Synir Elronds. Elladan og Elróhir voru tvíburar fæddir um árið 130 þ.ö. Bræðurnir voru líkir í útliti háir, dökkhærðir, gráeygðir og með fallegt andlit. Móðir þeirra var Selebrían og yngri systir þeirra var Arven Faðir Elronds var maður en móðir hans álfur. Og hann mátti velja um hvort hann vildi lifa ódauðlegu lífi álfa, eða dauðlegu lífi manna. Og Elladan og Elróhir þurftu líka að velja hvort þeir vildu vera álfar eða menn.
Árið 2509, náðu orkar að fanga Selebrían í Rauðhnjúksskarði í Þokufjöllum. Elladan og Elróhir björguðu móður sinni en þá var búið að særa hana og pynta. Elrond náði að græða líkamleg meiðsli hennar en þetta hafði svo mikil áhrif á hana að hún ákvað að yfirgefa Miðgarð og sigla til Eilífðarlandanna næsta ár.
Elladan og Elróhir gleymdu aldrei því sem orkarnir gerðu við móður þeirra og þeir eyddu mörgum árum í að elta orka og illar verur í óbyggðum. Oft fóru bræðurnir í ferðir með Dúndönunum í norðri og þá náttúrulega líka með Aragorni.
Eftir ráðstefnu Elronds í október 3018, riðu Elladan og Elróhir út með Aragorni til að kanna hvað hefði orðið af Hringvomunum sem höðu verið sópað burt af ánni Beljanda. Bræðurnir héldu síðan til Lothlorien til að flytja fréttir af áðstefnu Elronds til Galadrielar.
Galadriel sendi skilaboð til Rofadals um að Aragorn þyrfti að fá hjálp frá ættmennum sínum. Og Gráa föruneytið sem samanstóð af 30 Rekkum undir forustu Hallbarðs og með þeim voru einnig Elladan og Elróhir (vegna þess að þeir vildu líka taka. Elróhir þátt í stríðinu við Sauron) lagði á stað.
Gráa föruneytið fann Aragorn nálægt Ísarnvöðum í Róhan þann 6 mars 3019 skilaði boðum til Aragorns frá Elrond þar sem sagði “Nú gerast dagar stuttir. Ef mikið liggur við, mundu þá Dauðraslóð.” Aragorn ákvað að fara Dauðraslóð, eftir að hafa litið í pálnantírann í Hjálmsdýpi. Þar sem hann sá að Korsarnir frá Umbru voru að ógna Gondor úr suðri.
Elladan ,Elróhir og Rekkarnir fóru með Aragorni, Legolasi og Gimla í gegnum Dauðraslóð. Þeir fóru í gegnum Dauðraslóð 8 mars. Við Erkisteininn gaf Elróhir Aragorni silfurhorn til að kalla saman hina dauðu til að uppfilla eið þeirra að berjast gegn Sauroni. Dauðraherinn fylgdi gráa föruneytinu til Konungshafna(Pelargrir) þar sem þeir náðu flota Korsanna á sitt vald.
Í orustunni á Veggjavöllum þann 15 mars börðust Elladan og Elróhir með stjörnu á enni, með Aragorni, Legolasi, Gimla og Rekkunum.
Á fundi foringja vestursins þann 16 mars lýsti Elróhir því yfir að hann og bróðir hans væru tilbúnir til að fara í orustu við Sauron fyrir framan Myrkrahliðið til að vinna tíma fyrir Fróða og úr því varð. Herinn frá vestri yfirgaf Mínas Tírið 18 mars. Elladan og Elróhir riðu með 500 riddurum, Rekkunum og riddurunum frá Dol Amróðs til orustunnar. Bræðurnir börðust í fremstu víglínu í bardaganum þar til hringnum var eytt og veldi Saurons hrundi.
Elladan og Elróhir mættu í sigur hátíðarhöldin á Gullbaugavöllum 8 apríl. 8 maí viku eftir krýningu Aragorns fóru bræðurnir frá Mínas Tírið. Þeir komu aftur til Mínas Tírið daginn fyrir Miðsumardag með brúðarfylgd Arvenar sem giftist Aragorni daginn eftir. Elladan og Elróhir mættu í útför Þjóðans konungs í Róhan, og í Edóras þann 14 ágúst kvöddu þeir systur sína Arveni.
Elrond fór frá Miðgarði árið 3021, en synir hans urðu eftir í Rofadal í mörg ár. Elladan og Elróhir frestuðu vali sínu hvort þeir ættu að vera á Miðgarði sem dauðlegir menn og deyja að lokum eða að fara yfir hafið til að búa í Amanslandi með álfunum. Hvað þeir völdu að lokum er ekki vitað.