Í þessari grein ætla ég að fjalla um Tuor son Huors.
Heimildir eru allar úr Unfinished Tales og Silmerilnum.
Ég ætla a nota ensk nöfn vegna þess að mér finnst þau betri en íslensk nöfn verða í sviga fyrir aftan, ef nöfnin eru ólík.
Og þá byrjum við.
Tuor var sonur Huors og Rían(Ríönnu). Þau bjuggu í Dor-Lómin, þangað til Nirnaeth Arnoediad(Þúsundtáraorrustan) byrjaði. Þegar Huor fór í stríðið varð Rían bráðlega áhyggjufull, vegna þess að hún fékk engar fréttir af orrustunni. Hún ráfaði um óbyggðirnar, og hún hefði orðið úti ef Grá-álfarnir hefðu ekki komið henni til hjálpar.
Þeir dvöldu í Mithrimfjöllum, og þar fæddi Rían Tuor. En svo frétti Rían af dauða Huors, og hún varð frá sér numinn af sorg, og hún fór frá álfunum út á Anfauglith(Kæfisanda) og lagðist þar niður og dó.
En álfarnir ólu Tuor upp, og hann varð sterkur og gáfaður og hann varð hæfileikaríkur, alveg eins og faðir hans var.
En þegar árin liðu varð lífið alltaf erfiðara fyrir áfanna. Morgoth sendi austlingana til Hithlum, og þeir hötuðu álfana og allt fólk sem bjó þarna tóku þeir til fanga eða drápu.
Þá fór Annael foringi álfanna, með fólk sitt til Androth hella, og þar lifðu álfarnir erfiðu og hættulegu lífi, þanngað til Turin var 16 ára. Þá gat hann beitt vopnum og hann vildi ráðast gegn Austlingunum og orkunum. En Annael bannaði honum það, vegna þess að hann vildi leynast, og fara leynileiðir að The Gate of the Noldor sem liggur að Nevrast(Handanströndum.)
Svo kom það til, að einn daginn yfirgáfu álfarnir Androth hella og Tuor fór með þeim.
En óvinir álfanna voru stöðugt að ráfa í kringum heimili þeirra, og þeir urðu strax varir við göngu þeirra. Álfarnir höfðu ekki farið langt niður á sléttuna þegar mikill herskari Orka og Austlinga tók á móti þeim. Álfarnir flýðu út um allt, en Tuor flýði ekki. Hjarta hans brann, og hann stóð einn og drap marga Austlinga með exi sinni. En að lokum tókst þeim að yfirbuga hann, og þeir leiddu hann fyrir Lorgan, höfðingja Austlinga sem réði yfir Dor-Lómin sem lénsmaður Morgoths.
Tuor varð þræll Lorgans, og líf hans var erfitt en Lorgan naut þess að fara illa með hann. Vegna þess að hann var afkomandi fyrrum höfðingja Dor-Lómin.
En þegar Tuor var búinn að vera þrjú ár í þrældómi, þá sá hann loksins tækifæri til að sleppa. Hann var sendur útí skóg með öðrum þrælum, en þar sem Tuor var stærri og fljótari heldur en verðirnir þá hljóp hann í burtu. Austlingarnir eltu hann með veiðihundum og hundarnir náðu honum. En þar sem Tuor hafði verið vinur hundanna þá flöðruðu þeir upp um hann, og hann sendi þá aftur heim til sín.
Tuor flýði til Androth hella. Í fjögur ár var hann útlagi, og Austlingarnir voru hræddir við hann og þeir settu mikið fé til höfuðs honum. En þeir þorðu ekki að koma að hellunum, vegna þess að þeir hræddust álfanna sem þar bjuggu og þeir héldu að þeir væru þar ennþá.
Á þessum tíma þá leitaði Tuor mikið af The Gate of the Noldor sem Annael hafði talað um. En hann fann það aldrei, vegna þess að hann vissi ekki hvar hann ætti að leita, og þeir fáu álfar sem enn dvöldu í fjöllunum höfðu ekki heyrt um það.
En einn daginn 23. árum eftir Þúsundtáraorrustuna, sýndi Ulmo(Ylmir) mátt sinn. Tuor sat við hellismunann í helli sem hann var staddur í og það rann lítill lækur framhjá honum. Og Tuor varð óþolinmóður, og hann vildi fara strax í burt, en hann vissi ekki hvar hliðið var. Þá tók hann upp hörpu sína og hann spilaði og söng álfasöngva. Og á meðan hann söng fann hann að hann varð blautur í fæturna. Lækurinn sem var lítill var nú orðinn stór og vatnsmikill og hann rann niður hlíðina. Tuor leit á þetta sem tákn og hann elti lækinn í vestur í þrjá daga. Þar til að hann sá í fjarska Ered-Lómin(Bergmálsfjöll) sem afmörkuðu vesturströndina, en svona langt hafði Tuor aldrei farið í ferðum sínum.
En á þriðja degi kom Tuor að fjallgarði með miklum boga, og lækurinn rann niður í hann og sást ekki. En þegar Tuor var að gefast upp heyrði hann raddir. Og þegar hann leit niður þá sá hann tvo álfa. Þeir hétu Gelmir og Arminas. Tuor spurði þá hvar hliðið væri og þeir hlógu að honum og sögðu honum að hann stæði beint fyrir framan það. Og þeir bentu á bogann sem lækurinn rann inní. Þeir fylgdu honum í gegnum bogann niður stiga, og Gelmir dró fram einn af þeim lömpum sem gerðir voru í Valinor og hvorki vindur né vatn gátu slökt loga þeirra, sem var blár.
Þegar þeir voru komnir niður tröppurnar sáust í bjarma lampans löng dimm göng, og þar yfirgáfu álfarnir hann, og þeir skildu Tuor eftir í göngunum.
Tuor gekk hægt áfram eftir göngunum. Og eftir langan tíma kom hann auga á ljós fram undan. Og hann hljóp út, og þegar út kom var hann staddur í djúpu gljúfri sem teygði sig í vestur. Og fyrir framan hann var sólin að setjast niður, og síðustu geislarnir skinu inní gljúfrið og lituðu veggi þess gula, og áin glitraði eins og gull.
Tuor var undi sér vel á þessum stað. Hann gekk eftir ánni í þrjá daga, en á morgni fjórða dags, sá Tuor þrjá stóra máfa, og hann elti þá, til Nevrast. Í Nevrast dvaldi hann í nokkurn tíma, en þar var nóg af ávöxtum og vatni. En einn daginn heyrði Tuor mikinn vængjaþyt, og hann leit upp og þá sá hann sjö stóra svani. Tuor elti svanina í sjö daga. Og þá kom hann til Vinyamar(Nýborgar). Og höll Turgons þar í borg fann hann mikla hringabrynju og sverð,skjöld og hjálm, sem hann klæddist og síðan fór hann úr borginni.
Þegar hann kom út úr höllinni þá stóðu svanirnir þar. Og þeir tóku hver um sig eina fjöður úr vængjum sínum og réttu Tuori. Og hann festi þær á hjálm sinn. Þá flugu svanirnir í burtu og Tuor sá þá ekki aftur. En Tuor gekk þá til strandarinnar.
Þegar Tuor kom til strandarinnar var skollinn á heljarinnar stormur. Og þá kom stór flóðbylgja æðandi eftir sjónum. En hún féll samann og þá stóð í miðjum storminum stór og mikilfenglegur skuggi.
Þá hneigði Tuor sig, því að hann skynjaði að þetta væri voldug vera. Hann bar stóra silfurkórónu, og sítt hár hans glitraði í myrkrinu. Og hann kastaði frá sér grá kuflinum sem hann bar, og sjá. Hann var klæddur í glansandi brynju sem leit út eins og fiskhreistur. Hann var Ulmo(Ylmir.) Höfðingi hafsins og vatnanna.
Ulmo sagði Tuori að segja Turgoni að yfirgefa Gondolinsborg og fara til strandarinnar. Og þá varð veðrið vitlaust og Ulmo hvarf og Tuor flúði frá ströndinni, og hann fór aftur í höll Turgons og þar svaf hann órólegum svefni.
Daginn eftir fór Tuor út, og þá sá hann álf klæddan í gráan kufl. Það var Voronwë(Voronvi) sem var á einu af sjö skipum Círdáns(Sirdáns) sem fórust og allir á þeim dóu nema hann. Og Voronwë samþykkti það að vísa Tuori leiðina til Gondolin.
Þeir héldu af stað , en þeir voru lítt vopnaðir. Tuor tók aðeins með sér lítinn boga og örvar og vopnin sem hann tók í höllinni. En Voronwë hafði enginn vopn fyrir utan lítið sverð.
Ég ætla ekki að rekja alla ferðasöguna til Gondolin, en ferðin sóttist þeim seint þar sem veturinn var harður og það voru margir orkar á þessum slóðum. Við hefjum söguna þar sem Tuor og Voronwë eru búnir að ganga í gegnum hlið Gondolinsborgar* og Ulmo er búinn að tala við Turgon í gegnum Tuor.(Ekkert er vitað meira um Voronwa nema það að við fall borgarinnar þá komst hann undan.)
Turgon hugsaði mikið um orð Ulmos og hann minntist orða Umos fyrir löngu síðan.
“Vertu ekki of uppnuminn af dálæti á handarverkum þínum og huga, en minstu þess, að hin sanna von Nolda liggur í Vestrinu og kemur frá Hafinu.
En Turgon var búinn að mynda of sterk tengsl við Gondolin, og hann trúði því að hún væri enn hulin og ósigrandi þó að Ulmo væri á annari skoðun. Maeglin(Mæglos) mælti alltaf gegn Tuori í öllu sem hann sagði og Turgon fylgdi skoðunum Maeglins vegna þess að þær hljómuðu betur.
Þannig kom það til að Turgon hafnaði ráðum Ulmos . En vegna þessara aðvaranna þá varð Turgon hræddur og hann lét fylla upp í göngin sem hliðin voru í, og hann gaf út tilskipun um að enginn mætti nokkurntíma koma í Gondolinsborg eða fara úr henni svo lengi sem hún stæði.
En Tuor naut sín í Gondolin og hann vitkaðist mikið og hann vann hug og hjarta Idrilar(Íðrilar hún var dóttir Turgons) og hún hans. Og þau giftust, en við það jókst hatur Maeglins á Tuori þar sem hann elskaði líka Idrili.
Næsta vor fæddi Idril barn, sem þau skýrðu Ëarendil(Jarendil) sem þýðir vinur sjávar.
Hann var ótrúlega fagur og hann fékk viskuna frá Eldum og þrautseigju hinna fornu manna.
Þegar árin liðu þá fór Idrili að kvíða fyrir einhverju hræðilegu. Og hún lét geraleynigöng frá borginni, og hún gerði það með mikilli leynd, svo að fáir vissu um það, og það varð sérstaklega að passa að Maeglin myndi ekki heyra neitt um þessar framkvæmdir.
En einn daginn þá týndist Maeglin. Hann var mikiðfyrir námugröft , og hann gróf með fámennum hópi göng í gegnum fjöllin, og þegar hann kom út þá náðu orkar honum, og færðu hann til Angbanda.
Honum var hótað miklum pyntingum og hann bugaðist og hann læt Morgothi í té upplýsingar um nákvæma staðsetningu Gondolin og hvernig mætti komast að henni framhjá örnunum sem vernduðu hana og ráðast á hana.
Morgoth sendi hann svo strax aftur til Gondolin til að engum færi að gruna neitt. Og hann átti líka að styðja innrásina innanfrá, og hann dvaldi í Gondolin eins og ekkert hefði í skorist, en Idril varð alltaf áhyggjufullari.
Og þegar Ëarendil var sjö ára kom her Morgoths til Gndolin. Það var mikil hátíð í Gondolin og þegar her Morgoths kom stóð hún sem hæst. Mikil hreystiverk voru unnin við vörn Gondolins, og Tuor vildi bjarga Idrili úr borginni en Maeglin hafði þá þegar lagt hendur á hana og Ëarendil og Tuor barðist við Maeglin efst uppi í Kastalanum og að lokum steypti hann honum niður.
Tuor og Idril söfnuðu saman öllum íbúum Gondolinsborgar sem þau náðu til og fóru í gegnum leynigöngin sem Idril hafði látið gera. Og þau komust burt við slæman kost og byrjuðu að klífa fjöllin.
Þegar þau kom í skarðið Sirith Thoronath komu þau að orkaflokki og með honum var Balroggur. En þegar allt sýndist glatað þá kom Glorfindel(Glorfindill) og barðist við balrogginn og þeir hröpuðu báðir niður**. En þá komu ernirnir og drápu orkana og Thorond(Þorundur) arnarhöfðingi fór niður í gilið og náði í lík Glorfinels. Og þar sem hann var grfinn uxu gullblóm alla tíð.
Að lokum komst fólkið til ósa Sirionsfljóts þar sem Círdan(Sirdán) bjó, og þangað hafði veldi Morgoths ekki náð. En Morgoth taldi sig hafa náð fullum völdum yfir Beleriand(Belalandi) og hann skipti sér ekkert af fólkinu við ósa Sirions.
En að lokum fann Tuor að ellin var að koma yfir hann og hann fór þá að elska hafið meira. Þá smíði hann voldugt skip sem hann kallaði jarrami eða Sjóvæng, og hann steig upp í það með Idrili og sigldi inn í sólarlagið. Og það er talið að Tuor einn dauðlegra manna hafi komist til Valinor.
*Lýsing á hliðunum er hérna http://www.hugi.is/tolkien/articles.php?page=view&contentId=2221991
** Glorfindel er nefndur í Hringadróttinssögu og svo virðist sem að hann hafi endurfæðst því að hann dvaldi í Rivindell(Rofadal) og hann hjálpaði Frodo að komast til Rivindell frá Nasgúlunum.