Mig langaði til að skrifa smávegis um konur sem tengjast Hringadróttins sögu og ákvað að skrifa um Arwen og ættir hennar í kvenlegg, þ.e. þær Celebrían, Galadríel og Eärwen.

Arwen

Arwen Undómiel var dóttir Elronds og Celebrían. Arwen eyddi fyrsta hluta ævi sinnar í Lothlórien, þar sem móðurfjölskylda hennar bjó. Í TA 2951 fór hún að heimsækja föður sinn í Rivendel og hitti þar Aragorn og urðu þau ástfangin. Aragorn kom síðan til Lothlórien í TA 2980 og hittust þau þá aftur og ákváðu að giftast. Elrond setti ýmis skilyrði fyrir þessum ráðahag og var ekki hlyntur því að þau giftust. Hann sagði t.a.m. að Arwen myndi ekki giftast neinum nema konungi bæði Gondor og Arnor og að þau myndu ekki giftast á meðan hann væri sjálfur í Miðgarði og því gat Arwen ekki valið dauðlegt líf fyrr en faðir hennar hafði siglt yfir hafið.
Arwen giftist Aragorn síðan eftir hringastríðið á Miðsumarsdegi
árið TA 3019. Þar sem hún var aðeins hálfálfur gat hún orðið
dauðleg þegar hún giftist Aragorni, en hún gaf Fróða Bagga farið
sitt með skipunum inn í vestrið.
Arwen eignaðist með Aragorn soninn Eldarion og nokkrar dætur sem
ekki eru nafngreindar. Þegar Aragorn dó fór Arwen til Lothlórien
og lagði sig til hvílu á Cerion Amroth, en á þeirri hæð höfðu þau
áður staðið þegar þau ákváðu að giftast.



Celebrían

Celebrían var dóttir Celeborns og Galadríelar. Nafnið hennar
merkir silfur drotting á sindarin. Celebrían giftist Elrond og
átti með honum tvíburasynina Elladan og Elrohir og síðar dótturina Arwen.
Celebrían fór eitt sinn frá Rivendell til að heimsækja foreldra
sína í Lothlórien en var á leiðinni tekin til fanga af orkum.
Synir hennar björguðu henni frá orkunum en þeir uppgötvuðu að hún
hafði verið særð eitruðu sári. Elrond gat læknað Celebrían að
nokkru leyti en hún var þó tilfinningalega sködduð af reynslu
sinni og fór því yfir hafið árið TA 2510 án eiginmanns síns.


Galadríel

Nafn hennar merkir lafði ljóssins (lady of light) á Sindarin.
Galadriel var afar fögur og hún var fædd í Valinor á meðan trén
tvö (hvítu trén frá Vanilor; Ninquelótë og Laurelin) voru enn
lifandi. Hún var dóttir Eärwen og Finarfin.
Galadríel kom ásamt bræðrum sínum frá Noldor til Miðgarðs. Á
fyrstu öldinni bjó hún með Finrod bróður sínum í Nargothrond og
síðar í Doriat, þar sem hún hitti gráálfinn Celeborn sem hún
giftist.
Frá byrjun annarrar aldar bjuggu Galadríel og Celeborn í Lindon
ásamt Celebrían einkadóttur sinni, en síðar fluttu þau til Eregion og enn síðar fóru þau yfir Þokufjöllin og ríktu yfir sínu eigin ríki í Lothlóríen.
Galadríel réð yfir Nenya sem var einn af hinum þremur álfahringjum. Galadríel notaði mátt hringsins til þess að vernda
Lothlóríen og viðhalda fegurð staðarins.
Á meðan á hringastríðinu stóð skaut Galadríel skjólshúsi yfir
föruneyti hringsins og færði þeim ýmsar gjafir. Hún stöðvaði þrjár innrásartilraunir orka ásamt því sem hún notaði töfra sína til að brjóta niður veggi Dol Guldur og til að hreinsa hið illa úr Myrkviði.
Þann 29. september árið TA 3021 sigldi Galadríel inn í vestrið,
en hún hafði fengið leyfi valanna til að snúa til þeirra aftur.

Eärwen

Sjávargyðjan Eärwen var dóttir Olwë og eiginkona Finarfin. Hún var móðir Galadríelar, Finrods, Angrods og Aegnors.



Allar heimildir eru fengnar af síðunni http://www.councilofelrond.com/modules.php?op=modload&n ame=Encyclopedia&file=index&action=DisplayVolume&pn_vid =2

Karat