Ég ætla að segja frá ætt Elronds og kannski meiru.Greinin verður kannski svolítið ruglingsleg en ég reyni mitt besta. Ég vona að þið hafið gaman að og að hún fræði suma um þessar ættir.
Elvi og Melíana Majakona áttu dóttur sem þau nefndu Lúþíen. Hún giftist manni sem hét Beren. Þau eignuðust son sem hét Díor og hann eignaðist konu sem hét Nimlót. Dóttir þeira hét Elfing, hún giftist manni sem hét Jarendill og þau eignuðust tvo syni. Þeir hétu Elrond í Rofadal og Elros konungur Númenor. Mér finnst ótrúlegt að það voru svona mörg stór nöfn í þessari ætt. T.d var langalanga amma Elrond Majakona (fyrir þá sem ekki vita var t.d Gandalfur Maji) og svo var Beren einhenti langafi Elronds. Pabbi Elronds var Jarendill og pabbi og mamma Jarendils voru Túor og Íðril silfurfætla. Pabbi Íðrilar var Túrgon. Pabbi Túrgons var Fingólfur. Bróðir Fingólfs var Finnfinnur. Hann var giftur Arven af Svanahöfn. Þau áttu fimm börn, Finnráður Felagundur, Orðráður, Angráður,Agnór og Galadríel.
Það er eitt atvik sem mig minnir að hafi ekki gerst áður en það getur samt vel verið. Finnvi átti tvær konur. Fyrsta var það Míríel (en hún dó) og svo var það Indís. Finnvi og Míríel áttu bara eitt barn. Það var líka nóg því að það var svo öflugt barn að það tók allan lífskraft frá Míríelu svo að það endaði með því að hún dó. Það barn var engin annar en Fjanor (eða Fëanor, Funor eða Kúrfinnur upphaflega hét hann það). Finnvi eignaðist Fingólf og Finnfinn með Indísi.
Mér finnst svolítið findið að Elrond giftist frænku sinni Selebrían, dóttur Galadíelar og Seleborns. Ölvir af Svanahöfn er langafi Selebríanar og Elvi (Þingólfur af Doríat) er langalang-afi Elronds, Ölvir og Elvi eru bræður. Reyndar eru Elrond og Selebrían nokkuð fjarskyld.
Heimildir eru allar úr Silmerillnum ,ættartöflur.