Sirdán, fyrri hluti Þessa grein hef ég verið að skrifa smátt og smátt núna í júní. Þar sem greinin er nokkuð löng ákvað ég að skipta henni í tvo hluta. Njótið.


Ingangur.

Skipasmiðurinn. Sirdán var Teleri sem var talinn á að vera eftir á Belalandi með nokkrum af hans kynstofni af Ossa(Maja sem réði yfir öldunum) þegar hinir Telerarnir fóru vestur með hjálp Ylmis. Sirdán var mikill skipasmiður og sjómaður. Hann var framsýnastur allra álfa á Miðgarði, hann gaf Gandalfi Narya álfahringinn sem hann átti, því að hann taldi að Vitki hefði meiri not fyrir hann. Sem höfðingi Rökkurhafna sá Sirdán um siglingar álfa yfir hafið í vestrið, en hann hjaraði á Miðgarði þangað til síðasta skipið sigldi frá Miðgarði.

Sirdán

Sirdán hét upprunalega Nowe. Hann varð hinsvegar þekktur sem Sirdán sem þýðir skipasmiðurinn, vegna þess að hann var hæfilekaríkur í gerð skipa. Hann var mjög hávaxinn og hann var með silfurgrátt hár. Þegar Hringastríðið geisaði var hann með sítt grátt skegg. Þetta var óvenjulegt meðal álfa, það er sagt að skegg grói aðeins á gömlum álfum, við lok Hringastríðsins var Sirdán orðinn um 10.000 ára og hann var örugglega elsti álfurinn á öllum Miðgarði

Sirdán gæti hafa komið frá Kvívíen(stjörnuvatninu), þar sem álfarnir urðu til. Það er ólíklegt að Sirdán hafi verið skapaður af Alföður, vegna þess að hann var skyldur Elva(seinna Þingólfur) og Ölva sem voru bræður og áttu þá náttúrulega foreldra þannig að þeir voru ekki skapaðir af Alföður. Ef Sirdán var skildur bræðrunum þá er það líklegt að hann hafi átt foreldra. Sirdán gæti hafa fæðst hjá Kvívíen einhvertíma fyrir förina miklu til Valinor.
Sirdán var af álfakynstofni sem kallaðist Teleri og þeir voru leiddir af Elva og Ölva, í ferðinni miklu til Valinor. Í ferðinni skildist Elvi frá Teleronum og varð ástfanginn af Melíönu og varð eftir á Miðgarði. Eftir að hafa leitað árangurslaust að Elva leddi Ölvi marga Telera til Valinor, en aðrir þar á meðal Sirdán urðu eftir.
Samkvæmt einni sögu, þá ætlaði Sidán að elta Ölva á skipi sem hann smíðaði, en hann fékk boð frá Völunum: (þetta fann ég á netinu og ég ætla ekki að þýða þetta.)

And the voice warned him not to attempt this peril; for his strength and skill would not be able to build any ship able to dare the winds and waves of the Great Sea for many long years yet. “Abide now that time, for when it comes then will your work be of utmost worth, and it will be remembered in song for many ages after.” “I obey,” Cirdan answered, and then it seemed to him that he saw (in a vision maybe) a shape like a white boat, shining above him, that sailed west through the air, and as it dwindled in the distance it looked like a star of so great a brilliance that it cast a shadow of Cirdan upon the strand where he stood.
The History of Middle-earth, vol. XII, The Peoples of Middle-earth: “Last Writings - Cirdan,” p. 386

Sirdán varð leiðtogi hóps Telera sem lifði á ströndum Miðgarðs. Þeir voru sjómenn og smíðuðu mörg skip. Ylmir Valinn sem stjórnaði hafinu vingaðist við Sirdán og þeir skiptust á fréttum. Maijinn sem fylgdi Ylmi Ossi leiðbeindi fólki Sirdáns og kenndi þeim sögu hafsins.

Álfarnir sem fylgdu Sirdáni voru þekktir sem álfar strandanna, vegna þess að þeir dvöldu alltaf á ströndum Belalands. Í Brithombar og Eglarest voru bæir og í þeim voru aðal hafnir Belalands. Í kringum Balareyju voru margar perlur og Sirdán gaf Elva nokkuð magn af þeim. Sirdán og fólk hans voru hliðholl Þingólfi(Elva), en samt var það aðskilið frá hinum Sindarin álfunum, og það hélt áfram að kalla sig Telera og héldu sinni eigin tungu og siðum.

Í fyrstu orrustunni gegn Morgothi, þá gátu Sirdán og hans fólk ekki haft nein samskipti við Þingólf og það einangraðist við ströndina. Það flúði innfyrir borgaveggi sína, og þó álfarnir ynnu orrustuna þá héldu þjónar Morgoths áfram að reika um landið. Álfar strandanna voru einnig einangraðir þegar önnur orrustan Stjörnuorustann stóð yfir í byrjun fyrstu aldar.

Árið 462 á fyrstu öld , sendi Sirdán flota til að hjálpa Fingoni sem var ofurliði borinn af herjum Morgoths á sléttum Móðulanda. Fingon sendi seinna son sinn Gil-Galað til Sirdáns svo að hann gæti lifað í öryggi hafnanna.
Margir aðrir álfar leituðu skjóls hjá Sirdáni í vel vörðu borgunum Brithombar og Eglarest eftir hina hræðilegu Þúsundtáraorrustu árið 472. Sigldu skip Sirdáns eftir ströndum Belalands og gerðu margar óvæntar skyndiárásir.
En næsta ár réðst herafli Morgoths á strendurnar og sat um Brithombar og Eglarest. Veggirnir voru brotnir og margir af fólki Sirdáns voru drepnir eða settir í þrælkun. Sirdán leiddi þá sem eftir lifðu til Balareyjar þeir settust að á eyjunni, og þeir földu skip við ósa Siríons á meginlandinu.
Að beiðni Túrgons, sendi Sirdán sjö skip í vestur til að reyna að komast til Valinor og leita á náðir Valanna. En áætlunin mistókst og skipin sukku og allir dóu nema einn, Voronwë(Voronvi)(sem leiddi Tuor til Gondolinsborgar, sjá Unfinished Tales)

Árið 495 talaði Ylmir við Sirdán og sagði honum að Nargóþránd væri í hættu og að það yrði að brjóta brúnna sem lægi yfir fljótið Narog. Sirdán sendi sendiboða(Arminias og Gelmir sem einnig hittu Tuor í Dor-Lómin) til Nargóþránd, en Túrin lét viðvörunina sem vind um eyrun þjóta. Og her Morgoths undir forustu Glárungs fór yfir brúnna og hertók Nargóþránd.

Þegar Doríat og Gondólin féllu komu leifar fólksins sem bjó á þeim stöðum til Sirdáns og það settist að við ósa Sírions. Á meðal fólksins sem þarna var voru Jarendill og Elfing, foreldrar Elronds og Elrosar. Þau urðu vinguðust við fólk Sirdáns á Balareyju. Að lokum framkvæmdi hann sýnina sem hann hafði séð löngu áður, og hann hjálpaði Jarendli að smíða glæsilegt hvítt skip sem kallaðist Löðurblóm, Jarendill notaði það til að sigla til Valinor og biðja um hjálp Valanna gegn Morgothi.


p.s.Mynin er af Sirdáni í þriðju LOTR myndinni.