Jæja þá er maður byrjaður að skrifa aftur. Langt síðan síðast, hér kemur þetta.
Ungoliant var stór könunguló sem miklar deilur eru um. Aðallega er deilt um hvaðan hún kom og hvað hún var, en það veit enginn. Álfarnir segja að hún hafi komið frá Ëä(Já-inu) og hún hafi orðið heltekinn af illsku Melkors. Aðrir segja að hún hafi verið Mai eða einhverskonar andi sem hafi tekið á sig mynd köngulóar.
Fyrst varð vart við hana í Avathar sem var sunnarlega í Valinor, fyrir utan fjöllin sem girtu landið af. Þangað kom Melkor og bað hana um að drepa trén tvö fyrir demanta sem hún gæti borðað og seðjað með þeim botnlaust hungur sitt.
Þar sem hún var gráðug sagði hún já.Þau fóru um Valinor án þess að sjást því að mikil veisla var í Valinor og Ungoliant vafði þykka og dimma vefi svo að þau urðu næstum ósýnileg í myrkrinu. Þegar þau komu að trjánum drakk Ungoliant lífskraftin úr þeim og við það stækkaði hún mjög svo að Melkor sjálfur varð smeykur.
Eftir þetta flúðu þau að Formenost þar sem Finwë bjó. Melkor drap hann og tók þaðan mikið af gimsteinum fyrir Ungoliant og Silmerlana fyrir sjálfan sig.
Þegar þau voru farin frá Valinor og komin í Drengist fjörð á Belelandi, þá bað Ungoliant Melkor um að efna loforð sitt og láta hana fá gimsteinana. Melkor gaf henni alla gimsteinana sem hann hafði tekið fyrir utan Silmerlana. Við það varð hún ennþá stærri og hún skipaði Melkori að gefa sér Silmerlana sem hún girntist mjög. Þegar hann neitaði spann hún vef um þau og ætlaði að drepa hann en þá öskraði Melkor hræðilegu öskri og balroggarnir sem höfðu beðið í myrkum stöðum og beðið eftir endurkomu Melkors komu og tættu í sundur vefi Ungoliantar með eldsvipum sínum.
Eftir það flúði hún til Ered Gorgoroth þar sem margar minni köngulær bjuggu, og þar eignaðist hún mörg afkvæmi þar á meðal Skellu sem við þekkjum öll.
Að lokum dó hún einhverntíma á fyrstu öld. Hvar er ekki vitað né nákvæmlega hvenær.