Fyrir ári síðan sat ég í þessum stól og nokkrum klukkustundum eftir að FOTR: Extended cut kom út var grein um hana komin hingað inn. Núna eru nokkrir dagar liðnir síðan TTT kom út og ekkert er enn komið. Þannig að ég ætla bara að láta vaða. Auðvita þá þarf ég ekki að segja um hvað þetta er því þeir sem ekki hafa lesið bókina hafa séð myndina.
Eins ogmeð fyrri myndina þá pælir maður mikið í því af hverju þessar senur voru ekki með í bíósýningunni. En þar sem ég hef mikið verið að pæla í þessum þriggja klukkustunda standard sem er settur þá hef ég sennt mikið af e-mail-um út og spurt um þetta. Ein aðal ástaæða þess er að ef bíómyndir eru meir en þrír klukkutímar þurfa bíohúsin að fækka sýningarnar um eina á dag og þar af leiðandi sjö á viku og 30 á mánuði. Þetta er ekki vel liðið því þeir vilja sýna sem flestar sýningar á sem stysstum tíma til að hámarka hagnað sinn:(
En það sem er bætt við í TTT er mikið af samtalssenum sem hægja á myndina en gera hana skyljanlegri. Ég nenni ekki að fara mikið í þær senur sem bætt er við en það sem gladdi mig var að Treebeard er látinn halda hér uppi heiðri Tom Bombadil. Með setningum eins og You let them out again….Eat earth! Dig Deep! Drink water!“ þegar hann bjargar þeim frá Old Man Willow og svo sagði hann einnig ”Sleep now little Hobbits, heed no nightly noise!", gladdi mig mjög mikið. Gollum fær hér fleiri mínútur auk þess sem Faramír fær einnig betri bakgrunn.
Aukaefnið er frábært eins og í fyrri myndinni, er byggt upp nánast eins og hin fyrri, from book to script og svo from script to vision. Hér tala handritshöfundarnir um breytingarnar sem voru gerðar og verð ég bara að segja að eftir að hafa horft á þau tala sínu máli þá er ég kominn á sama band og þau og búinn að fyrirgefa til dæmis breytinguna á Faramír. Virkilega góður punktur af hverju Shelob verður í næstu mynd en ekki þessari. Það var svo að baráttan við hana mundi ekki stangast á við baráttuna um Helm´s Deep. Það yrði erfitt að hafa þessar tvær baráttur á sama tíma auk þess sem að þær eru ekki á sama tíma í bókinni þó að þær séu báðar í sömu bók. Það var til þess að Frodo og Sam þurftu að mæta auk hindrun sem þau létu Faramír vera auk þess sem að þeim fannst að miðað við hvernig myndirnar voru búnar að vera, með mætti hringsis, að ef Faramír hefði ekki viljað hann þá hefði máttur hringsins horfið í huga áhorfandans. (það verður líka að taka tillit til þeirra sem aldrei hafa og aldrei munu lesa bækurnar). Svo er euðvitað farið í allt Gollum vesenið og þar kemur í ljós að Andy Serkis er ekkert nema snillingur.
Allavegana þeir sem hefa ekki séð þetta sett ættu að fara að drífa sig í að gera það, því þetta er skyldueign allra Tolkien aðdáneda ásmat kvikmynda aðdáenda. Fær 9 af 5 mögulegum eins og FOTR: Extended cut.