Tolkien hefur haft ansi mörg áhrif á umheiminn með verkum sínum og þá sérstaklega okkur sem hreinlega dýrkum rit hans og allt sem tengist því.

Þegar ég var frekar nýr í Tolkien fræðum rakst ég eitt sinn á hljómsveit sem heitir Blind Guardian, sem eflaust einhverjir hér kannast við vegna texta þeirra í sambandi við Tolkien. Svo að ég ákvað nú að skrifa um eitthvað sem tengist Tolkien á kannski ekkert alltof mikin hátt, en þó á einhvern.

Eftir að hafa hlustað á þessa hljómsveit í þó nokkurn tíma komst ég að því að þeir gáfu út disk árið 1998, sem ber nafnið Nightfall in Middle-Earth. Eftir að hafa hlustað á diskinn í nokkra daga, fór ég að skoða textana, ég vissi svo sem að flest lögin væru tengd verkum Tolkiens, þar sem t.d. 6. lagið á disknum heitir The Curse of Feanor. En svo fór ég að lesa textana, og komst að því seinna meir eftir að hafa fundið sjálfan diskinn í Rock Uglen, sem er tónlistarbúð í Kaupmannahöfn, að inn í honum stendur orð rétt:

"Based on the story The Silmarillion by J.R.R. Tolkien
This album is dedicated to J.R.R. Tolkien
"

Fannst mér þetta frekar magnað, og fór þá enn betur að lesa textana marg oft yfir og á endanum var maður búinn að fatta um hvað hvert lag var og hvað var að gerast í hverjum parti.

Upphafslag disksins er lag sem heitir War of Wrath, þar sem að ég held, maður heyrir Sauron og Morgoth tala um þegar Valarnir ráðast á Angband, þar sem Morgoth hélt sig. Talað er um
The Black One , sem er þá Ancalagon og er talað um fall hans þegar hann fellur fyrir Ëarendil og fellur á Thangorodrim.

Tíma lína disksins virðist ekki vera í réttri röð þar sem næstu lög eru um Fëanor og þegar Morgoth og Ungoliant stela The Silmarillions. Seinna meir á disknum kemur lagið Mirror Mirror, sem þeir sem hafa hlustað mikið á diskinn segja besta lagið, en auðvitað er það smekksatriði. En það lag er um Tuor, og þegar hann hittir Ulmo og för hans til Gondolin. Í laginu er frekar mikið um hugsanir Tuor's þegar hann er á leiðinni til Gondolin, og er gaman hvernig söngvari og textasmiður Blind Guardian, Hansi Kürsch, túlkar það og setur þetta fram og að mínu mati er það mjög vel gert.

Þrettánda lag disksins, Time Stands Still At the Iron Hill, er án efa kröstugasta lag disksins, og er “söguþráðurinn” við það lag í samræmi við kraft lagsins. Þar er sungið um reiði Fingolfins og þegar hann fer einn upp að hliðum Angband og skorar á Morgoth. Í laginu kemur reiði Fingolfin's mjög vel fram og svo um mitt lag er bardaga þeirra lýst í smáatriðum.

Framhlið disksins er að sjálfsögðu tengd sögum Tolkien's og er það mynd af þegar Beren og Luthien eru inni í Angband og eru að taka Silmerillinn, myndin var gerð af Andreas Marschall. Inni í bæklingnum sem fylgir disknum er The Silmarillion settur í smáa kafla að mér finnst, en þó meira persónulegra en bókin sjálf og virðist sem einhver sem hafi verið á staðnum sé að skrifa þetta.

Á fyrri diskum Blind Guardian, eru lög eins og Lord of the Rings, The Hobbit, By The Gates of Moria og Gandalf´s Rebirth. Er þessum lögum dreift á fyrri diska þeirra.


Næsta hljómsveit se ég rakst á í sambandi við þessa gerð af metal, eða Tolkien metal eins og hann er stundum kallaður, var black/ambient metal hljómsveitin Summoning. Eftir að hafa rekist á þessa hljómsveit fyrir slysni, fór ég að hlusta meira á hana, og lagið sem vakti mestan áhuga var lagið Our Foes Shall Fall. Sérstaklega þar sem textinn er magnaður. Svo var það ekki fyrr en að ég var í Ensku 203 að ég var að lesa The Hobbit, og rakst þar á, sama textann. Þá fór ég að lesa mér meira um þessa hljómsveit og fann að mörg lög þeirra, eru einmitt textar sem eru upp úr lögum Dverganna úr The Hobbit. Þetta tiltekna lag, Our Foes Shall Fall, er einmitt lagið sem Dvergarnir syngja fyrir The Battle of Five Armies. Og byrjar lagið sjálft svona:

Under the Mountain dark and tall
The King has come unto his hall!
His foe is dead, the Worm of Dread,
And ever so his foes shall fall.


Þetta lag er á bls. 242-243, í þeirri útgáfu sem ég á, og er í kaflanum The Gathering of the Clouds. Summoning notuðu fleiri texta úr The Hobbit og væri kannski of mikið að fara að tala um þá alla hér, svo að ég sleppi því.

Eftir leit af meiru, fann ég svo hugtakið " Tolkien-metal" á einhverri alfræðiorðabók á netinu. Minnst var þar á þessar tvær hljómsveitir sem ég hef skrifað um hérna á undan, en einnig er talað um þá fyrstu, þeir fyrstu sem tóku sér sögur Tolkien til fyrirmyndar og sungu um sögur hans. Það voru Isengard, nokkrir piltar frá Svíþjóð, sem flokka sig sem Power metal. Ég hef ekki ennþá náð að kynna mér þá betur, svo að lítið er hægt að skrifa um þá.

En eins og flestir sjá bara við að lesa þetta, að þessi þrjú bönd sem ég skrifaði hér um, eru ekkert það fræg, og eru ekki margir sem vita um þau. Svo að rétt er að minnast á bönd eins og Led Zeppelin sem sungu nú um The Misty Mountains og meira tengt þeim málum.

Svo hér er myndin fyrir framhlið disksins Nightfall in Middle-Earth.

En ég ætla að enda greinina á orðum Blind Guardian sem passa vel við þessa grein,

Bards you are, Bards you will be and Bards you have always been.
Fëanor, Spirit of Fire.