Mér finnst myndirnar frábær viðbót í Tolkien safnið hjá manni, maður kaupir þær náttúrulega ekki fyrr en þær koma allar saman í pakka. En það er samt sorglegt hvað margt vantar. Ég er hérna ekki að setja út á hvernig myndirnar voru gerðar eða hvernig þær heppnuðust heldur bara að segja hvað mér fannst að mætti fá að vera með.

Þetta er upptalning á því sem ég saknaði:

Ég gleymi ekki hvað ég var svekktur í eftir fyrstu myndina þegar Tom Bombadil var sleppt, karakter sem lét hringinn hverfa. Mér finnst það sína hvernig vald hringurinn nær á fólki. Þá á ég við að Bombadil sem hefur lifað vel og lengi stjórnar á allan hátt sinni litlu tilveru og lætur ekki freistast af valdagræðgi eða mætti til að vera eitthvað meira en hann er. Það vantar að ef þú hefur hreint hjarta og ekkert að fela þá getur þú staðist legur áhryfin frá hringnum.

Einnig vantar allt um Ráðagest(minnir mig) 3. vitkann sem segir manni að það eru fleirri galdrakallar en bara Sarumann og Gandalfur.

Ekkert er minnst á baráttu Rekkanna við landamæri Héraðs við að halda ófögnuðinum frá Hobbitunum.

Það sem ég sakna einna mest er að oft áttu þeir að vera syngjandi glaðir eða segjandi sögur. Ekkert er minnst á Tinuveil og Beren í tengslum við Aragorn og Arwen.

Munurinn á Mordor-orkum og Uruk-hai er ekki nógu vel skýrður finnst mér.

Einnig þegar Aragorn,Gimli og Legolas mæta Riddurum Róhanns þá felast ekkert af skikkjunum(cloak) frá Lothlorien en Fróði og Sómi hverfa í grjótið við Morannon(hliðið að mordor)

Einnig vantaði alveg hann quickbeard (bráðskegg) en mér fannst hannst stórskemmtilegur karekter í bókinni.

myndin gerði heldur ekki nógu góð skil á hvað enturnir gerðu við Hjálmsdýpi, t.d. mátti segja frá hvað varð um lík orkanna eftir orrustuna.

Ekkert var sagt frá húmfaxa eða hvernig Gandalfur “eignaðist” hann. (enginn á Húmfaxa)

Það var sárt að sjá ekkert fór á milli Gandalfs og Sarúmann þegar Gandalfur fór til Ísangerðis eftir að enturnir böstuðu pleisið. Og palnatírinn, GOD hvað það var lame að hann væri bara að rúla í polli.

Aragorn fékk ekki að spreyta sig á palnatíranum í myndunum.(hefði viljað sjá það í myndinni þar sem lítið er sagt í bókinni)

Það hefði mátt segja eitthvað um Gond, ekki bara láta hann dangla.

Svo vantaði eitt mesta macho atriðið: “You cannot enter here” þar sem sem Gandalfur og Svarti riddarinn (King of Angmar) mætast í hliðinu að Mínas Tírith(þar sem nota bene Svarti riddarinn er á hesti) þegar þeir svo hafa skipst á skotum að hani galar og Róhherranir eru mættir(þá fer svarti riddarinn á leðurfugl(seiga hænu))

Svo eru það litlu villi karlarnir sem jóherranir hitta á leið sinni til Mínas tírith.

Það vantar alveg söguna á bakvið ´varnarmúrinn við Mínas Tírith sem á að vera svartur einsog turninn´Orthanka.

Faramír og Jóvin, söguna á heilsuhælinu.

Ég segi bara seinastu orrustuna um hvernig seinustu kaflanir voru skornir af

Og svo að lokum þá fannst mér út í hött að segja að þetta væri seinast skipið sem færi frá “Grey havens” með álfa frá Miðgarði.
Sérstaklega fannst mér vanta í endann á myndinni Sóma háaldraðan að rétta dóttur sinni´rauðu leðurbókina og stíga um borð á einu svona skipi og fara til Fróða.

Bið Innilega að afsaka stafsetningavillur og endilega skjótið mig niður með staðreindavillum sem ég hef gert, en bíðið þangað til ég hef gert framhaldið af þessu. Sem verður um það sem mér fannst gott við myndirnar.

Kveðja
Kjartan
A.K.A.
Rapport