Jæja, nú er svo komið að greinasamkeppnin sem átti að koma áhugamálinu í gang mistókst á hræðilegan hátt, og einungis hetjan hann JDM sendi inn grein.

Sjálfur hefði ég sent inn grein, en er þetta þema svo takmarkað að ég fann því miður ekkert til að skrifa um, í stað þess hef ég ákveðið að gera grein með öðru sniði, til að peppa aðeins uppá þetta áhugamál.

Fyrir skömmu gaf EA út tölvuleikinn Hringadróttinssaga: Bardaginn um miðgarð (eða Lord of the rings: Battle for Middle Earth á frummálinum.) og er hann byggður á kvikmyndunum sem að við elskum og dáum öll.

(Athuga skal að Universal á leikjaréttin á bókunum, svo að EA má ekki víkja frá myndunum, svo að enginn heimsókn til Tomma Bombadils í þetta sinn, sem er synd, því að ef að þessir tveir aðillar myndu sameinast og gera góðan leik byggðan á bókunum með útlit kvikmyndanna, þá væri heimurinn betri staður…)

Þegar að maður byrjar leikinn fær maður upp gífurlega vel málað og smekklega útfært kort af Miðgarði, sem að er í fullri þrívídd, og hægt er að koma auga á staði á borð við hið elskaða hérað og hið illa Mordor, á korti þessu getur maður hina ýmsu heri miðgarðs, og þar má nefna ýmsar fylkingar Rohana, Úrúka, Gondormanna og þar fram eftir götunum.

Í byrjun leiks velur maður föruneytið, sem þá er statt í rofadal og lætur það ferðast til Moría, og þá heft leikurinn fyrir alvöru…

Föruneytið kýlir sig í gegnum námuna, og geta þeir einnig brugðið til ýmissra galdra, sem eru í takt við söguna (Boromín hefur Horn gondors sem lætur skrímsli flýja og Aragorn hefur Aþelas sem læknar hinar hetjurnar, hobbitarnir geta svo notað álfaskikkjurnar eftir að þeir fara til rofadals og kastað steinum.) Hetjurnar verða svo kröftugri með tímans rás og fá fleiri krafta.

Nú, einnig fáum við að hjálpa honum Jómari vini okkar að vernda lönd Róhans. Ef að maður sigrar ákveðið borð, þá fylgja þeir menn Jómars honum eftir á næsta svæði, og hægt er að skýra þá ef maður vill, svo að maður viti hvaða menn maður á að láta flýja í næsta borði.

Að sjálfsögðu verður mannaflinn öflugari eftir því sem að hann drepur meira, og loksins þegar til orrustunnar við hljámsdýpis kemur, þá mætir Jómar akkúrat með þessa menn, svo að það er gott að hafa þá sterka og vel vopnum búna.

Það sem kom mér mest á óvart við þennan leik er hinsvegar það bessaleyfi sem EA tekur sér. Því að þeir breyta sögunni ansi mikið.

Gandalfur dettur ekkert niður með Balroggnum, heldur labbar hann bara út og hljálpar manni í Lóríen. Hægt er að bjarga Boromír á Amon Hen (ég lét hann bara deyja, enda Tolkien puristi hinn mesti.) Og einnig; ef að Aragorn deyr í bardaga þá heldur leikurinn bara áfram (í Moría mátti enginn deyja, annars tapaði maður.) Ef að ég myndi láta hann deyja hinsvegar, myndi sagan verða mjög furðuleg, og ég skil í rauninni ekkert hvað þessir menn voru að pæla…

Grafíkin er vægast sagt æðisgengin, heilu herskararnir af Úrúkum labba um skjáinn hjá þér, og svo kemur allur her Róhans og hleypur allt pakkið niður, svo þeir kastast út í loftið (nema að Róhanarnir eru svo vitlausir að hlaupa á spjótliða, því þá er voðinn vís.)

Einnig gerðu EA menn eitt mjög sniðugt: Þeir settu inn svo kallað “emotion system” sem virkar þannig að ef t.d. lítil sveit gondor mann mætir sveit orka, byrja gondor menn að öskra og æpa á orkana og mana þá til að koma í sig. Ef að gondormenn sigra, þá fagna þeir og öskra kampakátir…
Komi hinsvegar tröll inná skjáinn með lurk í hendi (tröll rífa tré upp með rótum og nota sem barefli.) Verða gondormennirnir skíthræddir og bakka eins langt og þeir geta áður en þeir skjótast uppí loftið.

Allt gameplay er mjög skemmtilegt, hið svokallaða interface er ekki fyrirferða mikið, og maður getur einbeitt sér frekar að bardögum en að berjast við “build peons” knappa. Eina sem ég hef útá það að setja er að þessir helvítis Róhanar halda alltaf áfram að hlaupa á spjótliða og drepast, en standa alveg kjurrir þegar það er verið a skjóta á þá úr lásbogum #$%&!

Annað mjög fínt við þetta eru svokallaðir “kraftar” sem að hægt er að kalla til endrum og eins.
Krafta þessa er hægt að kaupa fyrir kraftastig, sem að maður fær fyrir að vinna ákveðin borð eða drepa ákveðið magn af skepnum.
Keypta krafta má nota hvenær sem er, en eftir það þurfa þeir mislanga niðurkælingu, sem hindrar þig í því að láta rigna niður 300 balroggum á einn sveitabæ.

Kraftar hinna góðu eru meðal annars að kalla til álfa, Riddara Róhans, Her hinna dauðu og sitthvað fleira.

Kraftar hinna illu eru meðal annars auga Saurons, sem er tilbúið að njósna fyrir þig og gera alla skíthrædda í leiðinni, Balroggurinn, og sitthvað fleira.


Á heildina litið er þetta hinn fínasti leikur, sem nær andrúmslofti myndanna mjög vel…. Jafnvel þótt að Boromír lifi ;)
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi