Talið var að Álfarnir hefðu verið vaktir af Eru Ilúvatar nálægt flóaum Cuiviénen. Fyrstur Álfa til að vakna hét
Imin (þýðir fyrstur. Breyttist líklega seinna í Ingwe).
Sú sem lá við hlið hans hét
Iminyë, sem varð kona hans.
Nálægt þeim láu
Tata(þýðir annar. Breyttist líklega seinna í Finwe),
Tatië,
Enel(þýðir þriðji. Breyttist líklega seinna í Elvi) og
Enelyë.

Imin, Tata, Enel og konur þeirra stóðu upp, og gengu um skógana. Þá komu þau að tólf Álfum á jörðinni, Imin gerði tilkall til þeirra sem sá elsti, kallaði þá þegna sína og vakti þau upp. Stuttu seinna héldu Imin, hans þegnar, Tata og Enel áfram förinni. Næst komu þau að átján álfum sem Tata gerði tilkall til. Þá voru álfarnir orðnir þrjátíu og sex, og héldu för sinni áfram. Næst fundu þau tuttugu og fjóra álfa sem Enel gerði tilkall til.

Álfarnir sextíu dvöldu nú lengi vel við árbakkan og fóru að finna upp ljóð og tónlist.

loksins ákváðu þeir að hefja leitina á ný, en Imin hugsaði með sér að hans þjóð væri fámennust og því skyldi hann velja sér síðasta hópinn sem fyndist.

Þau komu að 36 álfum sem voru að horfa á stjörnunar. Tata og Enel báðu eftir að Imin gerði tilkall til þeirra, en Imin sagðist ætla að bíða svo Tata tók þau til sín. Þeir voru hávaxnir og dökkhærðir, og talið að þeir væru feður Noldanna.

Hinir níutíu og sex álfar töluðu nú við hvorn annan og fundu upp mörg ný orð, en héldu svo áfram förinni. Næst fundu þau fjörtíu og átta álfa sem sungu án þess að hafa eitthvað tungumál, enn og aftur var Imin boðið að taka við þeim en hann neitaði. Þarafleiðandi tók Enel við þeim sem sínu fólki, frá þeim eru svo komnir söngelskir Lindar álfar.

Allir hundrað fjörtíu og fjórir álfarnir dvöldu nú saman þangað til þeir höfðu lært allir sama tungumáið og glöddust mjög. En þá vildi Imin fara að leita á ný, því flestir hinna voru trúir og vildu ekki ganga til liðs við hann. Þannig að Imin, Iminyë og tólf félagar þeirra héldu af stað til að leita að fleyrum, þau leituðu lengi nálægt Cuiviénen en fundu enga fleyri.

Allir álfarnir voru fundnir í pörum, karl og kona þar til þeir voru orðnir 144 talsins. Þannig varð 144 þeirra hæsta tala og alltaf talað af virðingu um þessa tölu í öllum álfatungu.

Eftir að álfanir voru vaknaðið var hópur Imins(síðar kallaðir Vanyar) fjórtán talsins, og þeir voru minnsti hópurinn. Hópur Tata (Síðar kallaðir Noldar) voru fimmtíu og sex, og þeir urðu næst fjölmennastir. Hópur Enel (Síðar kallaðir Lindar eða Telerar) var stærstur eða sjötíu og fjórir.

Melkor var fyrstur til að komast að því að álfarnir voru vaknaðir. Hann byrjaði fljótlega að senda illa anda til Álfanna sem töluðu gegn Völum. Þá er einnig talið að sumir álfanna hafi verið gripnir ef þeir fóru of langt, og farið með þá til Utummo þar sem þeim var breytt í orka.

Valinn Oromë rakst einn dag á Álfana og áttaði sig á því að þar voru hinir frumbornu á ferð. Í fyrstu voru álfarnir tortryggnir í garð hans, héldu að hann væri sá sem rændi álfunum, út af lygum Melkors
Þrátt fyrir þetta ákváðu hinir þrír álfahöfðingjar að fara með Oromë til Valinor. Þeir hétu Ingwë frá Vanyar, Finwë frá Noldum og Elwë frá Telerum. Seinna komu þeir aftur til Cuivienen og sögðu hinum frá dýrð Valinior, þar með hófst hófst sundrun álfanna. Allir Vanyar og Noldar héldu til Valinor en aðeins hluti af Telerum. Þeir sem lögðu upp í gönguna miklu kallast Eldar, en þeir sem fóru ekki voru kallaðir Avari.

Þessi grein er hér á ensku http://en.wikipedia.org/wiki/Awakening_of_the_Elves.
Maður er bara hræddur við svona kvikindi!