Lord Of The Rings Kvikmyndirnar Spoiler
Ég ætla að koma með stutt álit hérna á myndunum þrem, hvað mér fanst eftirminnilegt og hvað mér fanst vera mistök. Endilega skrifið ykkar álit, ég get nátturulega ekki dæmt hvað fólki finnst, þetta er bara mitt álit.
Fellowship Of The Ring:
Varð alveg agndofa þegar ég sá hana, farið ótrúlega vel með söguna, reyndar var farið illa með ísildur og Elendill og Gil-Galad sjást ekkert, sá dáltið eftir því. Þeir sleppa engu sem skiptir máli, maður gerir sér alveg grein fyrir því að ekki var hægt að hafa Tom Bombadil, enda er það einn furðulegasti kaflin í bókinni. Rosalega vel var farið með ráðstefnu elronds og atriðin á héraði eru mjög vel meðhöndluð, og nátturulega vindbrjótur. Eftirminnilegastu atriðin eru þegar Gandalfur er upp í Orþanka og síðan steipist myndavélin niður í námuna og þegar Gandalfur berst við Balrogginn.
Persónulega finnst mér FotR besta mynd þríleiksins, og ég tel það vera vegna þess að þeir eru trúastir sögunni í FotR og er aðeins einn galli á þessu, hvers vegna var verið að breita atriðinu með sauron. Lengri hluti myndarinnar er alveg frábær og mundi ég gefa honum 9,5 í einkunn, aðeins ósáttur við þetta með ísildur.
The Two Towers:
TTT er slakari en FotR, þeir víkja oft útaf sögunni og breita henni mikið, sem dæmi má nefna að þeir láta fullt af álfum koma til helms deep, þar láta þeir frægan álf Haldír deyja og svo eru þessir nolda stríðsmenn sem áttu að hafa haldið melkor í víggirðinu í 200 ár bara að vera algerir aumingjar, allavegana í skotunum sést einn uruk-hai murka líkið úr 3-4 álfum en miklu minna sést af mönnum að deyja. Kanski á þetta að vera einhver þáttur í að sína hnignun álfa en er ekki fullgróft að gera legolas að þessari ofboðslegu skittu og bardagamanni en láta frændur hans vera algera aumingja. Þessir álfar eru nátturulega afar gamlir og ættu allir að vera svipaðir í hittni og bardagafærni. Síðan hefði bardaginn einnig verið mun fjölbreittari ef þeir hefðu farið eftir bókinni með að láta þetta ekki vera bara uruk-hai. Í bókinni þurfti saruman að ná í lið úr fjöllunum og alla orka sem hann fann til að fá töluna 10.000, en þegar allir óvinirnir eru nánast eins verður bardaginn svo litlaus. Það þriða sem vert er að telja upp er afhverju er Róhan eins og eyðimörk??? greinilega mikið tekið í óbygðum á nýja-sjálandi, meðan þetta hefði átt að vera í gróðursælli sveit. Maður sér ekki að neinn maður hefði getað lifað þarna, leiðinlegur galli á svona stórvirki. Eftirminnilegasta atriðið er að mínu mati þegar Fróði og Sómi sjá Múmakann og menn faramírs salla niður austlingana. Held að í þessum kafla sögunnar sé betur farið með ferð Fróða og Sóma en hinna. Einnig var vel farið með pippin og merry og var góður kaflinn með eltingarleiknum og öll atriðinn með entunum, sérstaklega ísarngerðis atriðin eru afar góð.
Myndin er mun meira í meðallagi, ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum þegar ég sá hana, mikið af óþarfa sögubreitingum. Lengri útgáfan er þó mun betri, myndi gefa henni svona 8,0
Return Of The King:
Myndin hefst á atriði með Gollum og frænda hans, og þetta atriði er afar vel útfært. Fyrri hluti myndarinnar er nokkuð góður og var ég nú bara sáttur við sögubreitinguna í kringum Andúril. En í ísarngerðisatriðinu hefði ég nú frekar viljað sjá grima reyna að kasta palnatírnum og einhvern drepa saruman, fyrst héraðshreinsun er slept en að sjá hobbitana segja nokkra brandara og þá borða góðan mat. Einnig var sárt að sjá ekki Aragorn takast á við sauron í palnatírnum og beygja síðan steinin sinn undir sinn vilja, því að þetta var önnur ástæðan fyrir því að sauron fór af stað. Þar sá Sauron hversu öflugur Aragorn Myndi verða ef hann fengi hringinn með öllum þeim viljastyrk sem hann bjó yfir. Síðan þegar gandalfur kemur að minas-tíríð er borgin rosalega flott og allt það en ÚBS hvað gerist, borginn stendur í algerri eyðimörk, ekki frjósamri sveit veggjavalla. Þarna væri ekki lífvænlegt fyrir nokkurn mann, óþarfi að klúðra svona málum þegar búið er að leggja óhemjufé í þetta. Í dauðraslóð finnur Aragorn drauganna en hvað gerist… önnur asnaleg mistök. Hver er liturinn á draugunum. GRÆNN, litur jafnvægis og friðar. Fáránlegt. Við sjáum ekkert um bardagann í Pelagir nema óljósar vísbendingar og ekki kemur neinn liðsstyrkur þaðan með aragorn til bardagans. Held það hefði alveg mátt eyða 5 mínótum í smá bardaga þar. Ferð fróða og sóma er einnig í þessum kafla betri enn hinn hluti myndarinnar, hlutverk faramirs er frábært í myndinni og tekst peter jackson vel að sína óttan í minas-tíríð. Að vísu var eitt dálítið asnalegt, borginn molnar alveg niður af valslöngvunum, en hún átti að vera bygð af númenum og ef hún molnaði svona niður mundi hún aldrei standast umsátur, ekki einusinni að þessar valslöngvur slöngvuðu grjóti á borgina í klukkutíma. Held að það hefði mátt sína meira af nazgulunum í staðinn fyrir ljóta orka ógeðið sem fer liggur við með stærra hlutverk en nazgularnir. Atriðin með fróða og sóma í minas-morgul og kóngulóaskarði eru mjög góð en eyðing hringsins í mt.doom hefði mátt vera betri. Útafhverju bara ekki að láta gollum vera svo glaðan að fá hringinn að hann dettur, Fróði gat ekki eytt honum, þarf endilega að gera fróða að hetju. Einnig er bardaginn bara búin um leið og draugarnir koma, í staðinn fyrir að sleppa einhveri senunni þar sem er verið að reyna að halda einhverjum hurðum og sína í staðinn aragorn og jómar brjótast inn í orakafylkinguna frá sitthvorri hliðinni og hittast í miðjum baradaganum. Einnig sé ég ekki neina ástæðu fyrir að sleppa imrahíl, Elladan eða Elróhír, eða rekkunum frænum aragorns sem leiddu draugaherinn og liðsaukann frá lofðum. Besta atriðið að mínu mati er þegar þjóðan og riddarar hans
hróða dauði og salla niður óvinina, samt þurfti nú að snúa þessu við, í staðin fyrir að leifa jómari að segja þetta þegar hann sér jóvini nær dauða en lífi og heyrir lokaorð þjóðans. Hefði örugglega geta orðið áhrifamikið. Það eru nátturulega mörg virkilega flott skot en eitt af því sem þeir klúðra hvað mest í þessari mynd er hvað miðgarður tekur lítinn þátt í sögunni, þetta er alltaf sama hálendis eyðimörkin á nýja-sjálandi, gult dreift gras í hálfgerðum sandi. Þegar aragorn fer að stað fyrstur við myrkrahliðið er mjög flott og er það atriði í heild eitt það besta í myndinni. Myndi gefa myndinni svona 7,5-8