Þessi grein mun kannski ekki svara miklu en ég er bara að reyna að halda þessu frábæra áhugamáli lifandi. Ég vona að þér muni finnast gaman að lesa þetta.
Dularfullur maður sem hafði náin samskypti við náttúruna. Það er ekki vitað hver Tumi Bumbaldi “er”. Sumir segja að hann sé andi náttúrunnar eða ímynd nátturunnar . Enn aðrir segja að hann sé Maji og sumir segja að hannn sé jafnvel Vali.Tumi sjálfur sagði, "Vitið þið ekki enn hvað ég heiti?” Þegar Fróði spurði hver hann væri. Þetta er það eina sem hann hefur sagt um hver hann er. Tolkien sagði að Tumi væri ráðgáta. Tumi hafði greinilega nálægð við náttúruna á Miðgarði, og hann var sá eini sem hringurinn hafði engin áhrif á.
Tumi var aldagamall. Hann virðist hafa dvalist á Miðgarði frá upphafi.
“Elstur er ég…Tumi var hér á undan ánum og trjánum;Tumi man eftir fyrsta regndropanum og fyrsta akorninu. Hann gerði stíga á undan stóra fólkinu og sá litla fólkið koma. Hann var hér á undan konungum og legsteinum og haugum þeirra. Þegar álfarnir komu úr vestrinu var Tumi hér fyrir. Hann þekkti myrkrið undir stjörnunum þegar það var óttalaust, áður en myrkrahöfðingjinn kom.”
Í útliti leit Tumi út eins og maður nema að hann var minni. Hann var oft í blárri kápu og í gulum stígvélum og með hat með blárri fjöður. Hann var með langt brúnt skegg ljós augu, og rjótt glaðlegt andlit.
Tumi bjó í húsi á milli fornaskógar og Kumlhauga. Tumi fór ekki oft út fyrir jörðina sína nema þegar hann fór að heimsækja Ormar bónda eða Barlóm barþjón á Fáknum fjöruga í Brýi.
Gullbrá hét kona Tuma. Hann fann hana dag einn niðri við ána Viðjumóðu. Á hverju ári við lok sumars fór Tumi að sækja vatnaliljur fyrir Gulbrá. Það var í einni slíkri ferð í september árið 3018 að hann kom að Fróða og Sóma og bjargaði Pípni og Káti frá Gráviðju og fór svo með þá heim til sín eins og við þekkjum öll.
Fróði sagði Tuma frá öllum sínum vandræðum,og Tumi spurði hvort hann mætti sjá hringinn. Tumi setti hringinn á fingur sér en ekkert gerðist(sem ýtir undir það að hann sé andi náttúrunnar) og þegar Fróði setti á sig hringinn þá gat Tumi séð hann.Þegar hobbitarnir fóru yfir Kumlhaugana náði einn kumlbúinn þeim. En Fróði söng þá vísu sem Tumi hafði kennt þeim og Tumi kom til þeirra og yfirbugaði kumlbúann. Tumi tók allt gull sem var í haugnum upp úr honum og tók sjálfur brjóstnál með bláum gimsteini handa Gullbrá.
Á ráðstefnu Elronds kom upp hugmynd um að láta Tuma geyma hringinn. Gandalfur sagði að þó að hringurinn hefði engan kraft yfir Tuma hefði Tumi heldur engann kraft yfir hringnum. Tumi tæki kannski við hringnum ef allar frjálsar þjóðir Miðgarðs myndu biðja hann um það. En hann myndi ekki skilja þörfina til að gæta hans vel og hann myndi bara gleyma honum. Og hann yrði yfirbugaður ef allir þjónar Saurons réðust á hann. Tumi kemur ekkert meira við sögu í Hringastríðinu en eftir hringastríðið fór Gandalfur í heimsókn til Tuma til að tala við hann.
Tom Bombadil(enska nafnið á Tuma Bumbalda) var upprunalega heitið á dúkku sem sonur Tolkiens átti.