Ég hef ekki sent inn grein lengi svo ég ákvað að senda inn eina um ferð Hilmis á Óskarsverðlaunin og Return of the king. VARA VIÐ SPOILERUM SEINNA Í GREININNI FYRIR ÞÁ SEM EKKI HAFA SÉÐ MYNDINA EÐA LESIÐ BÓKINA!
Hilmir snýr heim er orðin næst tekjuhæsta kvikmynd sögunar á eftir Titanic og jafnaði fyrrum met Titanics og Ben Hur á Óskarsverðlaununum fyrir stuttu en Hilmir fékk alls 11 óskarsverðlaun. Hilmir snýr heim var tilnefnd til 11 óskarsverðlauna og hirti þau öll þar á meðal fyrir bestu leikstjórn og mynd.
Annars voru þetta fremur leiðinleg óskarsverðlaun og lítið um óvanalega hluti. Hér kemur listi yfir þau verðlaun sem Hilmir vann:
Besta kvikmynd
Besta leikstjórn
Besta handrit út frá sögu
Föðrun
Tæknibrellur
Hljóð
Tónlist
Lag (Into the west)
Listræna stjórnun
Búninga hönnun og að lokum
Klipping.
Trilógían hefur hingað til verið hunsið af akademíunni svo það var tími til kominn að þeir skyldu veita trilógíunni einhver verðlaun en alls hafa myndir Jacksons safnað að sér 17 óskurum og fengið 30 tilnefningar.
SPOILERARAR FRAMUNDANN STÓRIR!
Svo ætla ég að koma með smá gagnrýni um myndina. Return of the king er lokakafli trilógíunar um Fróða og Föruneytið. Myndin fylgir að mestu bókunum en helstu breytingar eru þær að öll atriði varðandi Sarúman, héraðshreinsunina, Beregond (held að hann heiti það á íslensku endilega leiðréttið) og Ghan-búri-ghan voru ekki í myndinni en í staðinn bættist kaflinn um Skellibjöllubæli við en það ætti að vera í annari myndinni samkvænt bókunum.
Myndin er í alla staði mjög vel gerð eins og stórglæsileg bardagaatriði bera vitni um. Bardaginn í Pelenorfield er hreinlega ein magnaðasta sena sem sést hefur á hvíta tjaldinu að mínu mati og ekki versna brellurnar sérstaklega þó þegar hringurinn eyðist.
En hins vegar verður nú að segjast að endirinn er dregin óþarflega á langinn og nokkrar senur í lokinn óþarfi að mínu mati. Annbars er lítið annað um galla á myndinni og hún er í alla staði mjög góð.
Í heildina litið myndi ég gefa myndinni fjórar og hálf störnu enda ein allra besta mynd sem ég hef séð.
**** 1/2 stjarna.