Jæja þá ætla ég að senda aðra grein og vona að hún verði betri en sú fyrri.


Orkar


Svo virðist að Melkor hafi ræktað þá í virkinu Utumno snemma á fyrstu öldinni( eftir að álfarnir vöknuðu og áður en the battle of powers(er ekki viss með íslenska heitið á þeim bardaga)gerðist). Til að rækta orkanna notaði hann Álfa sem hann hafði fangað nærri Cuiviénen og spillt í dýflyssum sínum. Orkar fjölguðu sér gífurlega meðan Melkor stækkaði veldið sitt. Eftir það voru þeir fjölmennastir af hemönnum og þjónum Melkors. Eftir að Melkor féll flúðu ættbálkar af Orkum og settust að í Þokufjöllum og á fleirri stöðum. Í annarri og þriðju öldunum voru þeir stór partur af þjónum og hermönnum Saurons, einnig notaði Sarúman Orka og það voru til sjálfstæðir ættbálkar af Orkum.

Í þriðju öldinni byrjuðu Orkar að fjölga sér í Þokufjöllum og í kringum árið 1300og á tímum Hringastríðsins voru Orkar einnig í Mordor, Minas Morgul, Mirkviði(Dol Guldur) og á öðrum stöðum sem Sauron stjórnaði. Orkar voru notaðir í flest öllum árásum sem óvinurinn gerði allt frá Angmar til árásanna í Gondor í suðri.

Orkar tóku yfir Khazad Dum eftir að Dvergar yfir gáfu staðinn og bundu enda á nýlendu Balins árið 2994. Orkar sátu fyrir ferðalöngum sem lögðu leið sína yfir Þokufjöll, ránsferðir austur í Eriador voru margar, þeir gerðu meira að seigja árás á Hérað árið 2747, gerðu innrás í Róhan árið 2800 og gerðu fjölda árása á Loríen og Mirkviði. Eftir 2950 notaði Sarúman Orka til að gera árás á Róhan.

Ekki er hægt að seigja frá öllum bardögum milli orka og hinna frjálsu þjóða en þó er verðugt að minnast á tvær orustur, Stríðið milli Dverga og Orka sem verður sagt frá seinna í greininni og svo er það fimmherjaorustan árið 2941 en í þeirri orustu misstu Orkar einnig stóran hluta af hernum sínum.

Orkar voru ræktaðir sem vanvirðing fyrir Álfa og líkt og Álfar voru þeir ákafir stríðsmenn og dóu ekki úr elli heldur var bara hægt að drepa í bardaga. En þrátt fyrir þetta voru þeir allt öðruvísi, Álfar falleigir en Orkar ljótir. Flestir Orkar, fyrir utna Uruk hai voru veikir fyrir sólarljósi og kusu frekar að vera í myrkri. Þeir voru góðir námumenn og smíðuðu góð vopn. Orkar hötuðu allt sem var fallegt og elskuðu að drepa og eyðileggja. Orkar notuðu mörg vopn, svo sem boga, spjót, sverð og langa hnífa. Orkum fannst gott blóð og hrátt kjöt, menn, hestar og aðrir orkar var meðal þess sem þeir átu.

Orkar í sitthvorum ættbálknum hötuðu hvorn annan en það kom fyrir að þeir unnu saman. Orkar voru oftast óskipulagðir í öllu sem þeir gerðu en þrátt fyrir það áttu þeir höfuðborg í Þokufjöllum og var hún kölluð Gunbad.

Orka ættbálkarnir sem nefndir eru í Lotr eru í Minas Morgul, Cirith ungol, Barad Dur, Isnargerði, Þokufjöllum og Mirkviði. Sumir af þessum stöðum höfðu fleirri en einn ættbálk og var þeim oftast stjórnað af Uruk hai.

Nöfn yfir Orka voru svipuð á flestum tungumálum, orch á Sindarin, Uruk á svartri tungu, hobbitar kölluðu þá Drísla og Eldar kölluðu þá Glamhoth.



Stríðið milli Dverga og orka

Stríð sem var háð á þriðju öldinni frá árinu 2793 til ársins 2799 milli orka úr Þokufjöllum og Dverga, einkum afkomenda Durins. Stríðið byrjaði á því að Þrór var pyntaður og myrtur árið 2790 af Orkunum í Moria. Eftir að Dvergar höfðu safnað saman hernum sínum árið 2793 byrjuðu þeir að ráðast á öll Orka virki sem þeir gátu fundið í Þokufjöllunum í leit sinni að Azog, morðingja Þrórs. Árið 2799 söfnuðust all eftir lifandi Orkar úr Þokufjöllunum saman í Moria og gerðu árás á Dvergana í bardaga sem var háður í Azanulbizar. Flestir af Orkunum dóu og gerði það að verkum að það stafaði einginn ógn af Þokufjöllum í 150 ár. Hluti af þeim Orkum sem lifðu af flúðu yfir Róhan og settust að í Ered Nimrais en voru drepnir árið 2864. Margir Dvergar létu lífið í Bardaganum.


Ég vona að þið hafið haft gaman af þessari grein og það séu færri stafsetningavillur í þessari heldur en þeirri fyrri:)

Takk fyrir

Dvalinn