Um Sólina Og Tunglið Eftir að Melkor ásamt köngulónni Ungoliant eyðilagði tréin tvö er lýstu upp Valinor og eftir að Fëanor og félagar (þ.e. Noldarnir) höfðu yfirgefið Valinor í leit að Melkori og gimsteinunum mikli þekktum sem Silmerellarnir sátu valarnir í sorg. Eina ljósið sem lýsti voru stjörnurnar yfir þeim.
Manwë æðsti valinn bað þá Yavönnu og Niennu (valar líka) að nota alla krafta vaxtar og lækningar sem þær bjuggu yfir til þess að reyna að bjarga trjánum. Þær reyndu allt hvað þær gátu til þess að bjarga þeim en allt kom fyrir ekki, tár Niennu og söngur Yavönnu gátu því miður ekki bjargað trjánum en er öll von þeirra var brostin þá gaf Telperion hið eldra af trjánum tveim af sér silfrað blóm og Laurelin hið yngra af sér gylltan ávöxt. Yavanna tók þessa hluti og þá dóu tréin. Enn í dag standa þessi þessi tré dauð, aðeins minning um horfna gleði.
Yavanna gaf Aulë þessa gripi og gerði hann ásamt fólki sínu fley til þess að geyma bjarma þeirra. Þessi fley skyldu sett á ákveðnar brautir í kringum Ördu til þess að lýsa upp heiminn. Miklu meira ljós stafaði af þessum fleyum heldur en stjörnunum, ástæða þess var að þau voru miklu nær Ördu en stjörnurnar. Þessi fley höfðu fleiri mjög góða kosti þ.e. að þau lýstu líka upp Middle-earth og því þyrftu Noldarnir, hinir álfarnir þar og seinna menn og dvergar ekki að búa við myrkur og jafnframt hindruðu þau að vissu leiti myrkraverk Melkors.
Hin gullni ávöxtur var síðan nefndur Sólin og blómið Tunglið. Sólin átti að vera merki um vöknun mannana og Tunglið átti að vera til þess að minnast vakningarinnar. Vakningin átti sér stað stuttu eftir þessa atburði.
Enn átti þó eftir að velja einhverja til þess að stjórna fleyjunum og var Maia mærin Arien valin til þess að stjórna fleyinu sem hýsti Sólina og sá sem var valinn til að stýra hinu fleyinu var Mainn Tilion.
Arien hafði, meðan tréin stóðu, séð um gullnu blómin í garði Vánu (sem var systir Yavonnu) og vökvað þau með dögginni af Laurelin. Tilion var hinsvegar veiðimaður í fylgd Oromë. Hann elskaði silfur og bað því sérstaklega um að sjá um hið síðasta blóm silfursins. Arien var máttugri en hann og hún var valin vegna þess að hún hafði aldrei óttast hita Laurelin og meiddist ekki í nálægð þess. Hún var nefnilega eld-andi, einn af fáum sem að Melkor hafði ekki narrað í þjónustu sína. Augu hennar voru of björt fyrir nokkurn til að líta í, ekki einu sinni valarnir gáta það. Er hún yfirgaf Valinor í fleyinu breytti hún formi sínu í nakinn eld.

Tunglið eða Isil eins og það heitir á Quenya var fyrst látið rísa og sveif framhjá stjörnunum og var það því hið eldra af þessum nýju ljósum. Núna fyrst hafði Arda tunglbirtu sem leiddi til þess að margir hlutir sem lengi höfðu legið í dvala vöknuðu upp. Þjónar Melkors trúðu ekki eigin augum en álfarnir horfðu upp í himininn með ánægju og er Tunglið reis yfir myrkið í vestrinu lét Fingolfin (einn af aðal Noldunum) menn sína blása í silfruð trompet og byrjaði þannig ferð sína til Middle-earth eftir að Fëanor hafði skilið hann og fleiri eftir í Araman (æi ég nenni ekki að segja frá þessu, sorry lesið um þetta í níunda kafla Silmerellsins). Tilion hafði farið yfir himininn sjö sinnum er far Arienar var gert tilbúið.
Núna fékk Arda loksins sólskin og Anar (sólin á Quenya) skein eins og mikill eldur á himninum. Sagt var að Melkor hefði bæði lokað sig inni dýpst í virki sínu Angband og sent miklar, svartar gufur út úr virkinu til þess að vernda sig og þjóna sína frá þessu nýja ljósi. Ákveðið var að nýju ljósin skylda alltaf vera á himninum en aldrei saman, frá austri til vesturs. En Tilion fór ekki alveg eftir þessu því hann reyndi að komast nær Arien, hann dróst að mikilfengleika hennar og því kemur það fyrir að bæði Sólin og Tunglið geta verið á himninum á sama tíma. Valarnir ákváðu lika að það skyldi vera tími þar sem myrkrið fengi að ráða og það væri aðeins hálft ljós. Ein af ástæðum þess var að stjörnurnar sáust ekki.
Þegar að Tunglið (eða Sólin þess vegna) hafði farið eftir öllum himninum mættu þjónar Ulmoar (annar Vali) og drógu það undir jörðina og svo aftur upp hinum meginn. Þó að ljós Sólarinnar væri sannarlega mikilfenglegt náði það ekki sömu hæðum og ljós Trjánna áður en þau voru eitruð af köngulónni Ungoliant.
Melkor hataði þetta nýja ljós og hafði um tíma ekki hugmynd um hvernig hann ætti að bregðast við þessum leik Valanna. Að lokum réðst hann gegn Tilioni með því að senda skugga gegn honum. Tilion vann þó að lokum. Melkor þorði hinsvegar ekki að ráðast gegn Arien.
Þegar að Valarnir sáu að Melkor hafði ráðist gegn Tilioni urðu Valarnir hræddir um að illska Melkors gæti enn spillt fyrir þeim. Þeir vildu ekki fara til Middle-earth í stríð við hann þannig að þeir ákváðu að reisa risastóran fjallgarð til að vernda Valinor frá öllum árásum. Aðeins eitt skarð var í fjallgarðinum sem var kallaður Pelóri (hafði reyndar verið til áður en miklu minni) og var það til þess að komast að borginni Tirion (borg þar sem álfar bjuggu) og var kallað Calacirya. Í þessu skarði settu þeir samt marga varðmenn og byggðu marga varðturna til þess að enginn, hvorki fugl, né dýr, né álfur, né maður, né nokkur skepna sem byggi í Middle-earth kæmist þar í gegn. Á sama tíma og þetta var gert voru „the Enchanted Isles” (man ekki hvað á íslensku) sem voru sker, sem að vernduðu Valinor frá öllum skipum er reyndu að komast þangað reist.
Og þannig gerðist það sem Mandos (annar Vali) hafði sagt við Noldana að Valinor var orðin einangruð frá þeim.
Þetta er sagan um Sólina og Tunglið (í styttra máli) úr Silmerellinum sem ég hvet ykkur öll ef þið hafið ekki nú þegar, til að lesa. Ég vona að ykkur hafi þótt þetta fræðandi og skemmtilegt.

wasted