Sælt veri fólkið, ég hef nú ekki sent inn grein í doldinn tíma svo
ég ákvað að opna nú greinaboxið og skrifa eitthvað gagnlegt,
ég var hérna með síðuna Lordoftherings.net í einum
glugganum og kom auga á mynd af Gandalfi, Aragorn, Gimla
og Legolas að ríða til Edoras, svo fór ég að hugsa… “Hvar er
allt fólkið?”

Þannig er nefnilega það, lesandi góður, að alltaf þegar ég les
Hringadróttinsögu eða eitthvað álíka (eins og t.d. Hobbitan)
Þá hefur maður á tilfinningunni að það sé allt krökt af fólki í
hinum mikla miðgarði. En þegar ég horfði á hinar
ómótstæðilegu Lotr myndir þá var aldrei nokkur sála á
skjánum, þetta er eiginlega það sem að mér fannst svoldill
galli við myndirnar, Miðgarður var álíka strjábíll og Sahara… og
manni finnst svoldið eins og það sé bara þetta litla svæði
með 500 manns hér, 500 þar og svo er einum eða tveim
sveitabæjum hrúað einhverstaðar í Róhan, alltaf þegar
Gandalfur og hans frækna lið fara eitthvert er ekki hægt að sjá
neitt, bara endalausar slétturnar. Einnig fær maður þá
tilfinningu að maður sé í rauninni alveg einn, að það sé
enginn von og það séu aðeins þúsundmanns á staðnum og
maður sé á móti milljón orkum og allt sem að þú hefur eru
þrír sveitabæir og gamalmenni með spjót. Þetta er eiginlega
það sem að þetta gengur hálf útá, en ég er samt einhvernig
veginn ekki sáttur.
Þegar ég las bækurnar ýmindaði ég mér að Miðgarður væri
álíka og Ísland, nokkrir stórir bæir, hlass af sveitarfélögum og
glás af bæjum hér og þar…
Ég fæ bara ekki tilfinninguna fyrir því að það séu álfar í
myrkviði eða menn séu nálægt vestri, suðri eða noðri hjá hinu
einmana fjalli…
Þegar maður horfir á þetta þá er maður eiginlega bara
einmana… Það er eins og fólkinu er eins og ég sagði áður,
hafi hrúgað á einn stað og maður hafði það á tilfinningunni
að það voru bara borgirnar sem að einhverjir voru í, engir
sveitabæir.
Þetta er eiginlega hluti sem að mér finnst Jackson hafa
svoldið klikkað á, en mér finnst myndirnar samt þær bestu
sem ég hef séð.

Yðar vitleysingur, HackSlacka
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi