Hákonungur Nolda. Fingon var fæddur í Valinor á meðan trén tvö sem Javanna skapaði voru enn í blóma.
Hann var sonur Fingolfins og bróðir Turgons og Aredhelar hinnar hvítu. Hann var á meðal þeirra Nolda sem eltu Morgoth til Miðgarðs.
Þegar á Miðgarð kom tók Fingon land í Dor-Lómin. Hann barðist hetjulega í öllum orrustum, en hans helsta afrek var að bjarga Mæðrosi Fjanorssyni frá Morgothi, með hjálp Þorunds arnarhöfðingja sem flaug upp á topp Þengirima þar sem Mæðros var í hlekkjum. Hann þurfti að höggva hægri höndina af Mæðrosi til að losa hann, en Mæðros þjálfaði vinstri hendina sína þangað til að hann varð færari að beita sverði með henni heldur en hann var með hægri. Þessi mikla hetjudáð sætti ættir Fingolfins og Fjanors. Sem voru í deilum vegna þess að Fjanors menn silgdu til Miðgarðs og brenndu öll skip sem þarna voru, og létu menn Fingolfins fara yfir á ísjökum þar sem margir dóu úr kulda.
Hann var fyrstur til að berjast við drekann Glárung. En þá var Glárungur ungur og ekki eins hættulegur né öflugur og hann varð. Og þegar Fingon var búinn að yfirbuga hann þá drap hann ekki drekann. Heldur sleppti honum.
Þegar Morgoth drap föður hans árið 455 á fyrstu öld varð Fingon Hákonungur Nolda á Miðgarði.
Hann var hinsvegar aðeins konungur í 18 ár. En hann dó í Þúsundtáraorrustunni í bardaga við Gothmaga höfðingja Balrogganna, en þeir börðust lengi og að lokum voru allir í kringum Fingon fallnir. Og þá kom annar Balroggur aftan að Fingoni og sló hann með svipunni sinni, og um leið hjó Gothmagi hann með sinni svörtu exi og hann dó.
Á eftir honum varð Turgon bróðir hans Hákonungur og seinna Gil-Galað sonur hans.
Fingolfin
|
Fingon - Turgon - Aredhel
|
Ereinion
Gil-Galað
Suilad: 2469