Sauron, á sindramáli Gorþaur, hinn Viðurstyggilegi, Fláraði Myrkradróttinn, var upphaflega Maji í þjónustu Ála, en gekk í lið með Melkori og varð mikilvægasti þjónn Morgots, en eftir að Morgoti var skotið í Tómið, tók hann við hinni illu arfleið hans.
Hann er andi, öflugastur sem Eldar kölluðu Sauron eða Gorþaur hinn grimma. Í upphafi var hann einn af Majunum sem fylgdu Ála og er hans minnst sem voldugs anda í sögnum þeirrar þjóðar. í öllum verkum Melkors, öðru nafni Morgotsins á Ördu, hinum gífurlegu skemmdarverkum hans og í blekkingum hans og slægð átti Sauron drjúgan þátt og gaf aðeins lítið eftir í illsku höfðingja síns og aðeins að því leyti skárri, að lengi þjónaði hann öðrum en ekki sjálfum sér. Á seinni tímum þegar Morgot var fallin frá, reis hann upp sem skuggi hans, afturganga allrar illsku hans og þræddi í spor hans sömu glötunarbrautina niður í tómið.