John Ronald Reuel Tolkien
Hér er grein sem ég skrifaði fyrir nokkru.
Skrifaði hana á einum degi svo að þið skuluð afsaka.



John Ronald Reuel Tolkien

Inngangur

John Ronald Reuel Tolkien eða J.R.R Tolkien var prófessor í enskri tungu við Oxford háskóla og hafði mestan áhuga á “Old-English” og “Middle-English”.
Hann skrifaði einnig mikið af bókum og þar á meðal eru frægastar The Hobbit(Hobbitinn) og Lord of the Rings(Hringadróttinssaga).
Næstum allar bækur hans gerast í Middle-Earth(Miðgarði), heimi sem hann skapaði og stækkaði allt sitt líf.
Þar skapaði hann mörg tungumál en aðal málin eru álfamálin Sindarin og Quenya en úr þeim þróuðust fleiri tungumál í Tolkien heiminum.
Þetta eru vel vönduð tungumál sem er engin furða þar sem að Tolkien var vægast sagt snillingur í tungumálum.

"[These were] no arbitrary gibberish but really possible tongues with consistent roots, sound laws, and inflexions, into which he poured all his imaginative and philological powers…"

Þessi stóri og vel vandaði heimur gerði bækur hans mjög merkilegar, enda voru þær, þó sérstaklega Lord of the Rings mjög vinsælar.
Lord of the Rings var viðurkennd sem besta bók 20. Aldarinnar árið 1997 af fólki Englands.
Áhugi minn fyrir Tolkien byrjaði þegar ég las teiknimyndasöguútgáfu af Lord of the Rings þegar ég var mjög lítill.
Ég hef síðan þá lesið nokkur verk hans, öll um Middle-Earth.
Þau eru: The Hobbit(Hobbitinn), Lord of the Rings(Hringadróttinssaga) og the Silmarillion(Silmerillinn).











Meginmál



J.R.R Tolkien var fæddur árið 1892 í Bloemfontein, stað sem í dag er Suður-Afríka. Foreldrar hans voru; faðir hans, Arthur Reuel Tolkien, bankamaður og móðir hans, Mabel Tolkien. Hann átti aðeins eitt systkini sem var bróðir hans, Hillary Arthur Reuel Tolkien.
Þegar J.R.R Tolkien var þriggja ára gamall fór hann í ferð til Englands til að heimsækja fjölskyldu sína þar með móður sinni og bróður.
Í þeirri ferð deyr faðir hans, Arthur Reuel Tolkien úr heilablóðfalli þann 15. Febrúar 1896.
Þá flytja J.R.R Tolkien, bróðir hans og móðir til Englands og búa hjá foreldrum Mabel(móður J.R.R Tolkien) í einhvern tíma í Birmingham.
Eftir það ferðast þau mikið. Þau fara til Sarehole, síðan til Worcestershire en setjast loksins að í Birmingham.

Hann fékk mikið af hugmyndum á stöðunum sem hann ferðaðist á, meðal annars fékk hann hugmynd frá bóndabæ frænku sinnar, Bag End. Stóru, myrku turnarnir í Lord of the Rings koma frá turnum í Birmingham. Tolkien sá risa könguló í Suður-Afríku og þaðan kom hugmyndin um köngulærnar í Hobbitanum, Forn-Köngulóna Ungólíant úr Silmerilnum og dóttir hennar, Skella í LotR.

Í Birmingham fer Tolkien í King Edward VI School og síðan fer hann í ST. Philips School. Þegar hann er lítill kennir móðir hans, Mabel, honum tungumál eins og Latínu og ensku vel svo að hann er orðinn fluglæs 4 ára, í skóla eru tungumál hans uppáhalds fag.
Mabel Tolkien deyr árið 1904 úr sykursýki og skilur eftir syni sína tvo, J.R.R Tolkien og bróður hans Hillary Arthur Reuel Tolkien eftir sem munaðarleysingja.
Eftir það er hann alinn upp af Francis Xavier Morgan, presti í Birmingham.

Árið 1914 hittir hann Edith Bratt og giftist henni 2 árum seinna. Hún verður eiginkona hans til 57 ára, eða þangað til hún deyr.



Stríðið

Árið 1915 fer hann í herinn og berst í fyrri heimstyrjöldini.
Þar starfaði hann sem Yfir-Lautenant í 11. Herdeild í “The Lancashire Fusiliers”. Það var einmitt þá sem hann byrjaði að búa til Middle-Earth í stílabók sem hann var með í stríðinu.
Þar eru áhrifavaldar eins og áður en það er talið að hann hafi verið að skrifa myrku kaflana í byrjun(1. Öld(LotR gerist á 4.)) Middle-Earth í bardaganum um Jótland.
Hann fékk “Trench Fewer” eða Skotgrafarsótt sem var algengur sjúkdómur meðal hermanna í fyrri heimstyrjöldini sem barst með lús.
Hann veiktist 27 október og fór heim til Englands 8 nóvember.
Á meðan hann jafnaði sig í kofa í Englandi og þróaði álfatungumálin sín, hann bjó meira að segja til málfræði fyrir þau.
Hann byrjaði einnig sköpun á Middle-Earth betur.



Menntun og störf

Hann gekk í Exeter-háskólann í Oxford og las þar fornbókmenntir, engilsaxneska, germansk, velska og finnska málfræði.
Ekki gekk honum nægilega vel í fornbókmenntunum þannig að hann ákvað að einbeita sér að málfræðinni.
Hann útskrifaðist með B.A gráðu árið 1915 þaðan.
Fyrsta starf hans eftir stríðið var hann aðstoðarmaður við að búa til Enskuorðabók Oxford (Oxford English Dictionary) frá 1918-1920.
Árið 1919 tók hann M.A. próf við Oxford. Árið 1920 fór hann í vinnu við háskólan í Leeds sem aðstoðarprófessor og kennari í ensku.
Hann fór aftur til Oxford í Merton háskólann árið 1925 og varð þar prófessor í engilsaxnesku, enskri tungu og enskum bókmenntum.


Bækurnar

Fyrsta bókin sem hann gaf út kom út árið 1925 var Sir Gawain and the Green Knight en það er saga frá 14. öld sem Tolkien endurskrifaði og gaf út.
Einn daginn þegar hann var að farast úr leiðindum tók hann upp blað og skrifaði: “In a hole in the ground, there is a hobbit”.
Uppúr þessu fór hann að pæla í þessum hobbita, hvað hann er o.s.frv. og útur því fór hann að spinna upp sögu fyrir börnin sín fyrir svefninn.
Hann skrifaði hana niður á endanum og hún var gefin út árið 1937 og náði miklum vinsældum.
Hún var barnabók en var samt vinsæl meðal ungra og aldna.
Hann hafði alltaf haldið áfram að skapa Middle-Earth og var alltaf að fullkomna hann.
Hann ætlaði að gefa út bók um sögu heimsins en útgefendurnir höfðu ekki mikinn áhuga, heldur sóttust þeir eftir annari bók eins og Hobbitanum. Hann byrjaði að vinna að Lord of the Rings en það tók hann 14 ár að skrifa hana(LotR). Hún byrjaði þegar hann sendi litla bita af henni til barna sinna í bréfum.
Fyrsta bókin, Fellowship of the Ring kom út árið 1954 með gífurlegum vinsældum og næstu tveir kaflar sögunar, the Two Towers og Return of the King fóru sömu leið.
Þær hafa selst í langt yfir 200 milljón eintökum á yfir 40 málum sem gerir þær með hæstseldu bókum allra tíma.

Silmerillinn er forsaga Lord of the Rings og The Hobbit.
Silmerillinn er mín uppáhalds bók af bókum hans, það er svo mikið útskýrt, það er farið í allt mikið dýpra en í hinum bókunum.
Það er útskýrt Eru, Alfaðir eða á álfamáli Illúvatar skapar heiminn og lætur Ainúe, 2 æðstu verur heimsins sem skiptast í Vala(guði) og Maia(lægri setta guði) móta hann með söng. Þar fer strax 1 Vala, Melkor eða Morgoth í uppreisn og vill syngja öðruvísi.
Morgoth er í stríði við hina guðina í gegnum alla 1. öld Arda þangað til allir herir Álfa og Vala fara upp á móti honum og á móti ofurefli myrkravirki hans og senda hann útí tómið.
Silmerillinn er einnig um konungsfjöldskyldu álfa á fyrstu öld sem samanstendur af upprunalegu álfunum og afkomendum þeirra.
Hún er mikið um Feanor, sem talinn var hæfileikaríkastur af öllum álfum. Melkor fór með fornköngúlónni Ungólíant og eyðileggur 2 tré sem sjá fyrir ljósi og orku í Arda. Þá býr Feanor sem er mjög, mjög hæfileikaríkur álfur til Silmeralana, þrjá fullkomna gimsteina.
Þeir sjá fyrir ljósi og orku fyrir Arda eftir það en þá kemur Melkor og stelur þeim af honum og notar þá sjálfur.
Það fellur myrkur yfir Valinor(landið þar sem Valar búa og margir álfar fóru til og Frodo fer þangað í endan á LotR).
Feanor fer með stórt herlið af álfum yfir úr Valinor til að leita hefnda.
Þetta heldur áfram endalaust og það eru margir bardagar þangað til Melkor er fangaður en hann platar Feanor í það að leysa sig.
Hann nær upp þvílíkur valdi í Austrinu, þar sem LotR gerist og fyrir ofan það, og hann safnar saman hernum sínum aftur.
Hann fær alla Maia sem voru í þjónustu hans áður, þar á meðal Sauron, sem tekur við starfi hans sem myrkradróttinn seinna.
Það endar á því að allir Vala og álfar senda alla heri sína á eftir honum, fanga hann og senda hann inní tómið þar sem hann á eftir að dúsa að eylífu.
Í fyrstu útgáfu af Silmerilinum sem Tolkien hafði skrifað hjá sér þá kom heimsendir, mörgum öldum eftir sögurnar.
Þar vaknar Melkor til lífs og rústar eins miklu og hann getur í heiminum. Það endar á því að Túrin Túrambar, persóna úr Silmerilinum, drepur hann.



Ég væri til í mest af öllu að Silmerillinn væri kvikmyndaður.
Það myndi þurfa að skipta því í nokkuð margar myndir, hún þyrfti að kosta virkilega mikinn pening og það þyrfti einhver verulega góður, eins og Peter Jackson sem kvikmyndaði LotR að gera hana.

Tolkien settist í helgan stein árið 1969 flutti hann með eiginkonu sinni, Edith til Bournemouth frá Oxford og bjó þar þangað til Edith lést, 22. nóvember árið 1971.
Eftir það flutti hann til Oxford þar sem honum líkaði best við sig.
Hann lést, þann 2. september 1973.




Heimildaskrá


http://www.wikipedia.org
http://www.tolkiensociety.org
http://www.imdb.com
http://www.lordotrings.com