Jómar var átjándi konungur Róhan. Hann tilheyrði þriðju ættröðinni, en hann var jafnframt sá fyrsti í þeim ættlið.
Nafnið Eomer(Jómar) þýðir Reiðmaður eða hestamaður. Jómar fæddist árið 2991 á þriðju öld skv. tímatali Gondor
Jómar var sonur Theodwyn, en hún var systir Theodon(Þjóðans), sem var þáverandi konungur Merkurinnar. Jómar átti systur, en hún hét Eowyn(Jóvin). Eftir andlát foreldra Jómars og Jóvinjar tók Þjóðan þau að sér og ættleiddi.
Jómar var Þriðji Marskálkur Merkurinnar, og sterkur foringji manna. Hann reið fáknum Firefoot og bar sverðið Goðvin.
Jómar stjórnaði Jóreið (sem var fylking riddara, en hans fylking taldi 120 menn og hesta) sem drap stóran Uruk-Hai hóp sem hafði tekið þá Kát og Pípinn höndum. Þar drap Jómar foringja Orkanna.
Pípinn og Kátur komust undan en það sá enginn.
Jómar barðist í Hjálmsdýpi (Allan tímann) og þá oftast við hlið Aragorns Araþornsonar.
Eftir að Jómar fylgdi Þjóðanni að Ísangerði barst herkall frá Gondor og tók Jómar þátt í bardaganum á Pelannor-völlum. Þar féll Þjóðan Þengilsson og varð Jómar því Konungur Róhan því Þjóðan hafði misst Þjóðráð son sinn við Ísarnvöð.
Jómar fór ásamt hinum Vestræna her að Myrkrahliðinu og barðist þar við hlið Prins Imrahil og Argorns. Þar hafðist sigur eftir að hringnum hafði verið eytt.
Þegar Jómar kom til Minas Tirið aftur sór hann sama eyð að Argorni, og Jarl hinn gerði á sínum tíma, að ríkin yrðu ávalt hvoru öðru til handar, þá sérstaklega á tímum ófriðar.
Jómar kynntist Lothiriel, sem var dóttir Prins Imrahils og giftist hann henni. Hún fæddi honum soninn Elfwine, sem varð mikill konungur líkt og faðir hans.
Þegar Jómar kom aftur til Edóras, var Kátur heiðraður af Jómari, og fékk hann horn sem kom úr miklum drekafjarsjóði. Jómar kom aldrei á Hérað því Gondor hélt verndarhendi yfir því, og enginn Maður mátti fara þangað. Kátur og Jómar héldu þó vinskap til dauðadags. Jómar lést árið 3063 á fjórðu öld.