Ég vill benda á að þetta er ekki grein í sjálfu sér og alls ekki mitt innlegg í þessa greinasamkeppni. Innihald greinarinnar kemur minnst frá mér sjálfum. Ég skrifa þetta vegna greinarinnar Deus ex machine. Þetta er ekkert svar við henni heldur langar mig að tala aðeins um kenningu sem ég las fyrir stuttu síðan. Ég fer ekki í það að hrekja aðrar kenningar, heldur aðeins að styðja þessa tilteknu kenningu og kannski aðeins bera hana saman við kenningu nologo.


ÚTÚRSNÚNINGAR
Þegar nologo talar um að gráta eftir að hafa klárað Hilmir snýr heim þá held ég að við vitum allir hvernig honum leið. Hver ykkar getur sagt mér með góðri samvisku að þegar þið hafið klárað Hds þá hafið þið hugsað “loksins” en ekki fengið þessa svakalegu tómleikatilfinningu við það að vera búin með sennilega stórfenglegusta ævintýri sem heimurinn hefur kynnst. Svo seinna sjokkið við það að heyra að rithöfundur þessa verks sé dáinn svo það sé ekkert framhald….

Þó litlar líkur séu á framhaldi Hds þá hindrar það mann ekki til að yfirgefa Miðgarð. Þvert á móti. Hds er aðeins inngangur inn í þann töfraheim sem maður virðist vera að kveðja þegar maður les “well… I'm back”, lokaorð sögunnar. Því þótt sjálf sagan er búin, þá er heill heimur sem bíður könnunar. Svo má eins segja að Silmerillinn sé aðeins forsmekkur af því sem koma skal ef stokkið er ofan í djúpu laugina í Tolkien fræðunum. En allaveganna þá eru þetta bara útúrsnúningar.
ÚTÚRSNÚNINGI LÝKUR


Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er að koma á framfæri kenningu sem ég rakst á. Sú kenning fjallar um einmitt það sama og Deus ex machine greinin hans nologo. Hún fjallar um uppruna Tuma Bumbalda.

Það getur enginn deilt um það hvort Tumi hafi verið til í huga Tolkiens fyrir Hds. Hann sagðist sjálfur hafa sett hann í söguna því hann hefði verið búinn að búa hann til og einnig því söguna vantaði smá ævintýri eftir allan þennan inngang, eins og nologo benti réttilega á. Það er einnig rétt hjá nologo að Hds átti fyrst að verða Hobbitinn 2. Er þá ekki rétt að líta á Tuma sem “afbrigðilegt frávik” í sögunna allri. nologo er með skemmtilega kenningu sem útskýrir tilvist Tuma sem spegilmynd Tolkiens sjálfs í sögunni. Tumi væri þá samkvæmt þessari góðri kenningu vissulega “afbrigðilegt frávik” og ætti samkvæmt því alls ekki eiga heima í Miðgarði þótt höfundurinn hefði sleppt þessi fráviki í bókina.

En nú hefst deilan. Er Tumi í raun afbrigðilegt frávik í annars vel útfærðum ævintýraheimi? Eða smellpassar hann inn í þennan heim eins og púsl í púsluspili sem skyndilega er snúið á réttan hátt?

Þótt kenning nologo og rök virðast passa vel við þann Tuma sem ég og við öll þekkjum þá vill ég ekki trúa því að í Miðgarði finnist villa. Því ef það er ein slík villa þá um leið missir maður svo mikla trú á þessum heimi sem annars er svo auðvelt að lifa sig inn í. Ég vill trúa því, og kýs að trúa því að tilvist Tuma í sögunni eigi sér útskýringar sem standast við þann Miðgarð sem Alfaðir bjó til. Útskýringar nologo standast alveg við þann heim sem við þekkjum en það bara sætti ég mig ekki við. Ég vill að í hds ríki heimurinn sem Alfaðir skapaði en ekki heimurinn sem við lifum öll inn í. En hverjar eru þessar útskýringar sem ég hallast svo mikið að og er svo lengi að koma mér í að útskýra?

Spurningar um uppruna Tuma koma fyrir ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar sinnum í sögunni. Tvisvar hjá Tuma sjálfum og einu sinni í ráðstefnu Elronds. Ég er sammála kenningasmiðnum um það að Tolkien væri ekki vís til þess að minnast svo oft á uppruna Tuma án þess að vita sjálfur hvaðan hann kom.

Þegar Tolkien skrifaði einhverja vitleysu þá leiðrétti hann hana aldrei heldur réttlætti hana inn í heiminum sem hann var að skapa. Ef hann skrifaði orð vitlaust þá var það ekki lengur stafsetningavilla heldur mállýskan hjá þeim sem mælti orðið.

Þetta eru sterk rök fyrir því að Tolkien myndi ekki hafa persónu eins og Tuma í sögunni án þess að hafa sjálfur smá hugmynd um það hver hann væri. Það er satt sem nologo skrifar um að Tolkien ætlaði bara að skrifa Hobbitann 2 og Tumi hafi einfaldlega birst áður en “alvarlega” hds byrjar. Það tel ég ólíklegt sökum þess hve oft Tolkien endurskrifaði heilu kaflana aftur og aftur og aftur. Hann hefði ekki hikað við það að gera róttækar breytingar á hlutum sem væru í bullandi ósamræmi við þá hds sem Tolkien að lokum skrifaði.

Ef Tolkien vissi hver Tumi var, afhverju sagði hann engum það? Það er alveg eðlilegt að hann hafi viljað skilja eftir smá eyður fyrir lesandann til að fylla inn í. En þá hljóti hann að hafa skilið eftir sig einhverjar vísbendingar.

Hann er augljóslega ekki maður, né álfur né hobbiti. Hann gæti vel verið maji eða vali eins og svo margir hafa bent á. Hvernig hann syngur og hvernig kraftur hans í sögunni byggist á söng (“i know the tune for him”) rökstyður það vel. Aðspurður um aldur kemur í ljós að hann er eldri en trén og árnar. Tumi er sagður elstur. Við hljótum að geta gengið út frá því að Tumi sé vali eða maji. Það getur alveg staðið með kenningu nologo. Þá er bara spurningin… Hvaða maji eða vali er hann?

Það er tekið fram í Silmerlinum að vali og maji gat ákveðið sjálfur hvernig hann birtist umhverfi sínu. Tumi lítur ansi kumpánlega út en guðirnir geta litið út hvernig sem er… afhverju ekki þá líka kumpánlega og hálfkjánalega? Segjum að vali eða maji ætli að birtast hobbitum. Væri útlit Tuma ekki tilvalið til þess að hobbitarnir treysti honum aðveldlega. Svona eiginlega eins og hobbiti í yfirstærð.

Ef við lítum á lýsingar majanna er erfitt að finna neinn sem líkist Tuma. Lítum þá aðeins á valana sjö. Þarsem flestir þeirra eru “giftir” getum við notað Goldberry (man ekki íslenska nafn hennar) sem vísbendingu við að ákvarða hver Tumi hljóti að vera.

Þrjár uhhh… völur??? Þrír kvenkyns valar væru líklegir til þess að lifa í skógi. Nessa, Vana og Yavanna.

Nessa elskar dans og dádýr sem passar ekki vel við Goldberry. Svo er maður hennar Túlkar sem var besti bardagavalinn sem er ekki beint lýsandi fyrir Tuma.

Eiginmaður Vönu, Orome, er veiðimaður. Ef Tumi hefði verið mikill veiðimaður í sér og eitthvað líkur Orome þá væri hann fyrir löngu búinn að veiða uppi alla kumlbúana.

Þá er Yavanna eftir. Í silmelinum er henni lýst svona: (afsakið enskuna)
In the form of a woman she is tall, and robed in green; but at times she takes other shapes. Some there are who have seen her standing like a tree under heaven, crowned with the Sun; and from all its branches there spilled a golden dew upon the barren earth, and it grew green with corn; but the roots of the tree were in the waters of Ulmo, and the winds of Manwe spoke in its leaves.

í hds er Goldberry nokkrum sinnum lýst og þá alltaf í grænu (her gown was green, green as young reeds, shot with silver like beads of dew). Það er allaveganna þrisvar sinnum lýst henni og þá lögð áhersla á græna litinn hjá henni. Ekki nóg með það. Takið eftir lýsingunni á henni þegar hún er að kveðja hobbitana:
There on the hill-brow she stood beckoning to them: her hair was flying loose, and as it caught the sun it shone and shimmered. A light like the glint of water on dewy grass flashed under her feet as she danced.

Takið eftir hversu líkt þetta er lýsingunni á Yavanna í silmerlinum (aðeins fyrir ofan). Þetta getur varla verið tilviljun ein. Og hver er maðurinn hennar? Áli smiður. Þegar vel er að gáð þá má finna rosalega mikið sameiginlegt með Tuma og Ála.

Áli og Melkor voru líkastir valanna. Meginmunur þeirra var sá að Melkor vildi ráða yfir öllu og eiga allt en Áli kærði sig ekki um eign eða yfirráð yfir einum né neinum. Hér er annar eiginleiki sameiginlegur með Tuma og Ála. Það var Tumi sem sagðist ekki eiga skóginn þó að sjálfsögðu hefði verið eðlilegt að telja skóginn til yfirráðasvæðis hans.

Áli er skapari alls sem fyrirfinnst í jörðinni. Sem skapari bjó hann til allar iðnir og smíðir, þar á meðal listina við hringasmíði. Þegar Tumi segir með ákveðinni kaldhæðni “show me the precious ring” lítur hann á hringinn og maður hefur á tilfinningunni að hann sé að horfa á með fyrirlitningu á hverja aðra smíð. Hann horfir á hringinn eins og smiður myndi horfa á hillusamstæðu. Ólíkt öllum öðrum sem við hittum í sögunni, menn eða majar, þá er Tumi sá eini sem sýnist ekki girnast hringinn né hræðast hann. Eins og ég sagði, hann er eins og smiður að horfa á tréverk. Þetta getur aðeins átt við valann Ála.

Þegar Tumi setur á sig hringinn þá hefur hringurinn engan áhrif á hann. Þegar Fróði setur á sig hringinn sér Tumi hann auðveldlega. Tumi getur notað mátt hringsins til annars en skapari hans ætlaðist til af honum, eitthvað sem Gandalfur getur ekki einu sinni gert. Af því má draga þá ályktun að Tumi sé ekki bara einhverni náttúruandi eins og sumir vilja láta. Þetta þýðir að það séu góðar líkur á því að Tumi sé sá eini sanni valinn Áli smiður.

En hvað eru eiginlega Yavanna og Áli að gera í fornaskógi? Það var ekki óalgengt áður að valarnir færu til miðgarðs. Orome til veiðar og svoleiðis. Yavanna var líklegast bara að fylgjast með gróðrinum og plöntunum og svoleiðis.

Hérna kemur líka svolítið merkilegt í ljós. Áli var valinn sem hafði mestan áhuga á börnum Alföðurs. Hann var svo óþolinmóður að bíða eftir þeim að hann “skapaði” sín eigin börn, dvergana. Því er ekki ólíklegt að Áli sé álíka forvitinn um hobbita og hann var um menn og álfa áður. Því er mjög skynsamlegt að telja að Áli sé í miðgarði í þeim tilgangi að kynna sér hobbitana. Hobbitar höfðu vakið áhuga majans Gandalfs, því ekki valans Ála. Þetta er svo rökstutt frekar með heimsóknum TUma til Farmer Maggots (afsakið aftur íslenskuleysið).

Afhverju hjálpaði Tumi/Áli ekki hobbitunum meira en hann gerði? Tjah… Vitkarnir fimm sem sendir voru sérstaklega til að hjálpa börnum Alföðurs til að takast á við illu öflin þeir máttu ekki sýna neitt vald eins og þið munið. Þeir máttu aðeins hjálpa með góðum ráðum og dáðum. Það var ótvíræður vilji Alföðurs að sín eigin börn ættu að ráða niðurlögum illskunnar, ekki valarnir. Þetta er rökstutt þannig að í síðasta skipti sem Melkor hóf upp raust sína við “sköpun heimsins” þá voru það ekki hinir valarnir sem kváðu hann í kút ef svo má að orði komast, þó þeir hefðu getað það án efa allir saman. Það var síðasti ómur alföðurs sem þaggaði niður í Melkori, og þessi síðasti ómur hann stóð fyrir börnum Alföðurs, mönnum og álfum (hobbitar flokkast undir menn hérna).




Nú er ég búinn að koma frá mér þessari kenningu sem ég hallast mest að. Ég vil þó benda á að þetta er ekki komið úr smiðju Bjarna þessi kenning heldur einhvers Eugene C. Hargrove úr háskólanum í n-Texas. Mér finnst þessi kenning mjög vel rökstudd og einnig finnst mér hún gefa skemmtilegustu niðurstöðurnar. Þeir sem vilja lesa kenninguna í heild sinni, sem ég mæli algerlega með (hún er miklu betur sett fram þar) geta nálgast hana á slóðinni http://www.cas.unt.edu/~hargrove/bombadil.html



É g vil benda á að lokum að þetta er ekki frá mér komið heldur þessum manni. Þetta er ekki grein heldur vildi ég bara benda á þessa athyglisverðu kenningu sem mótvægi við góðu kenningu nologo.


Ég er að fara til Króatíu eftir örfáa klukkutíma svo ég mun ekki geta svarað neinum greinarsvörum. Þessi utanlandsferð er einnig ástæðan fyrir því að ég get ekki sent neina grein frá sjálfum mér í þessa annars ágætri greinarkeppni og einnig því ég frétti af henni aðeins í fyrradag. Það breytir því ekki að ég stefni á að skrifa eina kynngimagnaða á komandi mánuðum.
Takk fyri