Endur fyrir löngu fór Finnráður Felagundur, bróðir Galadríelar
og sonur Finnfinns sonar Finnva, fyrsta Noldakóngsins.
Austur fyrir Söngvafjöll og niður í Sjöfljótaland. Leið hans lá
niður í dal einn, þar varð hann undrandi þegar hann heyrði
söngvaóm, þar sem að hann minntist þess ekki að Noldar
ættu landsvæði einhversstaðar á þessum slóðum, svo ekki
sé talað um Sindra.
Hann fór nær til þess að fylgjast með þessum verum, sem að
dönsuðu glaðar í kringu eldin og sungu af gleði, Felagundur
heillaðist af þessum verum.

Þessar verur, lesandi góður. Voru menn.

Þetta er í fyrsta skiptið sem að nokkur Noldi kom auga á
mann. Þegar mennirnir höfðu sofnað vært og eldurinn
slokknaður. Læddist Felagundur inní búðir þeirra, tók upp
hörpu, og söng svo fögrum söng að mennirnir vöknuðu, en
vildu hann ekki trufla, þeir héldu að hann væri einn af Völum,
þar sem að þeir höfðu enga hugmynd um hvernig þeir myndu
líta út. Næsta dag talaði Felagundur við foringja þeirra. Bjár.
Hann sagði þá hafa komið úr vestrinu, til þess að fara til
Amanslands, lands Vala, og þeir höfðu haldið að þeir væru
komnir þangað.

Uppfrá þessu heillaðist Felagundur af mönnum, síðar komu
aðrir hópar manna Halaðar og þjóð Maraks, inní land Nolda
höfðingjans Karaþírs, sem að var ekki sáttur við komu þeirra.

Morgot reyndi eftir öllu að spilla þessari nýju þjóð. En þegar
hann sá að hann gat ekki spillt þjóðflokki Halaða.Sendi hann
orka sína yfir fjöllin og gerði árás á hið dreyfða bændafólk
Halaða en Haldáður einn, safnaði saman öllum þeim
hugrökku mönnum sem að hann fann, og barðist við heri
Morgots, en féll sonur hans (Haldár) og hann sjálfur í
átökunum, en dóttir hans Haleiður var lifandi eftir, þá kom
Karanþír þá sem kallaður og bjargaði Halöðum frá herjum
Morgots, hann bauð þá Haleiði verndun sína sem þeir
afþökkuðu, þeir fluttu sig um set, og varð Haleiður ein af
ástsælustu leiðtogum manna.

Síðar átti Bjár eftir að deyja, ekki útaf stríði eða neinu
svoleiðis sem að Eldar eða Myrkálfar þekktu. Þá í fyrst skipti
uppgvötuðu þeir hin undarlegu örlög manna, og það sem
meira er, þeir uppgvötuðu dauðann, eins mennirnir þekktu
hann.

En síðar áttu menn eftir að vera ein af sterkustu þjóðum
Miðgarðs.
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi