Araþorn bað sér til konu, Gilrúnar fögru.
þau voru gift í 1 ár, þegar fjallatröll náðu Aradon á sitt vald og drápu hann. Þá var Araþorn höfðingi Dúndana. Næsta ár fæddist sonur þeirra Aragorn, þegar hann var 2 ára fór Araþorn í herleiðangur gegn orkum með synum ELronds en hann lét lífið fyrir orkaör sem var skotið í auga hans. Aragorn varð erfingi Ísildurs og var færður til dvalar í Rofadal. Elrond gekk honum í föðurstað. ARagorn var kallaður Estel “von” en réttu nafni hans var leint, samkvæmt fyrirmælum Elronds. Þegar Estel var tvítugur kom hann heim til Rofadals eftir hetjudáðir með synum Elronds. Þann dag nefndi Elrond hann rétta nafni og sagði honum hver hann væri og af hvaða ætt hann væri. Elrond afhenti honum erfðagripi ættir hans. Hring Barahírs og brot Narsíls.





Aragorn var aleinn á gangi í skógunum, þá sá hann unga mey gangandi í grasinu. Houm fannst hann hefði reikað inn í draum. ARagorn hrópaði “Tínúvíel,Tinuviel” stúlkan snéri sér við og spurði hver hann væri. Hann sagðist vera ARagorn Araþornsson, erfingi Ísildurs. Hún sagðist vera ARwen Elrondsdóttir, einnig kölluð Undómíel Aftanstjarna. Hún hafði dvalist í ættlandi móður sinnar i Lótlóríen og væri í heimsókn hjá föður sínum. Frá þessari stundu elskaði Aragorn Arveni Undómíel.





Móðir Aragorns sagði að það væri áhættusamt að giftast Arveni því þau máttu ekki við þ´vi að missa vináttu Elronds og menn ættu ekki að giftast álfkyni.
Stuttu seinna hvaddi Aragorn Rofadal og hvarf út á Villulöndin. Ínæstum 30 ár hélt hann uppi baráttunni gegn Sauronu og batt vináttuböndum við Gandalf. ARagorn fór í mörg gerfi og gat sér frægðar undir mörgum nöfnum. Hann reið með riddarafylkingum Jóherranna og barðist í þágu Gondorshöfðingja.
Þegar Aragorn var 49 ára að aldri skrapp hann heim til Rofadals til hvíldar. Á leiðinni þangað átti hann leið hjá Lótlóríen og Galadriel veitti honum inngöngu í landið. Arven dvaldist þar líka. Þau gengu saman um rjoður Lótlóríen. Arwen sagðist hverfa til Aragorns og segja skilið við rökkrið.





Elrond varð sorgbitinn við vali Arwenar og sagði að hún yrði ekki brúður neins manns, nema hann sé konungsborinn. Brátt hélt Aragorn aftur út á hættuslóð. Arwen byrjaði að sauma mikinn og konunglegan herfána fyrir Aragorn.
Árin færðust stöðugt nær hinu mikla Hringastríði. Þegar allt virtist glatað, kom Aragron á svarta flotanum og dróp upp herfána Arwenar og að kvöldi þess var hann hylltur sem konungur, þess sama árs og Sauron féll, tók hann hönd Arwenar og voru þau gefin saman. Elrond yfirgaf Miðgarð ásamt Galadriel ,Gandalfi Fróða og Bilbó og fleirum og snéru þau aldrei aftur. Arwen varð dauðleg kona en þó yrðu örlög hennar að deyja ekki fyrr en hún hefi öllu glatað.





ARwen lifði sex vítugi ára með Aragorni. Aragorn fór að finna ellina koma yfir sig. og sagði við Arweni: loks er þar komið Kvöldstjarnan mín, fegurst allra í heiminum og elskuðust allra, að minn heimur er byrjaður að fölna. Hann fór í konungshúsið við Þögla Strætið í Helgidóminum. Hann lagðist niður á löngum beði. Hann kvaddi alla en Arwen varð eftir hjá honum. Hún bað hann að dveljast lengur hjá sér. Hann vildi það ekki. hann vildi bara leggjast niður og sofna.. Aragorn segir: kveðjumst i sorg en ekki í örvæntingu. við erum ekki til eilífðar hlekkjuð kringlu heimsins og handan hennar er eitthvað miera en minningin ein. Farðu svo vel. ARwen hróprar: Estel Estel. og um leið og hann greip hönd hennar og kyssti hana,sofnaði hann út af. ´þá kom yfir hann mikil fegurð, svo allir undruðust sem sáu það. Arwen hvarf burt úr grafhýsinu. Þjóðin sá hana verða kalda og gráa. svo kvaddi hún son sinn og dætur, og alla sem hún hafði elskað og hvarf burt úr Mínas Tírið. Hún hélt til lóríenslands og dvaldist þar ein undir fölnandi trjánum þar til vetur gekk í garð. Allir voru horfnir úr landinu og það ríkti þögn yfir því. loksins meðan Malllornlaufin féllu og vorið var enn ekki komið, lagði hún sig til hvílu á Amróðahól og þar liggur græn gröf hennar, þar til heimurinn umbreytist og allir dagar lífs hennar gjörgleymdir þeim mönnum sem á eftir koma og ekkert elanor eða nifredíl blómgast lengur austan Úthafsins.

og þar lýkur sögunni, sem hefur borist okkur úr Suðri og eftir að kvöldstjarnar hvarf, er ekki meira að segja hér í bókinni af gömlum dögum.