Jæja, mér fannst soldið gaman að fá ágæt viðbrögð við síðustu greinni sem ég sendi inn svo ég ákvað að skella mér útí djúpu laugina, eða kannski barnalaugina bara, þið dæmið um það :). Ég ætla sumsé að skrifa smá grein ykkur til fróðleiks um eina af mínum uppáhaldsverum í sköpunarverki Tolkiens.
Sagan af hundinum HUAN og þátt hans í sögunni um Beren og Luthien
Ég ætla samt að biðjast afsökunar (þið lækkið þá bara einkunina ef við á) á því að öll nöfn eru á ensku, ástæðan fyrir því er sú að ég á Silmerilin bara á ensku og þekki ekki öll íslensku nöfnin og kýs að hafa þá öll nöfnin á ensku frekar en að vera skipta á milli tungumála.
Til að byrja með langar mig að kynna aðeins söguna af Beren og Luthien fyrir þeim sem hana ekki þekkja, en hún er að mínu mati fallegasta og besta sagan í Silmerlinum og ég kafa kannski betur í hana seinna.
Hún segir af manninum Beren og Álfaprinsessuni Luthien sem verða ástfanginn, en sú ást er forboðin og faðir Luthien, Thingol konungur, verður allt annað en ánægður þegar Beren biður um hönd hennar.
Hann sagði: “Menn, börn lítilla lávarða og skammlifra konunga, á einn þeirra fá að leggja hendur á þig en lífi samt halda?” en gerði honum svo tilboð, ef hann færi til Angband og næði Silmerli úr kórónu myrkadróttins sjálfs, Morgoths þá fengi hann hönd dóttur hans.
Þvert á það sem Thingol hélt þá lagði Beren strax af stað útí þetta feigðarflan, svo mikla ást bara hann til elskunnar sinnar. Og gerði kóngurinn sér þá grein fyrir því að hann hafði gert eitthvað mjög slæmt sem myndi hafa slæmar afleiðingar….
Svo við hlaupum nú yfir smá kafla, þá komum við að Beren þar sem hann og Noldinn Felagund liggja í pitt skósveins Morgoths, Sauron. Sauron ætlar þá í varúlfslíki að fara drepa Beren en Felegund berst við hann og eftir mikla en hetjulega baráttu deyr hann að lokum.
Þegar Beren hafði verið varpað í pittinn þá hafði Luthien fundið að eitthvað var að og flúði hún úr ríki föður síns með hjálp hundsins Huans og var nú brátt að nálgast sinn heittelskaða.
Um Huan hafði verið sagt að hann gæti einungis verið drepinn af öflugasta úlfi sem sést hafði á Arda og í tilraun sinni til að verða sá sem dræpi Huan hafði Sauron farið í varúlfslíki og hélt þar með að hann myndi uppfylla þetta skilyrði, en það var mikill misskilningur hjá honum, misskilningur sem varð honum næstum því að falli.
Því hvorki galdrar, vígtennur, eitur eða skrímsla kraftur Saurons gátu haldið aftur af hinum mikla Huan frá Valinor og hann beit andstæðing sinn í hálsinn og lagði hann í jörðina, Sauron gafst upp, enda gjörsigraður.
Síðar í ferð Beren og Luthien til að ná aftur Silmerli úr Kórónu Morgoths drap Huan alla varúlfa Saurons og þar á meðal þeirra mestan - Draughlin.
En Morgoth hafði alið annan hryllilegan varúlf af ætt Drauglins, Carcharoth hét hann og var tilgangur hans að drepa Huan og gæta hliða Angbanda. Morgoth hafði alla tíð alið þennan hvolp Draughlins á lfiandi kjöti og þar að auki veitt honum mikla krafta.
En þegar þau fóru fyrst í gegnum hlið Angbanda náði Luthien að svæfa hann með galdri en á leiðinni til baka fór ekki jafn vel því að hann beit hendina af Beren og með henni Silmerilinn sem Beren náði úr kórónu Morgoths og hafði haft í hendinni.
Silmerillinn brenndi úlfinn hryllilega að innan og hann hljóp stjórnlaus um landið og drap allt sem fyrir honum varð.
Flokkur var sendur á eftir honum til að drepa hann og voru Huan og Beren í þeirra hópi, eftir að náðst hafði að króa varúlfinn af náði hann að drepa Beren áður en Huan komst í hann og drap hann, en eins og örlögin höfðu sagt fyrir um þá varð þetta Huans bani líka.
Og eftir því sem ég best veit líkur alveg hans þætti í sögu heimsins þarna.
En hver var Huan, sumir segja að hann hafi jafnvel verið Maia og sumir að hann hafi verið minni Maia ég er samt ekki sammála, því að upphaflega var hann í “eigu” Oromë sem síðan gaf hann Celegorm og mér finnst afar ólíklegt að Maia eða minni Maia sé eitthvað sem maður getur gefið vinum sínum og mér er alveg sama þó einhverjir sjálfskipaðir snillingar haldi öðru fram :)
Sjálfur held ég að hann hafi verið hundur frá Valinor og hafi smitast af þeim kröftum sem hvíldu yfir þeim stað og hafi því meira verið í ætt við álfa.
Að mínu mati er hann lang öflugasta “dýrið” sem Tolkien skrifaði um og þar að auki sá sem reyndist þeim sem á hann treystu best. Held að það sé enginn annar í söguheimi Tolkiens sem hefði getað snúið Sauron niður á örfáum sekúndum….
En það var annað sem var sérstakt við hann, hann gat talað… Þó bara þrisvar sinnum yfir ævinna og gerði hann það meðal annars í sögunni um Beren og Luthien, ég ætla samt ekki að *spoila* þá sögu meira og leyfa ykkur að komast að því sjálf hvernig það gerist.
Við þetta langar mig svo að bæta að í upphaflegum útdrætti Tolkiens af þessari sögu þá er Beren (þá álfur en reyndar af annari ætt en Luthien) fangi Tevildos prins kattana, soldið fyndið að hugsa til þess að Sauron hóf “feril” sinn sem risastór köttur.
Að lokum langar mig svo að láta fylgja með lýsingu á því þegar Beren sá Tinuviel (það var það sem Beren kallaði Luthien ávallt) í fyrsta skipti, ég ætla að hafa hana alla á frummálinu endar er hún mjög falleg þannig. Það segir kannski sitt um það hversu kær þessi saga var Tolkien að á legsteinum hans og konunar standa nöfni Beren og Luthien.
"But wandering in the summer in the woods of Neldoreth Beren came upon Lúthien, daughter of Thingol and Melian, at a time of evening under moonrise, as she danced upon the unfading grass in the glades beside Esgalduin. Then all memory of his pain departed from him, and he fell into an enchantment; for Lúthien was the most beautiful of all the children of Ilúvatar.
Takk fyrir mig
Heimildir:
http://fan.theonering.net/
http://w ww.planet-tolkien.com/
http://www.glyphweb.com/arda/
The Silmeril eftir J.R.R. Tolkien og ýmis spjallborð