Númenar eiga sér langa sögu, en þeir voru sá þjóðflokkur manna sem börðust við hlið Vala og álfa gegn Melkori/Morgothi. Fyrir það hlutu þessir menn mörg einkenni Nolda. Þeir urðu langlífari, fegurri og hlutu meiri frægð en aðrir menn.
Númenar fengu landið Númenor að gjöf frá Völum fyrir liðveisluna. Maia-andi að nafni Sauron var haldið sem fanga þar á eyjunni.
Þeir urðu mikil siglingarþjóð og því settu Valar það bann á Númena að mega ekki sigla lengra en þannig Númenor væri ávalt í augnsýn.
Númenum þótti bannið ekki sanngjarnt, því álfar fengu að fara til Valinor, en það var draumur margra Númena að sjá það land.
Sauron eitraði hug konunga og sneri þeim endanlega gegn Völum og sagði að Númenar væru fangar á Númenor. Við því gleyptu Númenar og réðust á Valinor. Sú árás endaði skjótt því Valar sökktu flota Númena í jörðina, en Sauron komst undan.
Einnig komust nokkrir réttvísir Númenar af, sem voru enn hliðhollir Völum. Það voru Elendil og synir hans, Ísíldur og Anarion. Þeir urðu Dúnadanir.
Þegar þeir komu að ströndum Gondor á sínum 9 skipum, stofnaði Elendil ríkið Arnor, sem var norðurríkið.
Ísildur og Anarion stofnuðu Gondor, sem var suður ríkið.
Anarion og Ísildur komu ser fyrir í turnaborgunum Minas Anor og Minas Ithil, sem voru nokkurskonar varnarvirki fyrir höfuðborgina Osgiliath.
Númenaríkin voru höfuðóvinir Saurons, en hann hafði komið sér fyrir á svipuðum slóðum, í Mordor.
Þar var Hringurinn eini kominn til sögunnar.
Menn og álfar stofnuðu þá Hinnsta bandalagið (The last alliance) og steyptu Sauroni af stóli, en Ísildur tók hringinn og sagði hann vera bætur fyrir bróður sinn og föður, en þeir ásamt Gil-Galað, hákonungi álfa, létust í grjótkasti frá Barað-Dur.
Þegar Barað-Dur var rifinn voru undirstöðurnar of sterkar til að vera brotnar, því eins og áður kom fram tók Ísildur hringinn eina sér til eignar, en eddi honum ekki á meðan tækifæri gafst, þrátt fyrir ráð frá Elrond.
Í stað þess var sett öflug varðgæsla frá Gondor á Mordor-svæðið
Hringurinn sveik Ísildur í dauðann, því hann lenti í umsátri orka, en aðeins einn maður komst af úr þeirri árás.
Svo fór, að Gondor styrktist á hlut Arnor. Stórveldatími Gondor varði þó ekki lengi því miklar pestir og styrjaldir einkenndu líf Gondorbúa og þeim snarfækkaði. Árið 1634 á þriðju öld skv. tímatali Gondora dó Hvíta tréð.
Þá fór Sauron og hringvommarnir að láta aftur á sér kræla í Dol-Goldur, en voru reknir burt af hvíta ráðinu.
Árið 1409 á þriðju veikist Arnor, eftir árás frá seiðskrattanum af Angmar.
Um það leyti var Osgiliath lögð í rúst.
Um árið 2000 á þriðju öld Rofnar ættarröð konunga Gondora og Arnor fellur um svipað leyti. Þá fara óvættir í Mordor að láta á sér bera, og öll mannvirki Gondor-manna eru tekin af Sauroni (M.a. Minas Morgul), enda hafa þau staðið mannlaus í óratíma. Gondor fær þó liðstyrk frá Mönnum úr norðri (sennilega af ætt mönnum af Dal) því þeir áttu undir högg að sækja úr austri. Róhan var stofnað
Stórveldistími Gondor var liðin undir lok og stjórnun var nú í höndum hinna góðu Ráðsmanna.
Þegar líða tekur að hringastríði (gerist fátt frásögufærandi þangað til) sameinast menn Vestursins, enda er Minas Tirið nánast eina von manna um vörn.
Sauron veit nú af Aragorn, ætt hans og þeirri von sem hann færir mönnum. Hann er réttborinn konungur af Gondor, af Ísildurs.
Aragorn og Dúnadanir sigra mikinn flota Haraða á Andvin, en til þess fá þeir atstoð Hinna dauðu.
Þegar komið er að orustunni um Minas Tirið eru herir Mordor innilokaðir því Dúnadanir, Aragon, Gimli og Legolas eru þar. Úr norðri koma Róhans menn og Prins Imrahil ur vestri. Þetta er ein mesta orusta í sögu Númena.
Saga Númena endar í raun á því að Aragorn Araþornson er krýndur sem konungur af Faramír og Gandalfi hinum hvíta og ætt þeirra heldur áfram að blómstra. Argorn gróðursetur einnig græðling hins Hvíta Trés og hefur því í raun nýjan stórveldistíma Gondor.