Jæja nú hefur verið allavega tvisvar sinnum nýlega verið sendar inn spurningar um The Silmarillion, The Hobbit og svo auðvitað The Lord Of The Rings.
Sjálfur svaraði ég báðum greinum með svörunum mínum, svaraði því sem ég vissi, og hefur auðvitað annað fólk svarað líka. En mér fannst frekar gaman að þessum spurningum og finnst mér bara alltaf gaman að láta reyna á Tolkien kunnáttu mína. Svona spurningum finnst mér mjög gaman að svara, sérstaklega ef þær eru svona í erfiðari kantinum og vel vandaðar, þá meina ég vel uppsettar, engar villur, hvorki málfræði- né stafsetningarvillur. Og síðan eiga þær auðvitað að vera rétt skrifaðar, og að vera augljósar.
En ég var að hugsa um hvort að fólk væri spennt fyrir því að fá fleiri svona spurningar inn. Sjálfur á ég ca. 200 spurningar sem ég hef búið til sjálfur. Bjó þær til fyrir trivia á irkinu sem fór aldrei af stað. Var að spá hvort að fólk vildi fara að senda inn sínar eigin spurningar og spyrja kannski um þá hluti sem það er nýbúið að læra eða eitthvað sem ekkert of margir vita.
Þetta er bara svona hugmynd hjá mér, sem ég vildi koma fram hér á Huga. En endilega segið mér hvernig þið takið í þetta…