Ég skrifaði þessa grein fyrir nokkrum mánuðum, en hún hafði nokkra lausa enda og ég lagaði það. Þegar ég skrifaði hana fyrst þá eyddi ég heilli kvöldstund í það (18:00 – 22:19) og vandaði mig mjög. Ég reyndar sleppti alveg helling úr fyrstu bókinni og lagaði það hér með. Setti einnig inn nokkrar kommur, punkta og lagaði setningar og ‘kvóta’ sem voru ranglega settir fram + *
* Setti smá texta í endann sem var ekki til staðar í ‘orginal’ greininni – það má líta á þessa grein sem EXTENDED VERSION, rétt eins og myndirnar fá þannig útgáfu þar sme hlutum hefur verið bætt við.
Njótið.
-
Ég man árið 2001 þegar ég kom heim úr einu prófi snemma um morgun og var litið á heimildarþátt um Hringadróttinnsögu trílógíuna (The Making Of “The Lord Of The Rings”). Ég man þá strax að þetta var sagan sem bróðir minn las aftur og aftur og blaðraði svo um að einhver Nýsjálendingur væri að kvikmynda hana. Bróðir minn, sem er mikill Tolkien aðdáandi, átti allar bækurnar og þar á meðal teiknimynda bækurnar. Þegar ég var 11-12 ára las ég teiknuðu bækurnar og ætlaði að byrja á ‘alvöru’ bókunum, en ég verð að viðurkenna að mér leiddust þær verulega og næstu árin lét ég Hringadróttinssögu algjörlega vera. Í miðjum desember árið 2001 las ég “Föruneyti hringsins” og trúði ekki mínum eigin augum né eyrum. Þessi maður, sem var meira segja látinn, bjó til heim svo fullkominn að ég átti ekki til eitt aukatekið orð, maðurinn hlaut að vera geðveikur eða snillingur því þetta var alltof viðamikið fyrir einn mann. Ég talaði við bróður minn um bækurnar og t.d. talaði um hvað mér fannst leiðinlegt að Gandalfur hefði dáið og þá brosti hann, en sagði mér auðvitað ekki hvað myndi gerast. Ég ímyndaði mér Hérað, Moríu, Rofadal og Baggabotn alveg eins og Peter kom þeim á filmu og var himinlifandi þegar ég steig út úr bíóinu þann 26. desember árið 2001. Ég var svo ánægður með Peter Jackson og alla þá sem unnu að myndinni, ég reyndar er ekki skyggn, ástæðan fyrir því að ég ímyndaði mér þetta allt eins og Peter kvikmyndaði þetta var sú að bróðir minn átti stórverkið “Hugarlendur Tolkiens - Svipmyndir af Miðgarði”. Í henni eru myndir eftir John Howe, Alan Lee og fleiri listamenn sem Peter notaði einmitt við að skapa Hérað o.fl. staði. - Í “Föruneyti hringsins” fer Fróði af stað frá Héraði eftir að hafa fengið ýmsar upplýsingar frá Gandalfi. Hann og Sómi fara frá Héraði og mæta Pípinn og Kát þegar þeir eru nýfarnir af stað. Um kvöldið fer ‘Hringvomi’ að elta þá og þeir sleppa mjög tæpt upp í ferjuna að Bukksveitar og fara þaðan til Brý – þar sem það stóð til að hitta Gandalf. Gandalfur mætir ekki á Brý, enda er honum haldið föngnum í Orþanka af Sarúman. Aragorn, eða Stígur, sér Fróða og þekkir hann strax. Hann talar við Fróða og verndar hann, enda gerir hann sér fullkomlega grein fyrir því hver þessi hobbiti er. Aragorn fer með Fróða til Rofadals þar sem þingið mikla er haldið. Þetta er ‘krúsíal’ atriði í myndinni þar sem þarna myndast einmitt föruneytið sjálft; Vitkinn Gandalfur, álfurinn Legolas, dvergurinn Gimli, mennirnir Aragorn og Boromír og síðan hobbitarnir fjórir Fróði, Sómi, Pípinn, Kátur. Þeir leggja af stað frá Rofadal og yfir fjöllin. Krákur elta þá og þeir þurfa að fara aðra leið; Fróði velur göng Moríu – Gimli hafði einnig talað um að frændi sinn, Balin, myndi taka þeim sem konungum og halda veislu. Þeir koma inn í Moríu, en sjá strax að að Moría er ekkert nema sláturhús þar sem orkar og dvergar hafa greinilega barist lengi. Þeir flýta sér í gegnum þetta stóra virki, en lenda í bardaga við Balrogginn og Gandalfur fellur þar í skugga. Ég man að ég táraðist þegar ég las þetta atriði í bókinni, og ég táraðist líka í myndinni þegar Gandalfur hangir á brúnninni og segir “..fly you fools..” og Fróði öskrar “..Gandalf!!!..” og lagið sem kemur eykur enn á áhrifin. Í enda myndarinnar er bardagi milli Aragorns, Legolas, Gimli, Borómír og Úrúk-Hai orka en hann jafnast ekkert á við það sem á eftir að koma. Myndin endar á atriði sem sýnir í fyrsta, en ekki í síðasta sinn, að Hringadróttinssaga er saga um vináttu, m.a. auðvitað. Fróði ætlar einn inn í Mordor og hoppar uppí bát til að ná að árbakkanum en Sómi, sem er ósyndur, hoppar ofan í vatnið og “syndir” eftir Fróða. Fróði tekur hann uppí og faðmast þeir. Þannig endar “Föruneyti Hringsins”
Föruneyti Hringsins er ein besta bók sem ég hef lesið, og ein besta mynd sem ég hef séð. Allar persónurnar, þ.e.a.s. aðalpersónurnar, snerta mann á yfirnáttúrulegan hátt. Dauða Boromírs er lýst frábærlega í bókinni, og þó að Jackson nái honum vel, þá fannst mér hann betri í bókinni. Myndin endar fallega, fer aðeins inní bók nr. 2.
-
26. desember, sama dag og ég sá Föruneytið í kvikmyndahúsi, hóf ég lestur á “Tveggja Turna Tal” og var himinlifandi. Ég var ánægður og mjög fúll. Ég var ánægður yfir að hafa lesið bókina því hún var frábær og full af spennu, en fúll yfir því að það voru rúmir þrjúhundruð og fjörutíu dagar þangað til ég myndi sjá myndina. Ég las “Hilmir snýr Heim” strax eða þ.e. strax og ég kláraði TTT. Snúum okkur aðeins að TTT myndinni ; Ég man hvað mér fannst TTT spennandi því að tvær ólíkar sögur voru í gangi. Annars vegar Fróði og Sómi á leið til Mordor með Gollri sem leiðsögumann, og hins vegar Aragorn, Legolas og Gimli hlaupandi eftir sléttunum leitandi ða Pípinn og Kát þar sem þeir voru í höndum Úruk-Hai orka á leið til Ísarngerðis. Margur maðurinn myndi segja sögu mannsins, álfsins og dvergsins meira spennandi en sögu hobbitana, en önnur var raunin. Það kannski gerðist ekki margt á leið Fróða og Sóma, miðað við sögu hinna, nema kannski að þeir urðu fyrir árásum Nazgúla, komust að Myrkrahliðinu en hættu við að fara inn þar sem Gollrir vissi vel hvað biði þeirra og svo handsamaðir af Faramír og mönnum hans og Faramír vill fara með hringinn til föður síns, Dynþórs umsjónarmanns Gondors, (Það gerðist ekki í bókinni) og þeir sáu jú Múmakana og heri Saurons, en ferðin var samt mjög spennandi hvernig sem á það er litið. Í fyrsta skiptið sem maður las söguna vissi maður ekkert hvað gerast gæti og lærði maður smátt og smátt að Tolkien er gjörsamlega ófyrirsjáanlegur. Aragorn, Gimli og Legolas lentu í miklu meiri ævintýrum í þessum kafla sögunnar. Þeir fóru allt frá sléttunum til Fangornsskóg - þar sem þeir mæta Gandalfi aftur og fá þá fréttir af Pípinn og Kát -. Ég gat ekki hætt að lesa þegar þeir ganga inn í Fangornskóg og þegar Gandalfur snýr aftur, og efast ég um að vera sá eini. Ferð þeirra leiðir þá svo alla leið til Róhansríkis - þar sem Gandalfur bjargar Þjóðan þar sem Sarúman hefur eitrað huga hans og sest að í honum. Þeir komast að því að Ormstunga, hægri hönd Þjóðans, sé svikari - Aragorn, Gimli og Legolas börðust síðan í Hjálmsdýpi, ásamt riddurum Róhans, við 10.000 Úruk-Hai orka. Riddarar Róhans voru miklu færri en ofurorkarnir en fengu hjálp frá Gandalfi og hans göldrum. Þegar stríðið við Hjálmsdýpi er búið segir Gandalfur ‘The War for Helm’s Deep is over. The War for Middle-Earth is about to begin.' Í endann kemur sena þar sem Fróði og Sómi eru sloppnir frá Faramír og eru á leiðinni inn í skóginn í “leyni”inngang inn í Mordor. Gollrir ætlar að lokka þá inn í Skellubæli og gefa henni þá að éta, og síðan….þegar hún hefur lokið sér af…..getur hann tekið hringinn.
Kvimyndin “Tveggja turna tal” byrjar seinna en bókin og endar fyrr. Ein mesta ófreskja bókanna, Skella/Shelob, kom ekki í TTT og olli það reiði margra útum allan heim. Peter Jackson vildi meina að tvö gríðarlega stór spennuatriði virkuðu ekki á sama tíma, þá á hann við allt atriðið með Skellu og bardagann við Hjálmsdýpi. Ég er sammála honum, síðasti kaflinn væri ekki jafn spennandi ef hann hefði sett þetta allt í TTT. “Tveggja turna tal” er frábær bók og frábær mynd, bókin er samt betri. En það er, að ég held, bara vegna gífurlegrar spennu og er því ekki hægt að bera myndina og bókina saman í þeim skilningi. Þær persónur sem komu inn í myndina í TTT voru Faramír, Þjóðan, Jóvin, Jómar, Ormstunga, Trjáskeggur og Gamlingi.
-
Þann 26. desember árið 2003 fór ég á síðasta kafla Hringadróttinssögu, “Hilmir snýr heim”, og er sú mynd besta mynd sem ég hef séð á ævi minni. Myndin hefst þar sem Gollrir, Sómi og Fróði liggja í þurrlendi og reyna að sofa. Sómi heyrir í Gollrir þar sem hann talar við Smjagal um ráðabruggið. Sómi ræðst á Gollri en Fróði stoppar hann, enda orðinn verulega sjúkur af hringnum og veit vel að Gollrir eigi eftir að hjálpa, eða allavega vonar það. Aragorn, Gimli, Legolas, Gandalfur og Þjóðan halda til Ísarngerðis og heilsa upp á Trjáskegg sem er þá með Sarúman læstan inn í Orþanka. Þar bíða Pípinn og Kátur þeirra í algjörum lúxus aðstæðum reykjandi og gæðandi sér á veislukjöti. Pípinn og Kátur ætla með þeim baka til Edoras en áður en þeir fara fer Gandalfur og ræðir við góðvin sinn Trjáskegg. Á þessum tíma í bókinni tala þeir félagar við Sarúman, en Peter J. sleppti því í myndinni en kemur það víst í “Special Edition”. Pípinn sér þá ljós í vatninu sem er kringum Orþanka, og teygir sig eftir því. Hann tekur upp kúlu Sarúmans, en Gandalfur tekur hana af honum. Þeir fara síðan til Gullinþekju og halda mikla veislu. Um nóttina fer Pípinn á stjá og tekur kúluna af Gandalfi en þá lendir hann í vondum málum. Hann tekur um kúluna og Myrkrahöfðinginn Sauron talar við í gegnum hana, spyr hann að nafni, spyr hann um Fróða og gefur honum sýn inn á Mínar Tíríð þar sem hún brennur. Gandalfur les það sem að Sauron ætli að útrýma borg manna, og fer þá til Dynþórs til að vara hann við, hann tekur Pípinn með sér. Þeir koma til Dynþórs og ræða við hann, Dynþór biður þá um að skýra fyrir sér fall Borómírs og Pípinn gerir það og býður honum þjónustu sína fyrir dauða Borómírs, því að Borómír dó við að bjarga Pípinn og Kát. Leið Fróða, Sóma og Gollris fer með þá til Mínar Morgúl, þar sem Nornakóngurinn sem stakk Fróða á Vindbrjóti býr. Þeir klifra upp fjallið en þá svara þeir kallinu og her hans labbar út. Fróði finnur fyrir sverði hans þegar hann flýgur yfir þá. Gandalfur og Pípinn standa uppi á svölum í Mínas Tírið og sjá þegar ljósið úr Dauðaborginnu kemur, Gandalfur gerir sér grein fyrir því að lokabardaginn sé hafinn. Dynþór neitar að biðja um hjálp, þannig Pípinn gerir það fyrir hann, að ósk Gandalfs. Aragorn sér eldana og Þjóðann segist svara kallinu. Þeir byrja að smala liði. Brátt eru þeir komnir með 6.000 spjót, tæpan helming af því sem Þjóðan vonaðist eftir. Það er kvöld þegar skuggalegur maður á hesti birtist að búðum hermanna Þjóðans. Hann reynist vera Elrond og er kominn til að gefa Aragorn sverðið sem konungur Gondor á að bera, sem Sauron braut á sínum tíma. Hann skorar á Aragorn að fara inn í fjallið að biðja um hjálp þeirra sem dvelja þar. Þegar Aragorn er að fara inn í fjallið sér Gimli hann og fer með honum, Legolas fer líka. Þegar hermennirnir sjá þá hverfa inn í skugga fjallsins halda þeir að hann sé að fara, því það sé ekki möguleiki að þeir sigri. Þjóðan segir þeim að þeir fari í stríð, hvort sem þeir eigi litla sem enga möguleika á sigri. Um morguninn leggja þeir af stað til Mínas Tiríð, Jóvin og Kátur stelast með. Á meðan ráðast orkar inn í Mínas Tiríð og Dynþór missir vitið. Hann sendir Faramír og lið hans inn í opinn dauðann en Faramír kemur aftur mjög illa særður. Dynþór segir sjálfum sér að hann sé látinn, líkt og Borómír, og vill láta brenna lík hans og síns. Pípinn gerir allt til að reyna að stoppa hann, en þá leysir Dynþór hann úr sinni þjónustu. Pípinn finnur Gandalf sem flýtir sér upp til að bjarga Faramír, sem er ekki látinn. Það tekst, en deyr Dynþór þegar hann brennur og kastar sér niður af veggjum Mínas Tiríð. Þjóðan og her hans mætir til Veggjavallarins og ræðst á orkanna. Svakalegur bardagi, einn sá magnaðasti sem ég hef séð á ævi minni, hefst og láta margir lífið. Þegar hæst gengur kemur skip að landi. Orkarnir halda að þetta séu aðrir orkar, smá liðsauki, en svo er ekki. Þetta eru Aragorn, Gimli og Legolas ásamt þegnum fjallana. Eftir mikið stríð við megnið af orkum Saurons koma Nazgúlarnir og ræðst höfðingi þeirra, nornahöfðinginn, á Þjóðan. Þjóðan liggur á vígvellinum nær dauða en lífi og er við það að vera étinn af Nazgúlinum. Jóvin stendur þá upp og segir honum að koma ekki við hann, Nornahöfðinginn ræðst á Jóvin og segir henni að enginn maður gæti mögulega drepið hann, þegar hann er við það að drepa hana kemur Kátur aftan að honum og lemur hann, Jóvin gefur honum svo banahöggið en segir áður “..I am no man..”. Aragorn og félagar sigra stríðið og halda til Myrkrahliðsins.
Á sama tíma fara hringberarnir að bæli Nornakongsins, í Mínas Morgúl. Gollrir byrjar að klifra upp fjallið og segir þeim að koma. Eitthvað togar Fróða að bæli Nornakongins og þegar Fróði er að togast að bæli hans kemur hann, ásamt öllum sínum her, út ; Sauron hefur kallað á hann. Þeir fela sig, en halda brátt áfram að klifra. Þeir hvílast, en Sómi vill ekki sofa, hann fylgist grant með Gollri. Hann sofnar óvart og þá opnar Gollrir augun, hann labbar að tösku Sóma og setur mylsnur á jakkann hans, og hendir svo brauðinu niður fjallið. Þegar þeir vakna og ætla að fá sér smá lambasbrauð segir Sómi Fróða að það sé horfið og kennir Gollri um. Fróði segir að hann hafi ekki getað tekið það því honum finnst það vont. Gollrir bendir þá á mylsnur á jakka Sóma, og Fróði segir Sóma að hann vilji hann ekki lengur með sér. Þessi kafli er mjög örlagaríkur og sorglegur. Brátt koma Gollrir og Fróði að “leyni”ganginum sem er í raun inngangur í Skellubæli. Fróði fer inn og festir brátt í neti Skellu, hún kemur á eftir honum og hann beinir að henni ljósi Elendils. Fróði hleypur í burt, en festir brátt algjörlega og kemst ekki í burtu. Þá kemur Gollrir og brosir, enda ánægður að planið virki alveg. Fróði nær að leysa sig og kemst burt og ræðst á Gollri. Það endar með því að Gollrir dettur niður holu í fjallinu. Fróði sér eftir að hafa sagt Sóma að fara. Sómi er á leiðinni heim, einsamall, en sér þá brauðið sem Gollrir henti og reiðist honum. Hann snýr til baka, því hann vissi á einhvern hátt að Fróði væri í klípu. Fróði heldur áfram inn stíg og veit ekki að Skella er á leiðini eftir honum. Skella stingur hann eitri og vefur vef utan um hann. Þá kemur setning frá Sóma “..Komdu ekki við hann viðbjóðslega skepna..”. Sómi berst við hana og sigarar, hann hætti lífi sínu fyrir Fróða sem hafði afneitað honum - en innst inni vissi Sómi að það var ekki Fróði sem var að tala, heldur hringurinn. Sómi hleypur að Fróða sem liggur andvana fölur og reynir að vekja hann en segir brátt sjálfum sér að hann sé látinn. Hann sér sverð Fróða, sem lætur ávallt vita þegar orkar eru nálægt, verða blátt og hleypur því í burt. Orkarnir sem koma segja Sóma, óbeint auðvitað, að Fróði sé ekkert dáinn - Hann er bara lamaður af eitri Skellu og ætti að vakna innan fárra klukkustunda. Þeir segjast ætla að fara með hann í turninn. Sómi fer á eftir þeim. Fróði vaknar í turninum nakinn og ekki með hringinn á sér. Hann heyrir tvo orka rífast snýr sér við. Það kemur orki að honum og er að fara að drepa hann þegar Sómi stingur í orkann og segir “..ekki ef ég drep þig áður..”. Fróði er auðvitað mjög ánægður með að Sómi hafi bjargað lífi sínu, en tjáir Sóma samt að þeir hafi tekið hringinn eina. Sómi segir honum þá að hann hafi tekið hann, því hann hélt að Fróði væri látinn og ætlaði að klára verkefnið sjálfur. Þeir finna sér orkabúninga og hefja gönguna í gegnum Mordor.
Aragorn og menn hans kalla á seinasta her Saurons, sem er fastur inn í Mordor, og koma þeir út. Með þessu ætla þeir að gefa Fróða og Sóma tíma til að ganga yfir Mordor. Eftir mikið puð Fróða og Sóma og mikla hetjudáð hermannana komast Fróði og Sómi að Dómsdyngju. Fróði gefst upp en hetjan hann Sómi ber hann upp fjallið. Þegar þeir eiga nokkra metra eftir stekkur Gollrir á þá og vill fá hringinn sinn. Sómi berst við hann en Fróði hleypur inn í fjallið. Hann er við það að kasta hringnum niður þegar hann hættir við, og segir vilja eiga hringinn. Hann setur hann á sig og verður ósýnilegur. Þá hoppar Gollrir á hann, bítur puttann af honum og nær hringnum. Fróði hoppar á hann og detta þeir báðir niður fjallið. Fróði nær að halda sér í sylluna og Sómi bjargar honum upp. Gollrir hinsvegar lætur lífið og eyðir hringnum eina.
-
Þarna hefst mikil dramatík sem ég ætla ekki að fara að lýsa. Konungur Gondor og konungur manna er krýndur, og er það Aragorn en myndin endar þannig að Gandalfur og Fróði, ásamt Bilbó, fara með bát álfanna. Sómi, Pípinn og Kátur halda heim til Héraðs. Sómi giftist Rósu.
-
Greinin var kannski smá ruglinsleg á köflum, en ég vona að þið afsakið það. Það er erfitt að skrifa um jafn flókinn hlut og Hringadróttinssögu án þess að setja þetta svona saman. Til dæmis má taka þegar Gandalfur og Pípinn eru í Mínas Tiríð og sjá ljósið koma frá bæli Nornakongunsins, þá eru Fróði og Sómi fyrir utan hjá honum og sjá sama hlutinn á sama tíma.
Endum vér nú þessari grein.
-
AUKAEFNI
Ég fór í byrjun apríl að hitta félaga minn Peter Jackson. Ég hafði bara einu sinni áður farið til hans – hann kemur yfirleitt til mín, og kannski var það sem gerði þetta svo spennandi ferð. Ég nefnilega fór sumarið 2000 og fékk þá smá forskot á sæluna, en hann var hógvær eins og venjulega og vildi ekki vera að tala mikið um myndina. Ég mætti að heimili hans í venjulegum leigubíl og verð að segja að heimili hans er ekkert OF ríkimannlegt miðað við hvað hann eignaðist mikla peninga eftir LOTR. Peter, sem talar reiprennandi íslensku, sýndi mér nokkra leikmuni úr myndinni og auðvitað var maður himinlifandi þegar ég maður sá alla þessa muni – og hann geymir alla búningana heima hjá sér í glerbúri. Bara drullu þéttur á því þessi maður.
Þegar ég var á heimleið, eftir viku dvöl, gaf hann mér hringinn sjálfan og er ég með hann á mér hér í dag – mér finnst ég vera sérstakur…
Hrannar Már.