga eða hlaupum, en hann þarf engan reiðskjóta því hann hleypur hraðar en nokkur önnur vera,
Hárið og skeggið hans er ekki ósvipað sveipuðu gulli, en húðlitturinn er blóðrauður. Túlkas hirðir lítt um framtíð og fortíð, en er mjög góður vinur.
Kona Túlkasar er Nessa, en hún er systir Ormars.
Túlkas og Ormar eru ekki beint líkir, en Túlkas hlær við hverri þraut og ógn en Ormar beitir skapofsa.
Túlkas kom til Ördu til aðstoða Vala gegn Melkori, en svo ákvað hann að verða ávalt kyrr meðal hinna Valanna.
Frægt er hvernig Túlkas kom hlæjandi í bardagan og hló uppí í opið geðið á sjálfum Melkori. Melkori neyddist til að flýja undan glymjandi hlátri og æði Túlkasar. Eftir þetta hataði Melkor Túlkas að eilífu.
Eftir bardagann var efnt til veislu, þar sem Túlkas giftist Nessu. En Melkor notaði tækifærið þegar Túlkas sofnaði og stofnaði virkið Útúmnó.
Þegar Valar áttuðu sig á þessu greiddi Melkor fyrsta höggið, en Túlkas reyndi að ná Melkori en vað of seinn.
Áfram hélt Melkor að safna her, en Ormar og Javanna fræddu hina Valana um ástandið, en Melkor ætlaði að tortíma álfum.
Túlkas sagði þá þá orðrétt: “Nei! Látum ekki slíkt viðgangar. Leggjum þegar út í stríð! Höfum við ekki setið nógu lengi aðgerðarlausir og safnað kröftum? Á þessi eini illvirki alltaf að geta staðið í vegi fyrir okkur hinum um alla framtíð?”
Úr varð að Valar réðust á Útúmnó, og glímdi Túlkas þar við Melkor að lokum, og skellti honum. Þar var Melkor fjötraður.
Þegar Melkor hafði verið fangaður var ákveðið að leyfa honum að ganga frjálsum um Valinor(því hann þóttist iðrast gjörða sinna), en Túlkas treysti aldrei þeirri ákvörðun og kreppti ávalt hnefana þegar Melkor gékk framhjá, því þótt Túlkas væri seinn til reiði, var hann líka seinn að gleyma.
Þegar Fjanor tók að ókyrra álfana á Valalandi, komst Túlkas að því að uppreisn Fjanors væri einnig af völdum Melkors.
Og þegar Fjanor var leiddur fyrir dómshringinn fór Túlkas að leita Melkors.
Valar fréttu svo af því að Melkor hafði farið á fund Fjanors og´fóru Ormar og Túlkas þá strax af stað til að handtaka Melkor. Þeir leituðu þó án árangur því Melkor komst á brott.
Melkor snéri samt aftur og fékk Ungolíant til að eyðileggja trén tvö, en valar hófu eftirför, en jörðin nötraði undan Túlkasi og ormari, en þeir festust í dimmum vefum Ungolíantar.
Upp frá þessu hefur Túlkas nánast ekki linnt látunum í leit sinni að Melkor.
(A.t.h. þetta er ef til vill ekki mjög nákvæmt en þetta var allt sem ég fann um kappan í Silmerlinum - er að bíða eftir HOME bókunum mínum (fæ þær vonandi næsta sumar))