Ég ákvað að gera hér grein um turnanna í Hringadrottinssögu og ég vona að ykkur finnist þetta skemmtileg lesning. Ég lét ensku heitinn fylgja með bara svo allir skilji þetta .
Ég sleppi samt Barad-dúr því sá turn er heil grein útaf fyiri sig…
Turninn á Amun Sûl (Tower of Amun Sûl)
Á upphafstíma Arnor (núna Eriador) lét Elendil byggja turn, II 3320, á Amon Sûl eða Vindbrjót (Weathertop) á syðsta enda Vindhóla (Weather Hills). Turninn var gamalt virki til að geyma einn af þremur palantirum í miðju Norður-Konungsríkinu Eftir að Arnor leystist upp varð turninn fyrir árás hers frá Angmar og var turninn lagður í eyði III 1409.
Turninn í Cirith Ungol (Tower of Cirith Ungol)
Þessi turn var upprunalega gerður sem varðturn af Gondor mönnum til að passa skarðið yfir Ephel Dúath. Hann var byggður eftir Stríð seinasta Bandalagsins (War of the last Alliance) í endan á annarri öld. Sauron náði turninum og héldu orkar turninum seint á þriðju öld
Turn Ecthelions (Tower of Ecthelion)
Þó að Hvíti Turninn (hét það fyrst) hafi verið hæsti punktur í Minas Tirith þá var hann endurbyggður af Ráðsmanninum (Steward) Ecthelion I þremur öldum á undan Hringastríðinu (War of the Ring) og var þá nefndur eftir honum. Turn Ecthelions hélt annan af þremur palantirum, betur þekktur sem Anor-steininn.
Orthanc turninn (Tower of Orthanc)
Turninn var byggður af Gondor mönnum til að verja Gap of Calenardhon (seinna þekkt sem Gap of Rohan) sem var á milli Þoku fjalla (Misty Mountains) og Ered Nimrais. Hinn mikli turn úr óbrjótanlegum steini var byggður í Hring Ísengarðs (Ring of Isengard). Seinna leyfði Ráðsmaður Beren Sarumanni að búa í turninum sem var bandamaður þeirra þá. Eftir svik Sarumans lék truninn eitt af aðalhlutverkum í Hringastríðinu.
Turn Mánans (Tower of the Moon)
Turn Minas Ithils (Tower of Minas Ithil) þýðir beinlínis Turn Mánans (Tower of the Moon) því var líka gefið ljóðrænt nafn Turn hins rísandi Mána (Tower of the Rising Moon). Þessi turn var byggður af Gondor mönnum um II 3320 til að fylgjast með landamærum Mordors. Minas Ithil féll undir stjórn Saurons milli II 3429 og II 3434. Nazgúlarnir náðu turninum á sitt vald III 2002 og nefndu hana Minas Morgul sem þýðir Turn Svartagaldurs (Tower of Black Sorcery). Turninn var líklega eyðilagður í byrjun fjórðu aldar.
Turn hinnar Sitjandi Sólar (Tower of the Setting Sun)
Þessi turn var byggður fyrir neðan Mindolluin fjall vestur af Anduin við upphaf Gondors rétt fyrir þriðju öld. Þessi turn var kallaður Turn hinar Sitjandi Sólar (Tower of the Setting Sun) vegna staðsetningar sinnar við Minas Ithil sem var austur við Anduin. Eftir nokkur hundruð ár tók hún við af Osgiliath sem sæti kóngsins í Gondor. Þúsund ár fyrir Hringastríðið þegar Minas Ithil var hertekin af Nazgúlunum var nafni Turn hinnar Sitjandi Sólar breytt í Turn Varðmannsins III 2002 (Tower of Guard) sem er bein þýðing á Minas Tirith.
Vígtanna turnar (Towers of Teeth)
Í norð-vestur hluta Mordors, þar sem Ephel Dúath og Ered Lithui koma saman, byggðu Gondor menn tvo varðturna eftir fyrra fall Saurons við Cirith Gorgor skarðið til að vakta Mordor og hindra að þjónar Saurons komi aftur. En Gondor mönnum mistókst og féllu þessir turnar undir stjórn Saurons og lét hann þá loka skarðinu með Svarta Hliðinu (The Black Gate) og lét hann turnana verja hliðið. Þessir turnar urðu þekktir undir nöfnunum Carchost og Narchost.
Heimildir: http://www.glyphweb.com/arda/default.htm?