Nú er ég að detta í greina-gírinn, og Tolkien maskínan, latex, kominn í gang. Allt sem þurfti var Pepsi og Bubbi :), gerist varla betra.
Nú ætti ég að hafa tíma til að sinna áhugamálinu eins og ég vildi, enda stundartaflan mín einkar heppileg til greinaskrifta.
En ég er semsagt farinn að beita mér aftur 100%, en sumarið hefur verið mjög erfitt, tímalega og líkamlega, vegna anna í vinnu.
En þá ætla ég að fara byrja þetta.
Glorfindel er án nokkurs efa ein mest spennandi karakter í verkum Tolkien. Hann er í senn dularfullur en er þó tiltækur þegar neyðin er stærst. Ég ætla mér að skoða þennan merkilega álf aðeins betur og leifa ykkur að fara með mér í þá ferð.
Fátt er vitað um Glorfindel fram að komu hans til Gondólín, en þar var hann einmitt mikill herforingji. Ég tel að Glorfidel hafi verið eldar álfur þó engar skýrar heimildir séu til um það.
Þegar herir Morgots höfðu sigrað Gondólín fór Glorfindel fyrir þeim sem komust af, ásamt Túori, en í Arnarskarði var setið fyrir þeim af orkum og Balrogga.
Glorfindel barðist við Balroggann og fórnaði sér hetjulega og margir sagnabálkar, vísur og ljóð hafa verið kveðin um það efni.
Bæði Balroggurinn og Glorfindel hröpuðu niður í hyldýpi í Arnarskarðs, en Þorundur arnarhöfðingji bar lík Glorfindels upp úr hyldýpinu og var að svo búnu hlaðinn haugur yfir hinn mikla bardagakappa.
En eins og margir vita fóru álfar til sala Mandosar, og í raun var bannað fyrir álfa að snúa aftur, og því varð raunin sú að Glorfindel dvaldist í Valinor (Ódainslöndum) og jafnvel er talið að þar hafi hann vingast við Maya-andann Olorin (Mithrandir – Gandalf).
Glorfindel fékk þó undantekningu á því að mega ekki fara aftur til Miðgarðs, því hann hefur líklegast verið sendur til að hjálpa Gil-Galað í stríðinu gegn Sauroni.
Það er jafnvel talið að Glorfindel hafi komið aftur um 1600 á Annari öld, sem er talsvert fyrr en fyrsta stríðið gegn Sauroni.
Þetta var ekki eina stríðið sem Glorfindel barðist í eftir endurkomuna, enda talinn einn mesti stríðsgarpur álfa, en hann barðist líka í hersveit sem send var til hjálpar Arnor, sem barðist við Nornakonunginn og veldi hans.
Þar var var Herforingji Gondormanna niðurlægður en Glorfindell náði að reka Nornakonunginn í burtu áður en verr fór.
Í Hringastríðinu var Glorfindel einn fárra sem mætt gat Nasgúlum Mordorveldis, öllum saman jafnvel.
Hann var því sendur á “Veginn” af Elrond, sem kom sér vel fyrir Fróða, Sóma, Aragorn og félaga, því Fróði var stunginn af Morgul-blaði (eins og flestir vita) og Glorfindel lét Fróða hafa sinn snjóhvíta hest, og sendi til Rofadals. Það leiðréttist því hér meðal aðdáenda myndanna að Lafði Arven bjargaði ekki fróða, heldur var það Glorfindel og fákur hans.
Glorfindel sat ráðstefnu Elronds, en hann var andvígur þeirri hugmynd að senda hringinn til Tuma Bumbalda
Að mínu mati hefði Glorfindel átt að vera í Föruneytinu, en Meistari Elrond hlýtur að hafa góða ástæðu gegn því :)
Merkilegt er að Glorfindel spáði því að Stuttlungur og Kona myndu bana Nornakonunginum.
Það er í raun margt sem bendir til þess að Glorfindel hafi verið mun öflugri en við sjáum í sögunum.
Nóg er að líta á hversu mikið Nasgúlarnir óttuðust hann.
Lítið er vitað um Glorfindel í Hringastríðinu, en vitað er að hann kom í brúðkaup Arvenar og Aragorns í Mínas Tírirð.
Talið er að Glorfindel hafi svo farið fljótlega aftur til Valinor, en kannski fór hann með síðasta skipinu.
Margt líkt með þeim Gandalfi, báðir féllu í hyldýpi eftir bardaga við Balrogga, eftir að hafa reynt að koma sínu fólki heilu og höldnu í burtu.
Þeir snúa einnig báðir aftur, jafnvel voldugri en áður, en það sem mér finnst merkilegast er þau áhrif sem þeir hafa á menn sína, þeir ná að vekja upp von. Þetta segir mér að þeir hafi tengst á einhvern dularfullan hátt.